Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 20
Kosningar 2017 fimmtudagur 5. október 2017 Ari Trausti leiðir lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi F y r s t i f r a m b o ð s l i s t i Vinstri grænna fyrir kom- andi Alþingiskosningar var samþykktur nú um helgina. Listinn í Suður- kjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðs á Selfossi, en stillt var upp á listann. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður, leiðir listann eins og í kosningunum í fyrra. Efstu sætin eru óbreytt og er Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjár- bóndi í öðru sæti, Daníel E. Arnarson, framkvæmda- stjóri í þriðja sæti og Dagný Alda Steinsdóttir, innan- hússarkitekt í fjórða sæti listans. Oddný leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Oddný G. Harðardóttir mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suður- kjördæmi í komandi alþingiskosn- ingum, en framboðslisti flokks- ins var kynntur á á fjölmennum kjördæmisfundi í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld síðastliðið. List- inn var samþykktur samhljóða. Marinó Örn Ólafsson situr í fjórða sæti og Guðný Birna Guðmunds- dóttir í því fimmta, en þau eru bæði úr Reykjanesbæ. Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er eftirfarandi: Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður Njörður Sigurðsson, sagn- fræðingur og bæjarfulltrúi Arna Ír Gunnarsdóttir, félags- ráðgjafi og bæjarfulltrúi Marinó Örn Ólafs- son, háskólanemi Guðný Birna Guðmunds- dóttir, hjúkrunarfræð- ingur og bæjarfulltrúi Miralem Haseta, hús- vörður í Nýheimum Arna Huld Sigurðardóttir – Hjúkrunarfræðingur Guðmundur Olgeirsson – Fram- kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Borghildur Kristinsdóttir – Bóndi Ástþór Tryggvason – Nemi og þjálfari Jórunn Guðmudsdóttir – Stjórnarmaður í Öld- ungaráðui Suðurnesja Valgerður Jennýardóttir – Leiðbeinandi á leikskóla Ólafur H. Ólafsson – Háskólanemi Símon Cramier – Fram- haldsskólakennari Jóhanna Sigurbjörns- dóttir – Fótaaðgerða- fræðingur og háskólanemi Ingimundur Bergmann – Vélfræðingur Kristín Á. Guðmunds- dóttir – Formaður Sjúkra- liðafélagsins Árborg Kristján Gunnarsson – Fyrr- verandi alþingismaður Karl Steinar Guðnason – Fyrr- verandi alþingismaður Margrét Frímannsdóttir – Fyrr- verandi alþingismaður Listi Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi er eftirfarandi: Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi Gunnar Marel Eggerts- son, skipasmíðameistari Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi Gunnar Þórðarson, tónskáld Hildur Ágústsdóttir, kennari Gunnhildur Þórðar- dóttir, myndlistarmaður Einar Sindri Ólafsson, háskólanemi Ida Løn, framhaldsskólakennari Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Einar Bergmundur Arn- björnsson, þróunarstjóri Anna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Jónas Höskuldsson, öryggisvörður Steinarr Guðmundsson, verkamaður Svanborg Jónsdóttir, dósent Ragnar Óskarsson, eftirlaunamaður Guðfinnur Jakobsson, bóndi Við lækkum verðlag, skatta og gjöld - Við hækkum laun og kaupmátt ■ Ég er vanur því að hlut- irnir gangi í kringum mig, en þegar ég settist á þing vorið 2013 fannst mér allir hlutir ganga hægt fyrir sig. Smátt og smátt lærðist taktur þingsins og nú þegar ég lít til baka er ánægju- legt að hafa verið þátt- takandi í mörgum góðum verkum. Ánægjulegast er að sjá hvernig raunverulegur ávinn- ingur hefur verið í aukinni velferð og bættum kjörum fólks. Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn settist í ríkisstjórn 2013 hefur ríkissjóður skilað afgangi sem nýttur hefur verið til að greiða niður lán ríkisins um hundruð milljarða með samsvarandi lækkun vaxtagreiðsla ríkissjóðs. Lægstu laun voru 191.000 kr. á mán- uði 2013 en verða 300.000 kr. í maí 2018, en sex mánuðum fyrr eða um næstu áramót verða lægstu bætur ein- staklings í hópi eldri borgara 300.000 kr. eins og kröfur þeirra voru. Þá kemur fram að nærri helmingur ríkis- starfsmanna eða 43% þeirra eru með 800.000 kr. í laun á mánuði eða meira og þar af 13% með yfir eina milljón á mánuði eða meira. Á sama tíma hefur kaupmáttur launa aukist og nú er svo komið að í fyrsta skipti er staðfest að verðlag lækkar á vörum til neytenda. Afnám tolla og vörugjalda á verðlag hefur að mestu skilað sér til neytenda samkvæmt skýrslu Hagfræðistofn- unar HÍ sem nýlega var birt. Lækkum skatta og gjöld Það er í raun ótrúleg staða sem birtist fólki núna þegar við rifjum hana upp til að minna okkur á hvað staða heimilanna hefur batnað og við finnum það öll á eigin skinni. Vörugjöld voru af- numin 2015 og lækkuðu tekjur ríkissjóðs um 6,5 milljarða. Tollar á öllum vörum öðrum en búvörum voru af- numdir í tveimur áföngum áramótin 2016 og 2017 og var áætlað að tekjur ríkisjóð lækkuðu um sex milljarða króna en vegna aukinna ráðstöfunar- tekna heimilanna með tilheyrandi útgjaldaaukningu lækkuðu tekjur ríkissjóðs óverulega. Þá var hærra þrep virðisaukaskatts lækkað 2015 úr 25.5% í 24% og er vaskurinn þá sá lægsti í okkar helstu samanburðar- löndum. Neðra þrep skattsins hækk- aði á sama tíma úr 7 í 11%. Þá var neðra þrep tekjuskatts einstakl- inga lækkað og milli þrepið afnumið. Við getum haldið áfram að telja niður, stimpilgjöld af fyrstu íbúðakaupum felld niður og skattleysi séreigna- sparnaðar vegna íbúðakaupa tekið upp sem nýta má til að greiða inn á höfuðstól verðtryggðra lána eða inn á afborganir óverðtryggðra lána. Þá hafa vextir á lánum til íbúðakaupa lækkað frá árinu 2013 úr 5% í það sem best gerist hjá lífeyrissjóðunum 2.8% og verðbólgan hefur verið innan verð- bólgumarkmiða Seðlabanka Íslands allt þetta tímabil og komið böndum hækkun verðtryggingar. Tryggingagjaldið hefur lækkað úr 7,69% í 6,85% og við sjálfstæðismenn viljum áfram lækka gjaldið sem þó stendur undir mikilvægum velferðar- póstum í samfélaginu eins og fæð- ingarorlofi. Þá hefur frítekjumark fjármagnstekna hækkað, frítekjumark húsaleigutekna hækkað (aðeins greiddur skattur af 50% í stað 70% tekna), eignarskattar lagðir niður, sem var óréttlátur skattur sem fyrst og fremst kom niður á eldra fólki, og þá var skattafsláttur vegna hlutabréfakaupa tengdum nýsköpun felldur niður. Stöðugleiki Frá vorinu 2013 geng ég og við þjóðin öll öðru sinni til ótímabærra kosn- inga. Þær leggjast vel í mig vegna þess að þær snúast um að halda áfram á þeirri braut sem ég fór stuttlega yfir í þessari grein og er grunnurinn að þeirri auknu velferð sem við búum við í landinu. Valið í kosningunum 28. október nk. snýr um að viðhalda þeim stöðug- leika sem er í landinu, treysta á þá kaupmáttaraukningu og hagvöxt sem við búum við, eða skattahækkanir og innistæðulaus loforð vinstri flokk- anna sem standast ekki skoðun. Ásmundur Friðriksson alþingismaður Suðurnesjafólk skipa efstu sæti Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti sex efstu frambjóðendur á fram- boðslistum í öllum kjördæmum á fjölmennum fundi síðdegis í gær. Efstu sæti listans í Suðurkjördæmi eru skipuð af Suðurnesjafólki en Jasmina Crnac, stjórnmálafræði- nemi, leiðir flokkinn í kjördæminu. Á eftir henni er Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis, og sú þriðja er Valgerður Björk Pálsdóttir, fram- kvæmdastjóri. Í fjórða og fimmta sæti kjördæmisins eru þær Guð- finna Gunnarsdóttir og Eyrún Björg Magnúsdóttir, en báðar eru þær framhaldsskólakennarar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.