Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —3 1 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 6 . f e b r ú a r 2 0 1 8 Vantar fyrirtækið þitt gæða prentefni? Við bjóðum fjöl- breyttar lausnir hvort sem er í offset eða stafrænt. Komdu við í kaffisopa og við finnum leið sem hentar best hverju sinni. PRENTVERK stJórnsýsla Fjárreiður og rekst- ur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir nú úttekt óháðs aðila að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytis- ins vegna talsverðs neikvæðs fráviks í rekstri síðasta árs. Ráðuneytið til- kynnti stjórn þjóðgarðsins um úttektina þann 19. janúar síðast- liðinn eftir að gögn um fjárhag og rekstur sýndu að við blasti tölu- verð framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um frávikið en ráðuneytið telur þær útskýringar sem fengist hafa á frávikinu ófull- nægjandi. Þjóðgarðurinn fékk 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári. Ármann Hösk- uldsson, stjórnar- formaður Vatna- jökulsþjóðgarðs, segir í samtali við F r é tt a b l a ð i ð a ð hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir, líklega í lok m á n a ð a r - ins. Samkvæmt fundargerð stjórnar, frá 22. janúar síðastliðnum, lagði Ármann fram bókun fyrir hönd stjórnar þar sem kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmda- stjóri hefði ekki sinnt upplýsinga- skyldu sinni. Öll frávik frá fjárhagsá- ætlun ber samkvæmt lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 að tilkynna. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu var ekki vitað til að reynt hefði á þetta ákvæði laganna áður þar á bæ. Í bréfi ráðuneytis- ins til stjórnar þjóð- garðsins frá 19. janúar segir að vegna stöðu bók- halds í fjárhags- b ó k h a l d s k e r f i ríkisins og af upp- lýsingum fengnum frá stofnuninni um útkomuspá fyrir árið 2017 stefni í „talsvert neikvætt frávik í rekstri stofn- unarinnar frá s a m þyk k t r i r e k s t r a r á - ætlun fyrir árið 2017.“ Hafi þá þó verið tekið tillit til sérstakrar fjárveitingar í fjáraukalögum 2017 vegna land- vörslu. Stofnunin hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni og: „[Þ]ær útskýringar sem gefnar hafa verið á frávikum hafa verið ófullnægjandi.“ Á stjórnarfundi 2. febrúar síðast- liðinn voru nokkrar aðgerðir til að bæði auka tekjur þjóðgarðsins og hagræða í rekstri útlistaðar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin áætlar að sækja 100 millj- ónir króna í tekjur á næstu þremur árum af gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Skaftafell og Detti- foss. Ármann segir að sjálfvirka gjaldtökukerfið sem innleitt var í fyrra hafi litlu skilað og auðvelt sé að komast hjá greiðslu. Því verði leitað betri leiða til að sækja auknar tekjur. Þá er ráðgert að segja upp skrif- stofuhúsnæði þjóðgarðsins við Klapparstíg í Reykjavík og finna annað ódýrara, lækka launakostn- að um 50 milljónir og skera niður rekstrarkostnað um tíu prósent. Standa vonir til að með þessum og fleiri aðgerðum verði hægt að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu sem skili allt að 282,5 milljónum til þriggja ára. – smj Fjárreiður og rekstur þjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjár- reiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. Fréttablaðið í dag skoðun Þórhildur Þorleifsdóttir skrifar um nýja stjórnarskrá. 9 sPort Framkvæmdastjóri KSÍ segir ellefu milljóna greiðslur til fyrrverandi formanns eiga sér eðlilegar skýringar. 10 lÍfið Í Facebook-hópnum Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu ræða um 8.000 einstaklingar málin sín á milli. 20 Plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 lÍfið Hvernig líður mönnum eftir heila nótt af Super Bowl-áhorfi með tilheyrandi svínaríi? Það er spurningin sem Brynjar Birgis- son fékk en hann hefur s t u n d a ð þ a ð a ð vaka yfir þ e s s u m s t æ r s t a íþróttaviðburði heimsins í sjónvarpi síðustu 19 árin. „Ég borðaði örugg- lega kíló af vængjum, hálft kíló af kleinuhringjum, endalaust af ein- hverjum drykkjum. Það var Coors Light og Miller – mánudagar eru „Miller time“ þannig að eftir mið- nætti fengum við okkur Miller.“ – sþh / sjá síðu 22 Kíló af vængjum yfir Súperskál Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sést hér bera mynd af formanninum inn í nýtt skrifstofuhúsnæði flokksins. Flokkurinn kom eins og storm- sveipur í flóru íslenskra stjórnmálaflokka fyrir síðustu kosningar og eru flokksmenn stórhuga. Aðgerðum flokksins verður stýrt af Suðurlandsbraut 18. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM byggðaÞróun Fjölgun íbúa í Reykjavík síðustu fimm ár hefur verið rúmlega fjögur prósent en meðalfjölgun á höfuðborgarsvæð- inu er 6,5 prósent. Þannig stækka nágrannasveitarfélög höfuðborgar- innar hraðar en Reykjavík. Mest hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ þar sem fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnar- ness, sveitarfélags sem er í nokkuð óákjósanlegri stöðu sökum skorts á landrými, fjölgar hlutfallslega meira en í Reykjavík. – sa / sjá síðu 4 Minni fjölgun í Reykjavík 0 6 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 7 -0 0 D 8 1 E E 6 -F F 9 C 1 E E 6 -F E 6 0 1 E E 6 -F D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.