Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 15
15fimmtudagur 5. október 2017 VÍKURFRÉTTIR HS Orka leitar að öflugum liðsmönnum til starfa Vélvirki / Járniðnaðarmaður / Blikksmiður Rafvirki Meginverkefni er nýsmíði ásamt viðgerðum á stálpípukerfi og öðrum framleiðslu- og gufuveitubúnaði orkuvera. Umsjón með háspennu- og lágspennubúnaði ásamt jafnstraumbúnaði (DC) sem er umfangsmikill í rekstri orkuvers. Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir (ple@hsorka.is), mannauðsstjóri. Sótt er um starfið á heimasíðu fyrirtækisins. Umsóknarfrestur er til og með fimmtudags 12. október 2017. HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið í Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í framleiðslu endurnýjanlegrar orku í 40 ár og ætlar sér enn stærri hluti í orkuframleiðslu á umhverfisvænan hátt samfélaginu til hagsbóta. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 60 manna öflugur hópur með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Helstu verkefni • Nýsmíði og viðhald. • Vinna við pípulagnir fyrir gufu, heitt og kalt vatn. • Almennt viðhald á loftræstikerfum. • Ber ábyrgð á að gögn er varðar verksviðið séu uppfærð. • Önnur verkefni sem falla til í rekstri. Helstu verkefni • Sinnir reglubundnu viðhaldi og bilanagreiningu á búnaði. • Ber ábyrgð á að viðhaldssaga og bilanaskráning sé skráð í viðhaldskerfi. • Ber ábyrgð á að teikningar og gögn er varðar verksviðið séu uppfærðar. • Úrvinnsla verkefna úr lögskipaðri rafskoðun. • Önnur verkefni sem falla til í rekstri. hsorka.is ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is Íslenskir aðalverktakar óska eftir dugmiklu starfsfólki í eftirfarandi störf: • Rafvirkjar • Píparar • Trésmiðir • Verkamenn Um er að ræða skemmtileg og fjölbreytt störf í þjónustu, viðhalds- og nýframkvæmdum á Suðurnesjum. Upplýsingar veitir Einar Ragnarsson í síma 414 4313 eða einar.ragnarsson@iav.is. Umsókn skal skila inná vef ÍAV, www.iav.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. ÍAV hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um. Við breytum vilja í verk Starfsmenn óskast ATVINNA TÆKNIVÍK EHF ÓSKAR EFTIR RAFVIRKJA OG EÐA RAFVIRKJANEMA Í VINNU. VIÐ LEITUM EINNIG AÐ BÓKARA EÐA STARFSMANNI Á SKRIFSTOFU. Fyrirtækið er leiðandi í stýringum og forritun fyrir fiskeldi. Starfið felst í uppsetningu á töflum, stýringum og allri almennri raflagnavinnu.   Upplýsingar í síma 895 3556 eða á netfangið gulli@eldi.is Tæknivík Alþjóðleg æfing fyrir sprengjusérfræð- inga á Keflavíkurflugvelli ■ Æfingin Northern Challenge 2017 hófst í vikunni á Suðurnesjum. Um er að ræða árlega alþjóðlega æfingu fyrir sprengjusérfræðinga og er hún sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Æfingin er í umsjón séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, sem einnig annast skipu- lagningu hennar og stjórnun. Fjölmargir aðrir starfsmenn Landhelgis- gæslunnar koma að æfingunni auk þess sem varðskip, þyrla, sjómælinga- bátur og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar taka þátt. Atlantshafsbanda- lagið styrkir verkefnið. Northern Challenge-æfingin er haldin á starfssvæði Landhelgis- gæslunnar á öryggissvæðinu á Kefla- víkurflugvelli, gamla varnarliðsvæð- inu og hafnarsvæðum í nágrenninu. Þetta er í sextánda skipti sem Nort- hern Challenge er haldin og stendur æfingin yfir í hálfan mánuð, dagana 1.-12. október. Að þessu sinni taka þátt 33 lið frá 15 ríkjum og heildar- fjöldi þátttakenda er um 300. Þá fylgist fjöldi erlendra gesta með æf- ingunni. Tilgangur Northern Challenge er að æfa viðbrögð við hryðjuverka- tilfellum þar sem heimatilbúnar sprengjur koma við sögu. Samskonar búnaður og fundist hefur víðsvegar um heiminn síðastliðin ár er útbú- inn og aðstæður í kring hafðar eins raunverulegar og hægt er. Einnig er rannsóknarþátturinn tekinn fyrir þar sem vettvangur er rannsakaður og farið er yfir sönnunargögn. Á æfing- unni er notast við sérútbúna rann- sóknarstofu sem sett er upp þessum tilgangi. Þá er jafnframt virkjuð sérhæfð stjórnstöð þar sem öll upp- setning og verkfyrirkomulag er sam- kvæmt alþjóðlegum NATO-ferlum. Blái herinn fær pallbifreið frá Toyota - Umhverfissamtökin Blái Herinn og Toyota skrifuðu undir nýjan samstarfssamning á dögunum ■ Umhverfissamtökin Blái Herinn og Toyota á Íslandi skrifuðu undir nýjan samstarfssamning á dög- unum, en Toyota umboðið hefur verið aðal styrktaraðili samtakanna síðan árið 2006. Umboðið færði Bláa hernum nýja Toyota Hilux pallbif- reið til afnota fyrir starfsemina. Blái herinn er frjáls félagasamtök sem m.a. hafa ferðast um landið og hreinsað rusl í umhverfinu, staðið fyrir fræðsluerindum og hvatt til hreinsunarverkefna, en verkefni sam- takanna eru unnin í sjálfboðavinnu. „Við stöndum í þakkarskuld við To- yota fyrir frábært samstarf og munum beita okkur af öllum mætti til að efla starfsemina og hafa áfram hvetjandi áhrif á aðra til framdráttar fyrir nátt- úru landins,“ segir Tómas Knútsson, stofnandi og formaður Bláa hersins. Blái herinn hefur hreinsað yfir 1.350 tonn af rusli úr umhverfinu okkar, yfir 3.000 manns hafa aðstoðað í þeim 150 verkefnum og vinnustundirnar eru yfir 55 þúsund. Daníel Hansson, sölu- ráðgjafi hjá Toyota á Íslandi, afhendir Tómasi J. Knútssyni, formanni Bláa hers- ins, nýja Toyota Hilux pallbifreið til afnota fyrir starfsemina.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.