Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 5. október 2017VÍKURFRÉTTIR ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 Fæðingarstofa HSS sú eina á landinu sem lokar í einn mánuð á sumri: Ólíðandi að barnshafandi konur þurfi að leita til Reykjavíkur - Berglind Ásgeirsdóttir hóf undirskriftasöfnun um málið „Ég varð mjög hissa þegar ég komst að því að fæðingarstofan á HSS sé sú eina á landinu sem lokar í einn mánuð á sumrin,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, en nýverið fór hún af stað með undir- skriftasöfnun þeirra sem óska eftir því að barnshafandi konur á Suðurnesjum hafi aðgang að ljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja allan sólarhringinn, allan ársins hring. Síðan árið 2013 hefur ljósmæðravaktin á HSS verið lokuð í einn mánuð að sumri þar sem einungis er hægt að sækja mæðravernd. Þær konur sem þurfa frekari þjónustu er gert að leita á Landspítalann í Fossvogi í stað þess að fá þjónustu á HSS, líkt og hina mánuði ársins. Berglind eignaðist sjálf stúlku á fæðingardeild HSS síðustu Ljósanótt og fann því ekki beint fyrir þessari skerðingu sjálf. Hún hafi þó ákveðið að gera eitthvað í málunum og hafið undirskriftarsöfnun, en nú þegar hafa um það bil 1.500 manns skrifað undir. „Þetta skapar auðvitað stress og erfið- ari upplifun á meðgöngunni. Ljós- mæðurnar á HSS sem ég ræddi þetta við lýstu nú ekki mikilli ánægju með þetta fyrirkomulag því þær vilja auð- vitað veita heildstæða þjónustu fyrir verðandi foreldra allt árið. Þetta er ólíðandi í svona stóru heilbrigðisum- dæmi sem þjónar um 25.000 manns, samkvæmt tölum Hagstofunnar,“ segir Berglind. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir að heilbrigðisþjónustu skuli veita á viðeigandi þjónustustigi og að heilsu- gæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomu- staður sjúklinga. Lög séu því brotin þegar barnshafandi konur á Suður- nesjum þurfi að sækja þjónustuna til Reykjavíkur, sem annars er veitt á HSS, vegna lokunar ljósmæðravaktar. Viðbrögðin við undirskriftasöfnun- inni hafa verið góð að sögn Berglindar en með henni vonast hún til þess að ná til sem flestra. „Það er gott að sjá að fólk lætur sig málið varða. Við þurfum að nýta kraft fjöldans til að knýja fram breytingar svo það verði ekki nein sumarlokun á fæðingardeildinni árið 2018. Andrúmsloftið og aðstaðan á fæðingardeild HSS er frábær og það er yndislegt að koma þangað. Ég átti báðar stúlkurnar mínar þar og gæti ekki hugsað mér annað.“ Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir að heilbrigðisþjónustu skuli veita á viðeigandi þjónustustigi og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Lög séu því brotin þegar barnshafandi konur á Suðurnesjum þurfi að sækja þjónustuna til Reykjavíkur, sem annars er veitt á HSS, vegna lokunar ljósmæðravaktar. Óásættanleg staða Suðurnesja í öldrunarmálum ●● Skorað●á●heilbrigðisráðherra●að●auka●fjármuni●til●Heilbrigðisstofnunar●Suðurnesja Aðalfundur Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum, haldinn 29.- 30. september 2017 skorar á Heil- brigðisráðherra að auka fjármuni til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sérstaklega til heilsugæslusviðs. Biðtími eftir tíma hjá lækni getur verið allt að tvær vikur sem getur ekki talist ásættanlegt. Fram kemur í úttekt á heilsugæslu Heilbrigðis- stofnunnar Suðurnesja, sem gerð var af Embætti Landlæknis í maí sl., að mönnun lækna og hjúkrunar- fræðinga sé ónæg og lítið megi bera út af svo að öryggi sé hugsanlega ógnað vegna ófullnægjandi mönn- unar. Auk þess sé heilsugæslan aug- ljóslega undirmönnuð af fagfólki, ástandið sé þá sérstaklega slæmt í geðteymi og meðferðarteymi barna. Jafnframt kemur fram að húsnæði Heilsugæslunnar í Reykjanesbæ sé barn síns tíma og uppfylli ekki nú- tímakröfur sem gerðar eru til hús- næðis heilsugæslustöðva. Mikilvægt er að húsnæðið verði lagað og upp- fylli kröfur sem gerðar eru til þess. Þá hlýtur það að teljast einsdæmi á landsvísu að engin heilsugæsla sé í Garði og Sandgerði sem samtals telja á fjórða þúsund íbúa. Þessu þarf að breyta sem fyrst. Fundurinn gerir kröfu um uppbygg- ingu hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Það er í hæsta máta óeðlilegt að Suðurnesin, sem greitt hafa 1,2 millj- arða í Framkvæmdasjóð aldraðra frá árinu 2008, skuli einungis hafa fengið 379,9 milljónir úr sjóðnum eða sem nemur 31% af inngreiðslum í sjóðinn. Sé gengið út frá forsendum miðspár Hagstofu Íslands um fjölgun aldraðra til ársins 2025 má búast við að öldr- uðum íbúum á Suðurnesjum fjölgi um 857 á næstu 10 árum og 1.708 á næstu 20 árum. Sé stuðst við reikni- reglu ráðuneytisins þyrftu að vera 182 hjúkrunarrými á Suðurnesjum árið 2025 og 267 rými árið 2035. Í dag eru aðeins 118 skilgreind hjúkrunarrými á Suðurnesjum. Þessi staða er með öllu óásættanleg fyrir íbúa Suðurnesja og gerir aðal- fundurinn því þá kröfu til stjórnvalda að þau standi með sveitarfélögunum á Suðurnesjum í þeirri viðleitni að byggja upp hjúkrunarþjónustu við aldraða sem uppfyllir þörf, mæti nútíma- og framtíðarþörfum í málaflokknum og standist samanburð við önnur heil- brigðisumdæmi landsins. Fundurinn skorar á Velferðarráðherra að beita sér fyrir bragarbót í öldrunarþjónustu á Suðurnesjum þar sem ríki og sveitar- félögin verði leiðandi í nýrri nálgun í heildrænni þjónustu við aldraða. ÓVISSUFERÐ ELDRI BORGARA FARIÐ VERÐUR 10. OKTÓBER. Skráning í ferðina Brynja, Garði, 849-6284 Bjarney, Reykjanesbæ, 421-1961 / 822-1962 Örn, Vogum, 846-7334 Margrét, Grindavík, 896-3173 Rútan fer frá: Nesvöllum, Reykjanesbæ kl. 10:00 Víðihlíð, Grindavík kl. 10:30 Geymið auglýsinguna Ferðanefnd ÓVISSUFERÐ Lítill drengur á fæðingarstofu HSS.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.