Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 23
Íþróttir á Suðurnesjum fimmtudagur 5. október 2017 - Andri Rúnar markakóngur ársins ■ Grindavík mætti Fjölni á heima- velli síðastliðinn laugardag og end- aði leikurinn með 2-1 sigri Grinda- víkur. Töluverð pressa var á Andra Rúnari markakóngi sumarsins að jafna eða bæta markametið í efstu deild en hann brenndi af víti á 21. mínútu. Milos Zeravica bætti hins vegar úr því og fylgdi skoti Andra Rúnars eftir og kom Grindavík yfir 1-0. Fjölnismenn jöfnuðu síðan metin á 54. mínútu en Andri Rúnar hélt spennunni gangandi út leikinn og nítjánda markið hans kom á 88. mínútu þegar hann kom Grindavík í 2-1. Þar með varð Andri Rúnar markakóngur sumarsins ásamt því að bæta markametið í efstu deild. Andri Rúnar var valinn leikmaður ársins hjá KSÍ en það eru leikmenn sem kjósa um hver er bestur í deild- inni. Andri var einnig markakóngur deildarinnar. Grindavík endaði í 5. sæti Pepsi- deildar karla í sumar og komu ansi mörgum á óvart með frammistöðu sinni en þeim var spáð falli. Grindavík með sigur í lokaleik Góður árangur ÍRB á Bikarkeppni SSÍ 2017 Sundfólk stóð sig vel þrátt fyrir að tímabilið sé nýhafið ■ Bikarkeppni SSÍ fór fram í Vatna- veröld um helgina. Góður árangur náðist í mörgum greinum hjá Sund- deild ÍRB þrátt fyrir að tímabilið sé nýhafið. Margir bættu tímana sína, eða í alls 28 sundum, sem gefur góð fyrirheit um framhaldið. Í 1. deildinni endaði kvennalið ÍRB í öðru sæti í eftir hörkukeppni við lið SH og karlaliðið hafnaði í þriðja sæti. ÍRB sendi einnig kvennalið í 2. deildina sem gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp deildinni annað árið í röð. Mikil breidd er í kvennaliðunum sunddeildarinnar en meðalaldurinn er ekki hár. Því er ljóst að kvenna- deildirnar hjá sunddeildinni verða öflugar á komandi árum. Karlaliðið er með nokkur skörð en þar er sama staðan, meðalaldurinn ekki hár en framtíðin björt. Már Gunnarsson keppti með karla- liðinu og gerði sér lítið fyrir og setti fjögur met á mótinu í flokki s13. Því miður voru eingöngu tvö af þeim gild þar sem laugin var ekki í lögleg þar sem færanlega brúin hafði skekkst um einn millimeter. Því var síðan kippt í liðinn og Már sló í framhaldinu tvö önnur met. Hann er í góðu formi en hafði sett stefnuna á HM, sem var síðan frestað vegna jarðskjálfta. Sveitarfélagið Vogar auglýsir lóðir til úthlutunar fyrir íbúðabyggingar. Um er að ræða s.k. miðsvæði, fyrsta áfanga. Í þessum áfanga verður úthlutað lóðum undir fjölbýlishús (5 hús með 6 íbúðum hvert, 2 hús með 20 íbúðum hvort), parhús (5) og einbýlishús (5). Umsóknareyðublöð ásamt úthlutunar- skilmálum og gjaldskrá er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.vogar.is  Umsóknarfrestur er til 21. október 2017, og skal umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt fylgigögnum skilað til skrifstofu sveitarfélagsins, hvort heldur er með rafrænum hætti (tölvupóstur, umsókn á heimasíðu) eða með því að póstsenda gögnin á Sveitarfélagið Voga, Iðndal 2, 190 Vogar. Séu fleiri en ein umsókn um hverja lóð verður dregið úr gildum umsóknum. Skila skal greiðslumati með umsókn. Lágmarksupphæð er sem hér segir: Einbýlishús: kr. 40.280.000,- pr. lóð. Parhús: kr. 40.280.000,- pr. lóð. Fjölbýlishús I og II: kr. 134.400.000,- Vogar eru staðsettir nokkurn veginn mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Í sveitarfélaginu búa nú um 1.230 íbúar. Megin áherslur atvinnulífsins eru á vettvangi matvælafram- leiðslu. Í Vogum er starfræktur heildstæður grunnskóli (1. – 10. bekkur), ásamt leikskóla. Sundlaug, íþróttahús og íþróttamannvirki eru einnig til staðar. Öflugt íþróttastarf er á vegum Ungmenna- félagsins Þróttar, sveitarfélagið starfrækir einnig félagsstarf fyrir unglinga og eldri borgara. Vogum, 29. september 2017, Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri Úthlutun byggingalóða í Sveitarfélaginu Vogum - Grindvíkingar gera upp knattspyrnusumarið ■ Lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram um síðast- liðna helgi og var sumarið gert upp með viðurkenningum og verð- launum. Andri Rúnar Bjarnason var valinn besti leikmaður karla ásamt því að vera sá markahæsti. Í öðru sæti í val- inu um besta leikmanninn var Krist- ijan Jajalo og í þriðja sæti var Sam Hewson, en hann var einnig valinn mikilvægasti leikmaðurinn. Linda Eshun var valin besti leik- maður kvenna, í öðru sæti var Ril- ani Aguiar Da Silva og í því þriðja Viviane Domingues. Ísabel Jasmín Almarsdóttir var efnilegust og var Sara Hrund Helgadóttir mikilvægasti leikmaðurinn. Markahæstu leikmenn Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna í sumar voru þær Rilani Aguiar Da Silva og Carolina Mendes. Sara Hrund Helgadóttir var einnig heiðruð um kvöldið fyrir sitt framlag fyrir félagið en hún þurfti að leggja takkaskóna á hilluna fyrr í sumar vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum flokki karla var besti leik- maðurinn Sigurður Bjartur Hallsson en hann var einnig sá markahæsti. Liðstjórar Grinda- víkur, þeir Arnar Már Ólafsson og Guðmundur Ingi G u ð m u n d s s o n , fengu viðurkenn- ingu fyrir ómetan- legt starf fyrir félagið. Myndir: Benóný Þórhallsson. Mappa inn á sameign, lokahóf UMFG- Myndir: Benóný Þórhallsson. Andri Rúnar og Linda best Andri Rúnar með verðlaunin sem besti leikmaður og markahæstur/ Mynd Benóný Þórhallsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.