Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 24
 ■ Það er formlega komið haust, mörgum finnst sum- arið kveðja allt of snemma en persónulega tek ég vetrinum fagnandi. Rútínan er komin í fullan gang og þá er körfubolt- inn að hefjast sem í mínu til- felli er mikið fagnaðarerindi, enda er ég Liverpool-maður og ekki yfir mörgu að gleðjast þar þessa dagana. Áður en ég renni yfir körfuna þá vil ég senda knattspyrnuliðum bæjarins innilegar hamingju- óskir en bæði Keflavík og Njarðvík fóru upp um deildir í sumar. Keflavík mun aftur spila í efstu deild og festa sig þar vonandi í sessi og Njarðvík sigraði 2. deildina og spreyta sig í Inkasso-deildinni næsta sumar. Reykjanesbær er mikill íþróttabær og á veturna þá á körfuboltinn sviðið. Flaggskip bæjarfélagsins um þessar mundir er hið unga og frábæra kvennalið Keflavíkur og er óhætt að segja að þær hafi slegið í gegn síðasta vetur. Ég hef fulla trú á að þær verji titla sína núna í vetur, þetta lið er einfaldlega það gott. Njarðvík- urstúlkur eru svo annað ungt og efnilegt lið en þeim er spáð falli af flestum „sérfræðingunum“ en ég er ekki í nokkrum vafa um að þær komi til með að blása hressilega á þær spár. Það kemur a.m.k. ekkert lið til með að bóka sigur í Ljónagryfjunni í vetur. Karlarnir hefja einnig leik núna í vikunni og það verður gaman að sjá hvernig okkar liðum gengur. Hér á árum áður var þetta oft spurningin bara hvort liðið yrði Íslandsmeistari en síðustu 37 tímabil (Frá 1981) hafa Njarðvík (13) og Kefla- vík (9) orðið Íslandsmeistarar 22 sinnum karlamegin sem er ótrúlegur árangur! En sá stóri hefur reyndar ekki komið hér í bæ síðan árið 2009 og finnst mörgum um allt of langt liðið síðan það gerðist. Njarðvíkur- liðinu er spáð ofar í vetur en hvorugu liðinu er spáð alvöru titlabaráttu. Það má hinsvegar aldrei afskrifa þessi tvö lið og ljóst að ef allt gengur upp þá eru möguleikar fyrir hendi. Kefl- víkingar voru ekki langt frá því að skáka KR í fyrra og Njarðvík 2 árin þar á undan svo hver veit, kannski verður þetta ár Reykja- nesbæjarliðanna? Ég vil hvetja bæjarbúa til þess að fjölmenna á leiki liðanna í vetur, það er svo mikilvægt að sína liðunum stuðning, bæði þegar vel og illa gengur. Deildirnar eru reknar af frábæru fólki báðum megin sem í sjálfboðavinnu berjast fyrir því dag og nótt að halda úti þessum glæsilegu liðum sem eru svo flott auglýsing fyrir bæjarfélagið okkar. Það eru breyttir tímar, hér á árum áður þá var í raun fátt annað í boði á veturnar en að skella sér á körfuboltaleik en nú er mikil afþreying í boði. Reynum að skipuleggja okkur, muna að það sem er í sjónavarpinu er hægt að horfa á tímaflakkinu og fjöl- menna á Sunnubrautina og í Ljónagryfjuna í vetur. Frábær skemmtun í boði og félögin bjóða einnig uppá frábærar veitingar, pullurnar í Ljóna- gryfjunni eru lostæti og þá eru Keflvíkingarnir öflugir þegar þeir kynda í grillinu á Sunnu- brautinni. Áfram Njarðvík….& Keflavík Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Verður þá reyktur Lundi á matseðl- inum hjá Skólamat? Mundi LOKAORÐ Örvars Kristjánssonar Allir á völlinn! Axel Jónsson fékk Lundann ■ Axel Jónsson veitingamaður, stofnandi og eigandi Skólamatar hlaut Lundann 2017 en það er viðurkenning sem Kiwanisklúbburinn Keilir í Reykjanesbæ veitir á hverju ári og hefur gert frá árinu 2002. Verðlaunagripur- inn er uppstoppaður lundi sem er afhentur þeim einstaklingi sem þykir hafa látið gott að sér leiða eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa eða bæjar- félagsins. Kiwanisfélagar efna á hverju hausti til Lundafagnaðar í KK-salnum í Reykjanesbæ þegar viðurkenningin er veitt og var nú sl. föstudagskvöld. Axel hefur verið viðloðandi veitingamennsku frá árinu 1978 en þá stofnaði hann Veisluþjónustuna en f i m m á r u m síðar opnaði hann fyrsta vínveitingastaðinn á Suðurnesjum, Glóðina, en hún var mjög vinsæl lengi. Núna rekur Axel og fjölskylda hans Skólamat, fram- sækið fyrirtæki sem framleiðir skólamat fyrir grunn- og leikskóla. Lundinn var fyrst afhentur árið 2002 og þá hlutu hann þeir Vilhjálmur Þorleifsson og Óskar Ívarsson, starfsmenn áhaldahúss Reykja- nesbæjar, en þeir höfðu unnið í áratugi við að fegra bæinn. Keilismaðurinn Ingólfur Ingibergsson afhenti Axel Lundann 2017. á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00 RAFBÍLAVÆÐINGIN OG HS ORKA Þú getur hor á þáinn í sjónvarpi Víkurfréa á vf.is Suðurnesjamagasín er vikulegur fré atengdur magasínþá ur frá Suðurnesjum framleiddur af starfsfólki Víkurfré a. Ábendingar um áhugavert efni í þá inn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga. Kynslóð heiðruð í Keflavík fótboltakappar í þæ i viku ar! Keflavíkurflugvöur og flugnám hjá Keili og Icelandair

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.