Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 14
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is Ásdís segir að við getum ekki kennt ytri aðstæðum um líðan okkar og verðum að bera ábyrgð á henni sjálf. MYND/STEFÁN Ásdís hoppar af kæti á hæsta punkti Ítalíu. MYND/HELGA BERGMANN Hamingjan er óþrjótandi auðlind sem allir hafa aðgang að og því fleiri sem finna hamingjuna, því betra verður að lifa í heim- inum. Ásdís Olsen, hamingjufræð-ingur og mindfulness-kenn-ari, hefur fjallað um jákvæða sálfræði, mindfulness og núvitund árum saman og sérhæft sig í hagnýtum aðferðum til að auka hamingju fólks. Þessi þættir eru nátengdir, því jákvæð sálfræði veit- ir upplýsingar um hvað það er sem gerir fólk hamingjusamt, á meðan mindfulness veitir verkfærin til að auka hamingju sína. Hún segir að allir geti aukið hamingju sína með markvissri þjálfun. „Mindfulness hefur verið kallað núvitund á íslensku en er að mínu mati svo miklu meira,“ segir Ásdís. „Það er leið til meðvitundar um sjálfan sig, hugarfar sitt, tilfinn- ingar og hegðun. Með mindfulness erum við erum að efla tilfinninga- greind og líkamsvitund. Þess vegna hef ég ekki viljað nota orðið núvitund í sama skilningi. Ný og spennandi fræðigrein Jákvæð sálfræði er ný og spenn- andi fræðigrein sem beinir athyglinni að því sem gagnast almenningi til að auka hamingju sína,“ segir Ásdís. „Jákvæð sálfræði veitir upplýsingar um hvað það er sem gerir fólk hamingjusamt, á meðan mindfulness hefur verk- færin sem gagnast fólki til að auka hamingju sína. Hugmyndin að þessari nýju fræðigrein varð til hjá sálfræð- ingafélaginu í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum,“ segir Ásdís. „Martin Seligman, sem er sagður upphafsmaður jákvæðrar sálfræði, var þá formaður bandaríska sál- fræðingafélagsins. Hann stakk upp á því að fræðimenn færu að beina athygli sinni að því sem einkenndi hamingjusamt fólk, að styrkleikum fremur en veikleikum og því sem er í lagi fremur en því sem er í ólagi,“ segir Ásdís. „Jákvæða sálfræðin miðlar hag- nýtum upplýsingum til venjulegs fólks,“ segir Ásdís. „Við vitum að hamingjusamt fólk er vel tengt, er með meðvitund um sjálft sig, veit hvað það hugsar og hvernig því líður, á gott með nánd og er í sterkum tengslum við fólkið sitt. Við vitum að það eru ekki ytri aðstæður sem ráða hvernig okkur líður, heldur afstaða okkar og hugarfar. Það er s.s. ekki hægt að kenna ríkisstjórninni eða mak- anum um óhamingju sína, heldur berum við sjálf ábyrgð á stöðu okkar og afstöðu. Mörg okkar ætla að verða hamingjusöm seinna, þegar við erum búin að gera allt sem þarf að gera,“ segir Ásdís. „En þá kann heil- inn það ekki. Hann er í mótun alla tíð og ef við erum alltaf að þjálfa streitusvæðin og vitrænu svæðin förum við svolítið á mis við að virkja hamingjusvæðin í heilanum. Mindfulness er í raun eins og æfingakerfi til að styrkja þau svæði í heilanum. Eigum bara augnablikið Mindfulness hjálpar manni að tengjast sjálfum sér og upplifa það sem er að gerast á meðan það er að gerast,“ segir Ásdís. „Þar eru í raun öll ævintýrin að gerast, því eini tíminn sem þú átt er þetta augna- blik og það er eini tíminn þar sem þú getur séð, heyrt, skynjað og lært eitthvað nýtt. Ávinningurinn af þessu er aukin tenging við hjartað og innsæið. Við fáum aukna til- finningagreind og samkennd og erum færari um að elska okkur sjálf og aðra. Við þurfum að geta tengt við okkur sjálf til að geta tengst öðrum og tengsl eru forsenda hamingjunnar. Mannskepnan þrífst ekki í einangrun, streitu og firringu. Við getum litið á hugarfarið og þetta vitræna svæði heilans sem innrætingu eða „forritun“ sem við fáum úr uppeldi okkar og umhverfi,“ segir Ásdís. „Mörg okkar eru ekkert sérlega heppin með „forrit“ og erum óörugg og hrædd í lífinu og ótti er undirrót alls ills. Birtingarmynd óttans er, svo dæmi séu tekin, gagnrýni, fordómar, stjórnsemi og gremja. Mindfulness hjálpar okkur að endurforrita. Verkfæri sem virkar Mindfulness er verkfæri sem virkar,“ segir Ásdís. „Fyrirtæki eins og Google og Apple hafa innleitt mindfulness sem leið til að auka persónulega færni starfs- manna, koma í veg fyrir streitu og samkeppni og auka möguleika, sköpun og gleði í starfi. Öflugustu fyrirtæki í heimi leggja nú aukna áherslu á mannlega þætti, eins og tilfinningagreind, samskipti, hugmyndaauðgi, sveigjanleika og húmor. Mindfulness hjálpar okkur að nýta það sem jákvæð sálfræði kennir,“ segir Ásdís. „Hamingjan er óþrjótandi auðlind sem allir hafa aðgang að og því fleiri sem finna hamingjuna, því betra verður að lifa í heiminum.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . F E B R úA R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 6 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 7 -2 3 6 8 1 E E 7 -2 2 2 C 1 E E 7 -2 0 F 0 1 E E 7 -1 F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.