Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 5. október 2017VÍKURFRÉTTIR ■ Djúpborun á Reykjanesi gæti leitt til nýrra tíma í jarðhitanýtingu á heimsvísu en tilrauna- verkefnið gekk mjög vel þar sem borað var niður á 4.600 metra dýpi en þar var hitinn mun meiri en í öðrum holum. „Þetta er alveg gríðar- lega spennandi og íslenskur jarðhitaiðnaður er mjög þekktur um allan heim hvað jarðhita varðar, enn frekar eftir þessa borun á Reykja- nesi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku en fyrirtækið starfrækir orkuverið Reykjanesvirkjun á Reykjanesi og orkuver í Svartsengi í Grindavík. Víkurfréttir ræddu við Ásgeir um ónóga raforkuframleiðslu á landinu í síðasta tölublaði en nú spyrjum við hann út í starfsemina á Reykjanesi og hugsanlega virkjun á Vestfjörðum en nokkur kurr og um- ræða hefur verið í tengslum við hana. „Það hefur gengið svona svolítið upp og niður á Reykjanesi. Þar höfum við lent í því að fram- leiðsla hefur minnkað en hún hefur aukist á ný. Við erum ennþá að læra á auðlindina en ég er þess sannfærður um að Reykjanesvirkjun muni ná fullu afli innan fárra ára og að hún verði stækkuð, þannig að það verði ekki meira tekið upp úr auðlindinni, heldur að það verði betri og meiri nýting á því sem upp kemur. Þar geti bæst inn svona 30 megavött í svokallaðri lágþrýstivél, sem ráðgert er að setja upp á Reykjanesi, að nýta þá vökva, sem kominn er upp til yfirborðs og er ekki nýttur í fyrstu tveimur vélunum sem eru til staðar í dag, með örlítið breyttri tækni.“ Getið þið náð í endalausa orku á Reykjanesi. Þetta er ekki endalaust en þetta er endurnýtan- legt. Ef við myndum hætta að reka virkjunina á Reykjanesi myndi svæðið jafna sig til fyrra horfs. Það er nauðsynlegur þáttur í rekstri jarð- hitavirkjana á háhitasvæðum að draga niður í vatnsborði svæðisins til þess að auka gufu- myndun. Ef við hins vegar hættum að reka þetta, lokum holunum þá hækkar vatnsborðið aftur, það tekur svolítinn tíma, hækkar hratt fyrst og er svo lengi að ná upprunalegu jafnvægi, en það er enginn skaði skeður, alls ekki. Það má stundum líkja þessu við, ef við hugsum okkur stöðuvatn með bleikjustofni í, hversu mikið má veiða á hverju ári án þess að skaða stofninn þannig að hann nái að viðhalda sér og hvað gerist svo ef þú hættir að veiða? Þetta jafnar sig aftur. Þetta eru svona hliðstæður. Það þarf að finna jafnvægið. Þegar maður byrjar þá veit maður það ekki, maður hefur hugmyndir um það byggðar á rann- sóknum og prófunum. Nýir möguleikar í i djúpborun Síðan höfum við stigið stærra skref inn í kannski nýja tíma í jarðhitanýtingu sem er djúpborunar- verkefni, þar sem við förum niður fyrir núver- andi vinnslusvæði, má kannski segja svolítið af forvitni til að gá hvað er þar fyrir neðan. Það er svolítið dýr forvitni, þetta kostar mjög mikið. Þetta verkefni tókst stórkostlega, s.s. að bora holuna. Síðan á eftir að koma í ljós hvað hún getur gefið, en svona til samanburðar þá er hita- stigið á auðlindinni í Svartsengi 240 stig, það er 300 stig á Reykjanesi, en við höfum mælt vel yfir 400 stiga hita í djúpu holunni á Reykjanesi, sem teygir sig niður á yfir 4.600 metra dýpi á meðan aðrar holur ná niður á 2.500 til 3.000 metra. Þetta gæti leitt til nýrra tíma í jarðhitanýtingu á heims- vísu, svo stórt er málið, en það á eftir að koma í ljós hvort það tekst. Þetta er rannsóknar- og þróunarverkefni. Alveg gríðarlega spennandi og íslenskur jarðhitaiðnaður er mjög þekktur um allan heim hvað jarðhita varðar, enn frekar eftir þessa borun á Reykjanesi, sem stóð frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári. En svo höldum við áfram til þess að mæta þörf- inni og eiga til raforku. Þá er gjarnan hollt að hugsa hvar sé skynsamlegt að framleiða meira rafmagn í þessu landi. Það getur verið heppi- legra að framleiða rafmagn á ákveðnum stöðum til að ná meira jafnvægi í flutningskerfinu og þá er augljóst að það væri afar gagnlegt fyrir landið að framleiða meiri raforku á Vestfjörðum. Í því skyni erum við, í gegnum félag sem við eigum hlut í, Vesturverk á Ísafirði, að skoða virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, sem er mjög umdeilt mál að sumra mati. Það þarf að styrkja flutningskerfið á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt raforkuöryggi og ástand á Vestfjörðum. Það hamlar í dag at- vinnuuppbyggingu á öllum Vestfjörðum alveg gríðarlega. Ein leiðin væri bara að styrkja flutn- ingskerfið til Vestfjarða og fá rafmagnið einhvers staðar annars staðar frá. Það kostar milljarða eða milljarða tugi að gera það. Ég sé ekki fyrir mér að einhver ríki eða einhver fari bara að borga það sem styrk til að laga ástandið. Það hefur ekki gerst og ég sé það ekki gerast. Þess vegna er lang skynsamlegasta leiðin að horfa á ásættan- lega og skynsamlega nýtingu auðlinda innan Vestfjarða, sem eru til staðar, framleiða rafmagn þar. Flutningur þess rafmagns mun borga þessi flutningsmannvirki, þ.e.a.s. til að flytja rafmagn eftir kerfinu þarf að borga, það kostar augljós- lega að flytja rafmagn, og þær tekjur sem skapast af flutningi rafmagnsins borga þessi mannvirki á ásættanlegum tíma. Þess vegna væri mjög eðlilegt fyrsta skref að virkja Hvalá í Ófeigs- firði, leggja háspennustreng, ekki loftlínu, yfir Ófeigsfjarðarheiði, þá vestur í Ísafjarðardjúp og þaðan tengja síðan suður á Barðaströnd eða til Kollafjarðar, þá er komin tenging við línuna til Vestfjarðar, Mjólkárlínu. Síðan vinna að því að tengja úr Djúpinu út til Ísafjarðar, til þess að Vestfirðingar nái langþráðri hringtengingu flutningskerfisins, sem er brýn vöntun á. Eina leiðin til að þetta sé efnahaglega sjálfbært er að virkja innan svæðisins til þess að skapa tekjur til þess að borga þessi mannvirki. Sætta sig ekki við leikreglur Er erfið umræða um þetta mál? Mér þykir þessi umræða ekki erfið en mér finnst hún vera svolítið komin út í skurð ef ég má bara tala hreina íslensku. Öll mannanna verk hafa áhrif á umhverfið, alveg sama hvað við gerum. Við þurfum að vanda til verka og við þurfum að fylgja því sem við köllum leikreglur lýðræðisins. Við þurfum að fylgja lögum og reglum um það hvernig svona verkefni eru gerð. Mér þykir svo- lítið eins og sumir sætti sig ekki við leikregl- urnar og séu ósáttir ef verkefnin komist þar í gegn. Vatnsaflsvirkjun eins og Hvalárvirkjun hefur áhrif á umhverfið. Vatni er safnað í lón, sem eru í dag stöðuvötn, og já, þau munu stækka. En það verða ekki búin til ný vötn. Vatnsrennsli í fossum mun minnka, já, það er rétt, en það er afturkræft. Það er hægt að stýra rennsli þannig að fossar séu sýni- legir, til dæmis yfir ferða- mannatímann. Það eru almennt ekki ferðamenn í vetrarbyljum á Ófeigsfjarðarheiði, en þeir eru á sumrin. Það er reyndar ekkert mjög auðvelt að komast þangað, en virkjunarframkvæmdir þýða vegabætur. Það verður miklu betri vegur yfir í Ófeigsfjörð og það verður vegur yfir Ísafjarðar- djúp, sem að Strandarmenn bíða flestir spenntir eftir, það eiginlega vantar þá vegtengingu. En þetta hefur áhrif, en mannvirkin sjálf verða öll neðan jarðar. Pípan sem flytur vatnið niður í stöðvarhúsið er jarðgöng. Stöðvarhúsið er inni í fjallinu og svo jarðgöng frá stöðvarhúsinu og út í ós árinnar aftur. Þannig að það eina sem sést á því er, eigum við að segja, dyr á fjallinu, þar sem hægt er að komast inn í stöðvarhús. Vötnin munu stækka, já, en þetta verða falleg fjallavötn. Ég sé fyrir mér í framtíðinni að það muni stór- aukast ferðamannastraumur um þetta svæði. Það er þekkt á Íslandi á mörgum stöðum að vinnu- búðir virkjanaframkvæmda enda sem hótel, á mörgum stöðum á landinu, og ég sé fyrir mér þjónustu við ferðamenn upp á Ófeigsfjarðar- heiði, þar sem menn geta þá keyrt þangað upp eftir, skoðað náttúruna, gengið á Drangajökul eða yfir til Hornstranda eða hvert sem þeir vilja og aftur til baka, fengið gistingu, mat, þjónustu. Ég sé þess vegna fyrir mér bátasiglingar á þessum vötnum. Þetta skapar gríðarleg tækifæri. Við reynum að draga lærdóm af því sem gerst hefur hérna á Reykjanesskaganum, í auðlinda- garðinum, þar sem það var algjörlega ófyrirséð hvað myndi gerast. HS Orka rekur hér tvær virkjanir. Hjá okkur starfa rúmlega 60 manns. Það starfa þúsund manns í fyrirtækjunum í Auð- lindagarðinum. Sérðu fyrir þér auðlindagarð á Vestfjörðum? Já, öðruvísi en á Reykjanesi. En skynsamlega, heilstæða nýtingu á auðlindunum sem skapar tækifæri. Ferðaþjónustuvinkillinn, í tengslum við orkuvinnslu, er þekktur víða á landinu og hvergi meira en akkúrat í Svartsengi. Þar er Nort- hern Light Inn hótelið hérna við hliðina á okkur (höfuðstöðvum HS Orku í Svartsengi) og Bláa Lónið, beint afsprengi orkuvinnslunnar. Svæðin verða aðgengilegri. Tökum Hengilsvæðið, þar sem Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun eru. Þar er stóraukið aðgengi og umferð ferðamanna um svæðið eftir að virkjanirnar komu, af því að aðstaðan er miklu betri. Þetta sé ég fyrir mér geta gerst í Krýsuvík, í Eldvörpum, og vel að merkja í Eldvörpum, af því ég nefni þau, því þau eru eitt af þeim verkefnum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar. Það var að koma fram gagnrýni frá samgöngu- ráðherra um áhyggjur af nýtingu þessara svæða. Já, hann nefndi reyndar stefnuborun og tilfelli málsins er það að það mun enginn, hvorki við né aðrir, snerta gígaröðina í Eldvörpum. Nýting auðlindarinnar undir Eldvörpum yrði nýtt með stefnuborun. Það mun enginn snerta gígaröðina. Við viljum það ekki, við vinnum þetta í þéttu samstarfi við Grindavíkurbæ. Það ætlar eng- inn að snerta hana. Þessari stefniborun og tæki verður beitt og til þess að nýta hana. Það er alveg ljóst. Það verður ekkert orkuver reist við gígana. Þannig þú sérð möguleika á þessum stöðum. Já, já, ég sé það. Ef við nýtum ekki þessi tækifæri og förum skynsamlega í gegnum umræðuna þá verður orkuskortur í landinu og verð mun hækka. Það þýðir ekkert að segja bara: „Það má ekki gera þetta og það má ekki gera þetta,“ án þess að segja hvað á að gera. Við notum öll raf- magn, við notum öll gagnaver, við notum öll ál, við notum öll kísil, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum þetta. Svo má líka deila um hvort sé betra að framleiða ál eða kísil á Íslandi eða einhvers staðar annars þar sem jarðefnaelds- neyti er jafnvel breytt til þess að framleiða þessar vörur, eða framleiða þær hér eða annars staðar þar sem það er gert með hreinni orku. Það komu áhugaverðar tölur, sem ég sá nýlega, um það að mengun frá Kína berst á tiltölulega fáum klukku- tímum yfir til Íslands með háloftavindum. Við búum í heimsþorpinu, við verðum að hugsa þannig ef við ætlum að ná einhverjum skynsam- legum árangri. Við megum ekki setja blöðkur á augun og horfa of þröngt. En við eigum að passa okkur vel, hvað við gerum og hvað við ákveðum að gera ekki. Allt sem við gerum hefur einhver áhrif, við þurfum að vega þau og meta. Er vatnið í fossunum á Vestfjörðum mikilvægara en fólkið sem býr á Vestfjörðum? Ég spyr. Sem getur ekki skapað atvinnutækifæri. Er kjarrið í Teigsskógi mikilvægara en fólkið sem er að reyna að búa á Vestfjörðum og fær ekki almennilega vegi? Við verðum að taka þessa umræðu af einhverju viti. Þá hefur því verið blandað í umræðuna að Hvalárvirkjun sé virkjun fyrir stóriðju. Það er al- gjörlega af og frá. Til þess er virkjunin einfaldlega ekki nógu stór. Í þessari spá um raforkuaukningu á næstu árum þá þyrfti landið eina svona Hvalár- virkjun á svona þriggja ára fresti til þess að mæta þörfinni. Ef Hvalárvirkjun verður að veruleika, sem ég trúi að verði, þá mun drjúgur hluti raf- magnsins fara strax til notkunar á Vestfjörðum og eftir tiltölulega skamman tíma, kannski tíu ár, kannski lengra, tuttugu ár, þá mun allt rafmagnið frá henni vera notað á Vestfjörðum. Ég hef aldrei skilið umræðuna um að það sé vont að flytja raforku út af einum landshluta. Ég hef nefnilega aldrei heyrt neinn andmæla því að það sé flutt inn til einhvers annars landshluta. Ég skil ekki þessa umræðu. Finnst þér umræðan hafa verið svolítið einsleit í þessu hjá umhverfissinnum? Það hefur verið sagt í umræðunni um Hvalár- virkjun að það hafi verið gerðar svo og svo miklar breytingar á verkinu eftir aðkomu okkar, að verkin séu orðin miklu stærri og slíkt. Nei, hún hefur ekki stækkað eftir aðkomu okkar, en já, við höfum breytt henni til þess að minnka umhverfisáhrifin. Ég virði sjónarmiðin um nátt- úruvernd og ég er náttúruverndarmaður sjálfur. Við kappkostum að vanda okkur alla leið. Djúpborun á Reykjanesi gæti leitt til nýrra tíma „Erum ennþá að læra á auðlindina á Reykjanesi. Ekki endalaus orka en endurnýtanleg. Gagnlegt fyrir landið að framleiða meiri raforku á Vestfjörðum,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku „Það mun enginn snerta gígaröðina í Eldvörpum. Auðlindin þar verður nýtt með stefnuborun“ „Ég sé fyrir mér í framtíðinni að það muni stóraukast ferðamannastraum- ur um þetta svæði. Það er þekkt á Íslandi á mörgum stöðum að vinnubúðir virkjanaframkvæmda enda sem hótel, á mörgum stöðum á landinu,“ í jarðhitanýtingu á heimsvísu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.