Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 05.10.2017, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 5. október 2017VÍKURFRÉTTIR VR-15-025 Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hóp. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt framtíðarstörf. Nánari upplýsingar veitir Gísli Páll Jónsson, stöðvarstjóri í síma 659 1156 eða gisli.pall@n1.is Við hvetjum bæði kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu. Vilt þú vinna á líflegum vinnustað? N1 Reykjanesbæ óskar eftir að ráða kraftmikið og þjónustulipurt starfsfólk í fullt starf og hlutastörf. Hlutastörfin gætu vel hentað fyrir skólafólk eða eldriborgara sem hafa getu og vilja til að starfa lengur. Helstu verkefni • Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni Hæfniskröfur • Rík þjónustulund • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur Karen Lind Óladóttir er fæddur og uppalinn Grindvíkingur, en fyrir sex árum síðan ákvað hún að láta drauminn um það að verða læknir rætast. Hún skellti sér í inntökupróf í Ungverjandi, komst inn í námið og lét slag standa. Í dag er Karen útskrifuð úr skólanum og er að hefja kandidats- námið sitt hér á Íslandi. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara til Ungverjalands og læra læknisfræði? Mig langaði alltaf að læra læknisfræði en fannst inntökuprófið í Háskóla Ís- lands vera svo yfirþyrmandi. Að þurfa að rifja allt upp úr framhaldsskóla hentaði mér ekki. Ég ákvað að prufa inntökuptófið fyrir Ungverjaland þar sem var lögð áhersla á líffræði, efna- fræði og eðlisfræði. Það gekk svona glimrandi vel þannig að ég ákvað að skella mér bara til Ungverjalands. Var námið meira krefjandi en þú gerðir ráð fyrir? Já og nei. Ég vissi að námið væri krefjandi en þetta var líka krefjandi á annan hátt en ég bjóst við. Þar sem flest prófin eru munnleg þá var það ekki bara námsefnið sem maður var að berjast við heldur gat maður líka lent á prófdómurum sem áttu slæman dag og gerðu manni lífið leitt í próf- inu. Maður var oft mikið að reyna að fókusa á það að láta þessa prófdómara ekki taka mann á taugum. Hvað fannst fjölskyldunni þinni um það að þú færir ein til Ungverja- lands? Þau tóku því bara vel enda langt frá því að vera versta hugmynd sem ég hef fengið. Mamma og pabbi fylgdu mér út, hjálpuðu mér að finna íbúð og komu svo reglulega í heimsókn á þessu sex ára tímabili sem ég var í náminu. Hvað lærðir þú af þessari reynslu, fyrir utan læknanámið? Ég lærði að standa á eigin fótum og treysta á sjálfa mig. Það var mikið stökk að fara frá því að búa hjá mömmu og pabba yfir í að flytja í annað land, tala ekki tungumálið og fara að búa ein ásamt því að vera í krefjandi námi. Hvað fannst þér erfiðast af þessu öllu saman? Það var erfiðast að yfirgefa fjölskyldu og vini eftir frí á Íslandi. Einnig var afar leiðinlegt að missa af ýmsum viðburðum, afmælisveislum, brúð- kaupum, útskriftarveislum og svo framvegis. Nú ert þú á leiðinni aftur heim til Íslands, hvað tekur við? Nú ætla ég að byrja kandidatsnámið. Byrja á því að taka fjóra mánuði á heilsugæslu HSS og flyt svo til Akur- eyrar þar sem ég klára kandidatsárið á SAk. Ertu með einhverja skemmtilega sögu handa okkur frá Ungverja- landi? Þær eru nú margar „had to be there“ sögur en það er ein saga sem við rifjum oft upp og hlægjum af. en hún er þannig að einu sinni ætluðum við að kíkja ú í „einn drykk“ á mánudags- kvöldi sem eru svakaleg djammkvöld í Ungverjalandi. Áður en við vissum af var klukkan orðin sjö á þriðjudags- morgni og vorum við vinkonurnar komnar heim til bekkjarbróður okkar frá Saudi-Arabíu. Við vorum dress- aðar upp í arabísk karlmannsföt og okkur kenndir arabískir þjóðdansar. Eftir þetta hættum við að þykjast bara ætla út í einn drykk. ATVINNA LAUSAR STÖÐUR Í ÖRYGGISDEILD Við leitum að starfsmanni í öryggisgæslu í gagnaveri Verne að Ásbrú, sem er tilbúinn að takast á við ögrandi og spennandi starfsumhverfi. Viðkomandi verður þátttakandi í uppbyggingu sem krefst aðlögunarhæfni, áhuga og vilja til að tileinka sér nýja þekkingu og tækni. Góð enskukunnátta er skilyrði. Umsóknarfrestur er til 12. október 2017, viðkomandi þarf að geta hafi störf sem fyrst. Fyrirspurnir um nánari upplýsingar ásamt umsóknum sendist í tölvupósti til styrmirh@verneglobal.com. Lærði að standa á eigin fótum Karen Lind lærði læknisfræði í Ungverjalandi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.