Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 1
 ■ Bæjarráð Grindavíkur tekur undir athugasemdir samráðshóps um bættan Grindavíkurveg, þetta kemur fram í fundargerð bæjar- ráðs. Þar kemur einnig fram að ekki sé nóg að horfa eingöngu til um- ferðarþunga þegar kemur að því að forgangsraða umbótum vega. Slysa- tíðni Grindavíkurvegar er gríðar- leg, þrátt fyrir að það sé minni um- ferðarþungi á honum en öðrum vegum. Vegurinn er auk þess með mjög varasama kafla þar sem auð- veldlega myndast hálka án fyrirvara yfir vetrartímann. Í fundargerðinni kemur einnig fram að Reykja- nesið sé orðið mjög stórt at- vinnusvæði sem fari ört vaxandi og þar er meðal annars Flugstöð L e i f s E i r í k s - sonar nefnd ásamt Bláa Lóninu. Um Grindavíkurveg fara einnig miklir þungaflutningar, meðal annars flutn- ingabílar með sjávarafurðir og hins vegar miklir fólksflutningar með rútum sem leið eiga í Bláa Lónið. Mikið af ungu fólki sækir skóla í Reykjanesbæ og til höfuðborgarinnar og einnig hefur umferð erlendra ferðamanna aukist á veginum. Fram kemur í fundargerðinni að umferðin á veginum sé því bæði fjölbreytt og flókin. Bæjarráð tekur auk þess undir hug- myndir Samráðshópsins um að hefja strax undirbúning samkvæmt tillögu 2 frá Vegagerðinni. Hafist verði handa við hönnun og skipulag svo það verði klárt þegar vegurinn fer inn á Sam- gönguáætlun. Það er mat bæjarráðs Grindavíkur að m.v. fjölgun umferðar á veginum þoli framkvæmdin enga bið. Þá tekur bæjarráð undir með hópnum, um að framkvæmdum á 2 + 1 vegi með aðskildum aksturs- stefnum, sem kostar m.v. útreikning Vegagerðarinnar, 1400 milljónir, verði áfangaskipt og jafnvel tekin í tveimur eða þremur áföngum. Hættulegustu kaflarnir verði teknir fyrst. S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • fimmtudagur 5. október 2017 • 39. tölublað • 38. árgangur Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA ANDRI RÚNAR OG LINDA BEST LÆRÐI AÐ STANDA Á EIGIN FÓTUM Draumurinn að rætast hjá fram- tíðar fatahönnuði Sport14 11 FS fær 20% minna en aðrir skólar ●● Framlög●til●þekkingarsetra●og●símenntunar●eru●lang●lægst●á●Suðurnesjum Framlög til margra ríkisstofnana á Suðurnesjum eru mun lægri en margra sambærilegra annars staðar. Þetta birtist ekki síst í framlögum til menntastofnana á svæðinu sem mega sætta sig við mun lægri fram- lög en sambærilegar stofnanir. Þann- ig eru framlög til Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1.436 þúsund krónur á hvern nemanda í fjárlagafrumvarpi ársins 2018 á meðan sambærilegir fram- haldsskólar annars staðar á landsbyggð- inni fá að jafnaði um 1.761 þúsund á hvern nemanda. Þetta er óásættanleg mismunun sem er erfitt að skilja, segir í ályktun aðal- fundar SSS sem haldinn var 29.-30. september sl. „Þá er áhyggjuefni að framlög til þekkingarsetra og símenntunar eru lang lægst á Suðurnesjum auk þess sem áætluð fjárframlög til Keilis setja rekstur skólans enn einu sinni í upp- nám þrátt fyrir fyrirheit af hálfu ríkis- ins um annað. Fjölgun íbúa á Suðurnesjum er meiri heldur en á öðrum landsvæðum og honum fylgja mörg krefjandi verk- efni sem kalla á að menntastofnanir geti sinnt hlutverki sínu. Því skorar aðalfundurinn á ríkisvaldið og þing- menn Suðurkjördæmis að tryggja að menntastofnanir á Suðurnesjum sitji við sama borð og stofnanir á öðrum landsvæðum þegar kemur að fram- lögum úr ríkissjóði.“ ■ Rúmlega sex þúsund bein störf voru á Keflavíkurflugvelli á árinu 2016 en tæplega helmingur þeirra eru störf hjá flugfélögum, flugmenn, flugfreyjur og önnur störf. Næst stærsti hópurinn eru starfsmenn fyrirtækja sem þjónusta flugvélar eins og t.d. við farangursþjónustu. Þeir voru 1900 samtals á árinu 2016. Starfsmenn Isavia eru þriðji stærsti hópurinn á Keflavíkurflugvelli eða 780 manns. Rétt tæp sjöhundruð starfa við verslun, á veitingastöðum eða í bönkum í flugstöðinni, 221 starfaði við rútuakstur, flutninga eða bílaleigu,119 hjá Tollgæslunni, Lög- reglunni eða í þjónustu við fatlaða. Samtals 6355 manns. Guðný María Jóhannsdóttir, að- stoðarframkvæmdastjóri hjá Isavia sagði í kynningu á aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum um sl. helgi að áfram yrði mikil aukning starfa á Keflavíkurflugvelli, nærri 900 störf að meðaltali til ársins 2020 en síðan um 455 störf að meðaltali árlega til ársins 2040. Farþegaspá til næstu tveggja áratuga sýnir áframhaldandi vöxt í fjölda ferðamanna til Íslands. Aukningin hefur verið 21% að meðal- tali á ári frá 2010, samtals um 230% á milli áranna 2010 og 2016. Miðað við um nærri 900 ný störf á þessu ári má gera ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund manns hafi starfað á Keflavíkurflug- velli í sumar. „Það er ljóst að miklar áskoranir eru enn framundan á Keflavíkurflugvelli. Það verður mikil þörf á vinnuafli til að mæta miklum vexti á sama tíma og þensla er í hagkerfinu og mannafla- þörf er í atvinnulífinu,“ sagði Guðný og benti á að nauðsynlegt væri að tryggja innviði til að bjóða fólk vel- komið inn í íslenskt samfélag. Hún sagði að rík áhersla væri lögð á umhverfismál í þessari miklu upp- byggingu á flugvellinum, m.a. í um- hverfisstjórnunarkerfi, hljóðvist og loftgæðum, grunnvatns- og jarðvegs- gæðum, úrgangsmálum og loftslags- breytingum. Yfir sex þúsund bein störf á Keflavíkurflugvelli í fyrra ●● Bæta●þarf●Grindavíkurveg Bæjarráð Grindavíkur tekur undir athugasemdir samráðshóps

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.