Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 22
Bjarni og Ægir keppa í bardagaíþróttum í Skotlandi Íþróttir á Suðurnesjum fimmtudagur 5. október 2017 Bræður í liði ársins Fotbolti.net gerði sumarið upp ■ Leikmenn Keflavíkur voru sigursælir þegar fotbolti. net gerði upp sum- arið. Markmaðurinn S i n d r i K r i s t i n n Ó l a f s s o n , M a r c McAusland, Ísak Óli Ólafsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Jeppe Hansen eru allir í liði ársins í 1. deildinni hjá fot- bolti.net. Kef lavík komst upp í Pepsi-deild- ina nú í sumar og kemur þessi árangur því lítið á óvart. Efnilegasti leikmaður- inn að mati fotbolti. net var Ísak Óli Ó l a f s s o n o g markahæstur var Jeppe Hansen en hann skoraði fimmtán mörk með Kef lvík- ingum í sumar. B r æ ð u r n i r S i n d r i Kristinn Ólafsson og Ísak Óli Ólafsson eru báðir í liði ársins, en þess má einnig geta að Sindri er tvítugur og Ísak er aðeins sautján ára gamall.Freyju Sigurðardóttur þarf vart að kynna fyrir Suðurnesjabúum en hún hefur verið á kafi í íþróttum og líkamsrækt frá unga aldri. Freyja hefur meðal annars keppt í Fitness með góðum árangri og heldur einnig úti námskeiðum fyrir konur á öllum aldri sem heita „Þitt Form“. Námskeiðin hennar njóta mikilla vinsælda og slegist er um að komast að hjá henni þegar ný námskeið eru auglýst. Við hittum Freyju í Sporthúsinu í tilefni af Heilsu- og for- varnarvikunni og töluðum við hana um líkamsrækt og fleira. Númer hvað er þetta námskeið í „Þitt Form“? „Þetta er námskeið númer 34. Við tökum alltaf hlé um jólin og á sumrin. Þannig að þetta er búið að ganga ótrú- lega vel.“ Hvernig hefur þátttakan verið í gegnum árin? „Hún hefur verið ótrúlega góð. Það hefur verið fullt á öll námskeið frá því ég byrjaði og námskeiðin eru fyrir konur. Það eru 45 þátttakendur á hverju námskeiði og þrjú námskeið í gangi í einu.“ Hvað telur þú vera lykilinn að svona góðri þátttöku á hverju námskeiði? „Lykillinn er gleði. Það er ótrúlega gaman að koma hérna inn og sjá kon- ur á öllum aldri, þær eru frá 16 ára upp í 64 ára og allar koma hingað til þess að taka á því, hafa gaman og bara njóta.“ Er erfitt að fá konur í ræktina eða til þess að hreyfa sig? „Ég hélt það væri erfiðara en konur eru duglegar að tala sín á milli og þetta er því fljótt að spyrjast út. Þessi salur sem við erum í er líka góður, hér eru engir gluggar og enginn að fylgjast með okkur. Þær sem eru feimnar fá bara að vera í sínu „prívati“ án þess að einhver sé að fylgjast með þeim.“ Hver er lykillinn að góðri heilsu að þínu mati? „Númer eitt, tvö og þrjú er hvíld, nær- ing og að hreyfa sig. Í dag er mikið um tölvur, kyrrsetuvinnu og fleira. Það skiptir miklu máli að fólk sé að vakna og hreyfa sig því gigt og fleiri sjúkdómar eru oft eitthvað sem við erum bara að búa til sjálf. Það er fljótt að spyrjast út hvað fólk er að gera, fólk sem er að vinna á sínum sjúkdómum og sigrast á þeim er að tala og segja frá sínum árangri.“ Er mataræðið mikilvægt? „Mataræðið skiptir öllu. Ef þú ert ekki að standa þig í mataræðinu þá er í rauninni ekkert að gerast líkamlega þannig séð. Hreyfingin ein út af fyrir sig er þó alltaf góð, að styrkja líkama og sál. En ef þú ætlar að grennast sérstaklega þá er mataræðið mikil- vægast.“ Þú ert núna ófrísk af barni númer fjögur. Hefur þú haldið áfram að hreyfa þig eins mikið á meðgöng- unni og áður? „Ég hef breytt hreyfingunni aðeins. Ég er ekki eins mikið að hlaupa og hoppa núna en ég hreyfi mig á hverjum einasta degi, er að þjálfa „Þitt form“ námskeið og er líka með þjálfun niðri í tækjasal. Þannig ég hef minnkað aðeins æfingarnar en held áfram að þjálfa, er komin 32 vikur núna þannig það er lítið eftir hjá mér.“ „Það skiptir miklu máli að fólk sé að vakna og hreyfa sig,“ segir einkaþjálfarinn Freyja Sigurðardóttir Andri Fannar og Rafn bestir hjá fotbolti.net 2. deildin gerð upp Hörður Fannar Björgvinsson, Styrmir Gauti Fjeldsted og Andri Fannar Freysson eru allir í liði ársins í 2. deildinni hjá fotbolta.net. Andri Fannar var valinn leikmaður ársins en hann fékk flest atkvæði allra leikmanna í liði ársins og Rafn Vilbergsson var valinn þjálfari árs- ins. Njarðvík komst upp í Inkasso-deildina í sumar og áttu góðu gengi að fagna í annarri deildinni en þeir sigruðu hana sannfærandi með ellefu stigum meira en næsta lið. ■ Keflavík vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrími 93-73 þegar liðin mættust í „Meistarar meistaranna“ síðastliðinn sunnudag. Keflavíkur- stúlkur voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í viðtali við karfan.is að hungrið væri enn til staðar og að liðið ætlaði sér alla þá titla sem í boði eru. Stigahæstar hjá Keflavík voru þær Birna Valgerður Benónýsdóttir með 18 stig, Emelía Ósk Gunnarsdóttir með 18 stig og 4 fráköst, Brittanny Dinkins með 16 stig og 6 fráköst og Thelma Dís Ágústdóttir með 12 stig, 4 fráköst. Keflavík hefur leik í Domino’s-deild kvenna miðvikudaginn 4. október næstkomandi en þá mæta þær Snæ- felli á Stykkishólmi. Keflavíkurliðið ásamt þjálfurum/mynd frá karfan.is Keflavík meistarar meistaranna Lögðu Skallagrím örugglega Njarðvíkingarnir Ægir Már Bald- vinsson og Bjarni Darri Sigfússon munu keppa á Inferno 9 bardagakvöldinu í Skot- landi sem fram fer þann 7. október næstkomandi. Ægir Már mun þar keppa í MMA en Bjarni Darri í upp- gjafarglímu. Ægir Már er 18 ára gamall og mætir Aaron Towns í bantamvigt, en þetta er í fyrsta sinn sem Sleipnir í Reykjanesbæ sendir frá sér MMA-keppendur og þar af leiðandi fyrsti MMA-bardagi Ægis. Ægir er margfaldur Íslandsmeistari í júdó og taekwondo og hefur einnig unnið til verðlauna í brasilísku jiu-jitsu. Bjarni Darri mun keppa, eins og áður segir, í uppgjafarglímu á sama bardagakvöldi. Bjarni er einnig 18 ára gamall en hann er Íslandsmeistari unglinga í júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu. GRILLAÐIR HAMBORGARAR FYRIR LEIK MEISTARAFLOKKUR KARLA KEFLAVÍK - VALUR TM-HÖLLIN FIMMTUDAGINN 5. OKTÓBER KL. 19:15 MEISTARAFLOKKUR KVENNA KEFLAVÍK - VALUR TM-HÖLLIN LAUGARDAGINN 7. OKTÓBER KL. 16:30

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.