Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Síða 14

Víkurfréttir - 07.09.2017, Síða 14
14 fimmtudagur 7. september 2017VÍKURFRÉTTIR „Við erum alltaf að þróa okkur áfram, alltaf að gera betur,“ segir Árdís Jónsdóttir, leikskólastýra Tjarnarsels, en þann 18. ágúst síðastliðinn varð leikskólinn hálfrar aldar gamall. „Við erum búin að fagna allt árið. Sumarhátíð var haldin í lok júlí, á afmælisdeginum sjálfum var dansiball á leikskólunum og svo fórum við niður að sjó vikuna fyrir Ljósanótt þar sem bæjarstjórinn afhjúpaði söguskilti með krökkunum.“ Tjarnarsel er elsti leikskóli Reykjanes- bæjar en hann var stofnaður af kven- félagskonum, sem Árdís segir hafa verið algjörar kraftakonur en þær unnu sjálfboðavinnu fyrst um sinn. Til að byrja með voru einungis tvær manneskjur, þær Dagmar Pálsdóttir og Margrét Jónsdóttir, sem pössuðu börnin á leikskólanum, sem voru um það bil 45 talsins á aldrinum tveggja og hálfs árs til fimm ára. Í dag eru 80 börn á Tjarnarseli og að sögn Árdísar hefur leikskólastarfið breyst mikið síðan hún hóf að starfa á leikskólum árið 1991. „Það eru ákveðnar kröfur gerðar. Við fylgjum aðalnámskrá leik- skóla og hver leikskóli er svo með sína skólanámskrá. Að þessu leyti hefur þetta breyst mjög mikið, en við erum kannski líka að gera meiri kröfur til okkar. Það er mikill metnaður í leik- skólastarfi í Reykjanesbæ.“ Góð samskipti mikilvæg Hún segir Tjarnarsel hlýlegan leik- skóla sem leggi mikið upp úr góðum samskiptum við börn og foreldra. „Við reynum að upplýsa foreldrana eins mikið og við getum. Svo leggjum við mikla áherslu á mál og læsi, úti- nám og vettvangsferðir.“ Útisvæði leikskólans hefur tekið miklum breytingum síðan árið 2013 en þá fór leikskólinn í víðamikið verkefni þar sem kennarar og foreldrar veltu því fyrir sér við hvaða aðstæður þeim hefði fundist skemmtilegast að leika sér sem börn. „Hér var varla grænn blettur á svæðinu en þegar við vorum yngri fannst okkur flestum skemmti- legast að leika okkur úti í móa eða í fjöru. Við vildum breyta þessu og fórum í ferð til Hollands og skoð- uðum náttúruleg útileiksvæði. Eftir það settum við upp vinnubúðir með börnunum og foreldrunum þar sem allir gátu komið með hugmyndir. Allir eiga að fá að hafa sitt að segja, stórir sem smáir. Tveir vinnudagar voru svo haldnir á laugardegi þar sem foreldrar mættu með börnin sín og við réðumst í þvílíkar framkvæmdir á útileiksvæðinu.“ Hálfrar aldar afmæli fagnað allt árið á Tjarnarseli - Allir hafa sitt að segja á elsta leikskóla Reykjanesbæjar Árdís með börnunum sínum. Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is Gamlar myndir frá Tjarnarseli úr safni leikskólans. Frá afhjúpun söguskiltis með Kjartani Má bæjarstjóra.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.