Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 16
16 fimmtudagur 5. október 2017VÍKURFRÉTTIR ■ Nú er að koma sá tími ársins þar sem dagsbirtunnar nýtur sem minnst og erfitt getur verið að greina svörtu fötin okkar sem við flest klæðumst á þessum árstíma. Við þekkjum öll þetta litla gagnsama öryggistæki sem heitir endurskinsmerki og er gætt þeim eiginleika að við sjáumst mikið fyrr í myrkrinu. Þau eru til í ýmsum útgáfum, lítil og stór, til að hengja utan á okkur, til að líma á flíkur og til að klæða okkur í. Einnig er til úrval af þessum mikilvægu öryggistækjum á dýrin okkar. Á heimasíðu Samgöngustofu eru ýmsar upplýsingar um endurskins- merki og m.a. er þar sú staðreynd að ökumaður getur greint þann sem er með endurskinmerki í um 125 metra fjarlægð meðan sá sem er ekki með endurskinsmerki sést varla fyrr en keyrt er fram hjá honum. Nú er heilsu- og forvarnarvika Suður- nesja í gangi og margir setja sér það markmið að hreyfa sig meira útivið til að bæta heilsu og auka lífsgæði og er því tilvalið að skoða stöðu á endurskini á þeim flíkum sem við klæðumst og bæta úr þar sem þörf er á. Endurskinsmerki fást í mörgum versl- unum hér í bæ og hvetjum við íbúa til að verða sér úti um endurskin til að vera öruggari þegar við eflum heilsu í forvarnarvikunni. Með ósk um að góðan vetur og að sjá ykkur sem best og lengst. Slysavarnadeildin Dagbjörg Láttu sjá þig Söngsveitin Víkingar sló í gegn í Kórar Íslands ■ Söngsveitin Víkingar komst áfram eftir símakosningu í Kórar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld. Þátturinn var sýndur í beinni út- sendingu Stöðvar 2. Víkingarnir eru nú komnir áfram í undanúrslit eftir flutning þeirra á laginu Söknuður eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. Kór- stjóri Víkinganna er Jóhann Smári Sævarsson. Kór Keflavíkurkirkju tók einnig þátt í keppninni sama kvöld en komst ekki áfram. Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson er kynnir þáttanna og dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefáns- dóttir, Ari Bragi Kárason og Bryndís Jakobsdóttir. Fyrsti fundur Kvenfélags Grindavíkur Við í Kvenfélagi Grindavíkur erum með fyrsta fund haustsins 9. okt í Gjánni, á okkar fyrsta fund kemur Anna Steinsen, stjórnendamark- þjálfi, eigandi KVAN og þjálfari og ætlar hún að fjalla um hvaða kröfur séu gerðar til kvenna, bæði af samfélaginu en ekki síst þeim sjálfum. Kröfurnar eru slíkar að næstum ómögulegt er að standa undir þeim. Við konurnar ætlum okkur oft svo mikið, viljum vera með allt á hreinu og standa okkur 100% í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Oftar en ekki situr okkar eigin þróun á hakanum. Kvenfélag Grindavíkur var stofnað 24. nóvember 1923. Í félaginu eru um 130 konur á öllum aldri. Félagið er aðili að K.S.G.K., Kvenfélagasam- bandi Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem í eru tíu félög og um 700 fé- lagskonur. Frá stofnun hefur aðal markmið félagsins verið að styðja og styrkja líknar- og velferðarmál í okkar nærsamfélagi með ýmsu móti. Jafnframt að búa konum á öllum aldri vettvang til að kynnast, efla samvinnu, læra af hverri annarri og hafa gaman saman. Fjáröflunarleiðir félagsins eru margvíslegar og rennur allur ágóði til líknarmála. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum og fyrirlestrum fyrir félagsmenn. Fundir eru haldnir einu sinni í mán- uði yfir vetrarmánuðina, október til maí. Áhugasamir geta haft samband við stjórnarkonur og eru að sjálf- sögðu velkomnar á fundi. Með vinsemd og virðingu Sólveig Ólafsdóttir ●● Leiðsögn●Sossu●og●Antons●Helga●Jónssonar Sossa og Anton Helgi Jónsson munu taka á móti gestum á sýningu sinni, Blossa, næst- komandi sunnudag kl. 15 í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ. Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlut- verkaleiki kynjanna. Bæði eiga þau það sameiginlegt að hafa velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlut- verkaleiki kynjanna. Sossa hefur áður málað myndir út frá ljóðum úr bókum Antons en mál- verkin á þessari sýningu urðu til eftir að listamennirnir ákváðu að vinna saman að sýningu með erótískum undirtóni. Efniviðinn í málverkin hefur Sossa sótt í ljóð eftir Anton sem fæst hafa komið fyrir augu annarra og sum reyndar orðið til upp úr samstarfi þeirra. Málverkin eru ekki hugsuð sem myndskreyting við ljóðin heldur verk sem sprottin eru af sama eða svip- uðum blossa. Þannig vilja listamenn- irnir láta reyna á það hvernig málverk og ljóð geta hvort á sinn hátt miðlað heitum tilfinningum; ástarblossa milli karls og konu, karls og karls, konu og konu. Hverju miðlar málverkið? Hverju miðlar ljóðið? Hvað er mynd í ljóði? Hvað er ljóð í mynd? Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Blossi: Ljóðskáld, listakona og erótík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.