Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 18
18 fimmtudagur 5. október 2017VÍKURFRÉTTIR Það besta sem þú getur gert fyrir heilsuna gæti komið þér á óvart Á þeim námskeiðum o g f y r i r l e s t r u m sem ég hef haldið kemur oft upp sú spurning hjá þátt- takendum hvað sé mikilvægast til þess að efla heilsuna. Það er eðlilegt að þessi spurning komi upp enda hefur flestum verið sagt að leita ráða áður en farið er út í stórvægilegar breytingar á heilsu- farslegri hegðun, s.s. mataræði eða hreyfingu. Því vill fólk fá að vita hvað sé skynsamlegast að leggja mesta áherslu á, eða eftir at- vikum, hvað sé best að tækla fyrst. Þeir sem mig þekkja, vita að ég hef töluverða persónulega reynslu af því að glíma við offitu og get því miðlað þar af reynslu minni, en offita er flókinn sjúkdómur sem er afar kostnaðarsamur fyrir samfélagið og veldur miklum heilsufarslegum skaða til lengri tíma. Að halda sér í kjörþyngd er því vissulega mikil- vægt en þó er það ekki sá þáttur sem ég vil meina að skipti mestu máli. Regluleg hreyfing er ekki bara góð fyrir líkamlega heilsu heldur hefur mikil og góð áhrif á andlega líðan. Ég hef hvatt alla á mínum fyrir- lestrum og námskeiðum til þess að hreyfa sig reglulega og um langt skeið tiltók ég hreyfingu sem það aðalatriði sem mestu máli skipti fyrir góða heilsu. Í dag hefur áhersla mín þó breyst. Holl og fjölbreytt næring tryggir góða meltingu, veitir okkur orku til þess að takast á við daginn, heldur líkamsstarfseminni í jafnvægi og hefur einnig áhrif á and- lega líðan okkar. Því legg ég áherslu á það í mínum fyrirlestrum að fólk sé meðvitað um hvað það lætur ofan í sig, hvernig vörur eru framleiddar og hvað sé raunverulegt innihald þeirra. Þrátt fyrir mikilvægi góðrar næringar er það þó ekki sá þáttur sem mér finnst skipta mestu máli til þess að tryggja góða heilsu, þó svo það sé augljóst flestum að góð næring sé afar mikilvæg. En hvað er það þá sem ég legg mest upp úr? Nú gætu ein- hverjir lesendur haldið að það sé svefninn. Ég hef vissulega skrifað töluvert um mikilvægi svefns, enda sýna rannsóknir að óreglulegur svefn hefur mjög skaðleg áhrif á heilsu okkar. Allir eiga að fá átta tíma svefn hið minnsta og setja sér markmið um að bæta svefnvenjur til þess að tryggja nauðsynlega hvíld. Ekki er það þó svefninn sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Sá þáttur sem mér finnst skipta lang mestu máli fyrir heilsu okkar í dag eru einlæg, kærleiksrík og gefandi samskipti. Það að eiga góð samskipti við fjölskyldu, vini, vinnufélaga og samferðarmenn skiptir sköpum. Rannsóknir sýna að samfélagsleg einangrun og einmannaleiki hefur jafnvel verri áhrif á heilsu fólks en reykingar, óhollt mataræði og hreyf- ingarleysi. Maðurinn er félagsvera. Við byggjum samfélagsleg tengsl okkar á samvinnu og samhjálp. Góð samskipti tryggja þar góðan árangur. Öll þörfnumst við hvors annars. Öll tökumst við á við erfiðleika í lífinu og þá er fátt betra en þegar ein- hver réttir manni hjálparhönd. Því þurfum við að læra að setja okkur í spor hvors annars, leitast við að skilja mismunandi sjónarhorn og tryggja góð samskipti, heilsunnar vegna og okkar allra. Jóhann Friðrik Friðriksson Ástandið skrýtið en tekur einn dag í einu -Jóna Júlíusdóttir er búsett í Barcelona þar sem mikil átök hafa átt sér stað síðustu daga ■ „Ég heyri það á fólki heima að það er aðallega hrætt um mann eftir að hafa séð fréttamyndir. Yfir- leitt hafa sömu fjögur myndbrotin verið endursýnd aftur og aftur en svo skiptir það auðvitað miklu máli hvort þú ert að lesa katalónsk blöð eða spænsk blöð,“ segir Jóna Júlíus- dóttir, en hún býr í Barcelona rétt við Römbluna þar sem ástandið hefur verið frekar brothætt undanfarna daga vegna kosninga Katalóníu- búa um sjálfstæði. Jóna var einnig staðsett í Barcelona í sumar þegar hryðjuverkaárásin átti sér stað. Óeirðarlögreglan kölluð til „Á laugardeginum fyrir kosningar var allt með kyrrum kjörum, fólk vissi í raun ekki við hverju það átti að búast eða hvað myndi gerast. Fólk var samt sem áður reitt vegna þess að einni og hálfri viku fyrir þá mætti „Guardia civil“ sem er óeirða- og herlögregla en því það var ekki treyst að lögreglan myndi mæta á svæðið. Mér skilst að katalónska lögreglan hafi neitað að taka þátt í aðgerðum og því var kallað á óeirðalögregluna til þess að hjálpa til.“ Áttu ekki að vekja athygli en gerðu það samt sem áður „Óeirðarlögreglan mætti eins og frægt var orðið á „Looney Tunes“ snekkju til að vekja ekki athygli á sér, frekar stórt skip sem fór ekki framhjá neinum. Þeir réðust inn í Ráðhús Barcelona og þinghús Katalónínu, þar handtók lögreglan menn og það var þá sem fólk varð reitt. Sem betur fer var „La Merce„ strax um helgina sem er eitt stærsta götupartý Spánar, þar sem fólk skemmti sér konunglega og vildi ekki skemma þá hátíð með mótmælum.“ Allt með kyrrum kjörum viku fyrir kosningar „Vikan fyrir kosningar var nokkuð friðsamleg. Fólk var vissulega reitt yfir þessum handtökum, óháð því hvort það vildi sjálfstæði eða ekki. Daginn fyrir kosningar var í raun ekki hægt að merkja að stór dagur væri framundan, því enginn vissi hvað myndi gerast. Kosningadagurinn sjálfur byrjaði með handtökum í stjórn- stöð þeirra og óeirðalög- reglan mætti á örfáa kjör- staði þar sem hún reyndi að ná kjör- kössum. Það kom til átaka á einum eða tveimur þeirra og átökin stóðu yfir í um klukkutíma. Á langflestum stöðum fór allt friðsamlega fram, ég fór sjálf fram hjá tveimur kjörstöðum og þar var hópur fólks að standa vörð um hann og hjálpuðu þeim sem áttu erfitt með aðgengi til að kjósa. Allt var gert til að fólk gæti ekki kosið en fólk tók til sinna ráða.“ Klippt á sjónvarpskapla „Á Katalóníutorgi var búið að setja upp risaskjá og fólk horfði á, bæði þeir sem voru með og þeir sem voru á móti. Síðan kemur allt í einu mót- mælahópur sem klippir á útsend- inguna, klippir sjónvarpskaplana í sundur. Tveimur tímum síðar var útsendingin ekki enn komin í gang og ég held það hafi ekkert verið gert til þess að koma henni í loftið aftur, það hefði eflaust verið klippt aftur á kaplana ef svo hefði verið. Um kvöldið var stór útifundur haldinn á Kata- lóníutorgi þar sem sagt var frá því að 90% hefðu kosið „já“ og að lýst yrði yfir sjálfstæði innan tveggja sólar- hringa. Á mánudeginum, degi eftir kosningarnar, var fólk enn mjög reitt yfir framkomu stjórnvalda en það var samt ekki hægt að sjá nein merki um ólgu í fólki, andrúmsloftið var eins og fyrir kosningar. Fólk var bara að bíða og sjá hvað myndi gerast.“ Allt lokað í mótmælaskyni „Tveimur dögum eftir kosningarnar voru allar búðir og opinberir staðir lokaðir, bæjarskrifstofur, heilsugæslur og annað slíkt. Flestar búðir voru líka lokaðar og þeir sem voru með opið voru með alla hlera niðri nema við innganginn. Borgin var hreinlega lokuð. Það var enn mikið um mót- mælagöngur en ég gat samt ekki séð annað en að allt hafi farið friðsamlega fram. Ég varð ekki vör við neitt ofbeldi í mótmælagöngunum, né orð- ið vitni af lögregluofbeldi hina dagana, hvort sem það var við Katalóníutorg eða kjörstaði. Í mið- borginni fór allt friðsamlega fram.“ Fjölskylda og vinir með áhyggjur „Ég heyri það alveg á fólki heima að það er aðallega hrætt um mann eftir að hafa séð fréttamyndir. Yfirleitt hafa sömu fjögur myndbrotin verið endur- sýnd aftur og aftur en svo skiptir það auðvitað miklu máli hvort þú ert að lesa katalónsk blöð eða spænsk blöð. Það er eins og tveir ólíkir hlutir séu að gerast miðað við fréttir frá spænskum eða katalónskum blöðum. Það er mikil reiði í fólki, sérstaklega vegna þess hvernig lögreglan kom fram, það skiptir engu máli hvort fólk sé að- skilnaðarsinnar eða vilji vera áfram partur af Spáni, þessi reiði er sam- eiginleg.“ Tek einn dag í einu „Ástandið er skrýtið og maður tekur einn dag í einu og ég veit í raun ekkert hvað mun gerast. Ég gantaðist einmitt við meðleigjandann minn sem er í París og kemur heim í vikunni að vera viðbúin undir að þurfa vegabréfsá- ritun til að komast heim, þó þetta sé kannski ekki eitthvað til að grínast með. Ástandið getur orðið grafalvar- legt og maður bara að taka einn dag í einu því maður veit í raun ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér hér.“ Myndir: Jóna Júlíusdóttir Mótmælendur á Katalóníutorgi í Barcelona. Margt fólk safnaðist saman til að mótmæla. Margar búðir voru lokaðar í Barcelona í mótmælaskyni. Kraftur þakkar fyrir sig ■ Perlað var með Krafti, stuðnings- félagi ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra, þann 30. september síðastliðinn. Perlað var í Reykjanesbæ og var góð mæting á viðburðinn og margir mættu, perluðu armbönd og létu gott af sér leiða. Nettó, Kaffitár og Krabbameinsfélag Suðurnesja lögðu viðburðinum lið, hvert á sinn hátt. Veitingar voru í boði Nettó og Kaffitárs og Krabba- meinsfélag Suðurnesja útvegaði sal fyrir viðburðinn. Kraftur vill þakka Nettó, Kaffitári og Krabbameinsfélagi Suðurnesja kærlega fyrir og einnig öllum þeim sjálfboða- liðum sem mættu og perluðu af krafti, án þeirra hefði þetta ekki tekist svona vel. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum skemmtilega degi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.