Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 19
Kosningar 2017 fimmtudagur 5. október 2017 Þótti vega að trúverðugleika sínum að taka sæti neðar Þórólfur Júlían Dagsson úr Reykjanesbæ, sem varð í 3. sæti í prófkjöri Pírata í Suðurkjör- dæmi, ákvað strax þegar úrslitin lágu fyrir að segja sig af listanum. Stuttu síðar vildi hann draga þá ákvörðun til baka en það var ekki samþykkt. Þórólfur sendi eftirfarandi frá sér í kjölfarið: „Þar sem ég sóttist eftir 1.- 2. sæti í prófkjöri Pírata í Suðurkjör- dæmi en lenti í þriðja hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig af listanum. Þetta ákvað ég strax eftir að úrslit voru ljós enda fannst mér það vega að trúverðugleika minum að taka sæti neðar en ég hafði sóst eftir. Ég veit nú að ég hefði betur beðið með þessa ákvörðun því fjöldi fólks hafði samband við mig í gær og bað mig um að taka þriðja sætinu því kraftar mínir myndu sannarlega nýtast vel í komandi kosningabaráttu. Ég hafði því samband við kjördæmaráð til að kanna hvort ég gæti dregið þessa ákvörun til baka en ekki var fallist á það. Fyrri ákvörðun mín stendur því. Ég hef engan veginn sagt skilið við Pírata og ætla í framhaldinu að ein- beita mér að sveitastjórnarkosn- ingum sem einnig nálgast og vinna að því að við bjóðum fram sterkan lista í Reykjanesbæ. Listi Pírata í Suðurkjördæmi verður því þannig skipaður: 1. Smári McCarthy 2. Álfheiður Eymarsdóttir 3. Fanný Þórsdóttir 4. Albert Svan 5. Kristinn Ágúst Eggertsson Páll leiðir Sjálfstæðisflokkinn Pál l Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, en listinn var samþykktur á fundi kjördæmisráðs Suðurkjör- dæmis. Í öðru og þriðja sæti eru alþingismennirnir Ás- mundur Friðriksson og Vil- hjálmur Árnason. Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er eftirfarandi: Páll Magnússon, alþingismaður Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Vilhjálmur Árnason, alþingismaður Unnur Brá Konráðs- dóttir, alþingismaður Kristín Traustadóttir, endurskoðandi Hólmfríður Erna Kjartans- dóttir, skrifstofustörf Ísak Ernir Kristinsson, deildarstjóri Brynjolfur Magnusson, lögfræðingur Lovísa Rósa Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Jarl Sigurgeirsson, tónlistarkennari Laufey Sif Lárusdóttir, um- hverfisskipulagsfræðingur Jón Bjarnason, bóndi Hjördís Guðrún Brynjars- dóttir, sjúkraþjálfari Bjarki V. Guðnason, sjúkra- flutningamaður Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari Þorkell Ingi Sigurðsson, fram- haldsskólanemi Ragnheiður Perla Hjalta- dóttir, hjúkrunarfræðingur Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Sandra Kolbrún Ísleifs- dóttir, húsmóðir Geir Jón Þórisson, fyrr- verandi lögreglumaður

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.