Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 6
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun. is • www.sorg. is • nydogun@nydogun. is
Bjargráð í sorg
foreldra og forráðamanna barna og
ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust
Aðgangur ókeypis og allir
hjartanlega velkomnir.
Þann 7. febrúar kl 20:00 í Safnaðarsal Háteigskirkju,
fjallar Sigurður Arnarson um það sem hjálpar okkur
í sorginni. Sigurður hefur m.a. lokið starfréttindanámi,
sem sjúkrahúsprestur frá Meriter, sjúkrahúsinu í Wisconsin
í USA og starfað sem slíkur þar, í Bretlandi og Luxemborg.
Sigurður er nú sóknarprestur Kópavogskirkju.
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Er nú á tilboði
Heimilis
RIFINN OSTUR
ÍSLENSKUR OSTUR
100%
370 g
Þýskaland Kristilegir demókratar
og Jafnaðarmannaflokkurinn í
Þýskalandi funduðu í gær til þess
að reyna að komast að samkomu-
lagi um aðgerðir í heilbrigðis- og
atvinnumálum. Málin eru helstu
ásteytingarsteinar stjórnarmynd-
unarviðræðna sem staðið hafa yfir
undanfarnar vikur.
Stjórnarkreppa hefur verið í
Þýskalandi frá þingkosningum
septembermánaðar og náðu flokk-
arnir ekki að komast að samkomu-
lagi fyrir þann frest sem þeir höfðu
gefið sér, sunnudaginn 4. janúar.
Samkvæmt flokksmönnum sem
hafa tjáð sig um viðræðurnar var
þó ákveðið að halda áfram þar sem
ekki væri svo langt á milli flokk-
anna, sem hafa starfað saman í
ríkisstjórn frá 2013, í erfiðustu mál-
unum.
„Þetta á eftir að ganga upp,“ sagði
Andrea Nahles, þingmaður Jafn-
aðarmannaflokksins og einn samn-
ingamanna, við blaðamenn þegar
hún mætti til viðræðna í gær. Annar
samningamanna, Karl Lauterbach,
sagði helmingslíkur á að samkomu-
lag næðist um stjórnarmyndun.
Kristilegi demókratinn Alexand-
er Dobrindt sagði í tilkynningu í
gær að enn væri nokkuð í land. „Í
dag komumst við að samkomulagi
um Evrópumálin,“ sagði hann og
tilkynnti um meiri fjárfestingar á
evrusvæðinu og minni niðurskurð.
Þá hefði jafnframt verið ákveðið að
hækka skatta á stórfyrirtæki.
Samkvæmt heimildum Rhein ische
Post vilja Angela Merkel, kanslari og
leiðtogi Kristilegra demókrata, og
Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðar-
mannaflokksins, bera samning undir
flokksmenn í dag. – þea
Reyna að hamra saman stjórn
Merkel og Schulz reyna enn að mynda stjórn. NordicphotoS/AFp
01 Smærri
viðgerðir
Hraðþjónusta HEKLU.
Hringdu í 590 50 30 eða renndu við.
Hekla.is
Save the Children á Íslandi
kJaRaMÁl Tólf aðildarfélög Banda-
lags háskólamanna (BHM) hafa und-
irritað kjarasamninga við íslenska
ríkið. Samningarnir eru afturvirkir til
1. september á síðasta ári og gilda til
31. mars 2019. Þrjú félög hafa vísað
deilu sinni til Ríkissáttasemjara.
„Samninganefndir viðkomandi
félaga hafa náð viðunandi niður-
stöðu. Nú er það í höndum félags-
manna hvers félags að greiða
atkvæði um efni samninganna,“
segir Þórunn Sveinbjarnardóttir,
formaður BHM. Hún vildi ekki tjá sig
um efnislegt innihald samninganna.
„Þetta er á eðlilegu róli miðað
við það sem gengur og gerist í þjóð-
félaginu. Við erum nú að undirbúa
kynningu fyrir okkar félagsmenn og
stefnum á að kynna samninginn í
vikunni,“ segir Unnur Pétursdóttir,
formaður Félags sjúkraþjálfara.
Átta aðildarfélög BHM undir-
rituðu kjarasamninga síðastliðinn
föstudag og fjögur bættust í hópinn
í gær. Unnur veit ekki betur en að
jafnt hafi gengið yfir alla þá hópa
sem hafa skrifað undir nýjan samn-
ing.
„Að auki var komið til móts við
kröfur okkar sem varða Landspítal-
ann. Það sást glöggt á gögnum sem
við lögðum fram að þar ríkir mjög
alvarlegur vandi,“ segir Unnur.
Í gildi fyrir félögin var niðurstaða
gerðardóms frá því í ágúst 2015.
Ákvæði hans runnu sitt skeið þann
31. ágúst í fyrra. Því eru kjarasamn-
ingarnir nú afturvirkir til 1. septem-
ber. Þeim er markaður tími til 31.
mars 2019 en þá lýkur gerðardómi
um kjör hjúkrunarfræðinga. Samn-
ingaviðræður drógust á langinn nú
meðal annars vegna ríkisstjórnar-
slita.
Þeir formenn aðildarfélaga BHM
sem Fréttablaðið náði tali af vildu
lítið segja um hækkanir á samnings-
tímabilinu. Á Facebook-síðu Stéttar-
félags bókasafns- og upplýsingafræð-
inga kemur þó fram að laun hækki
um 2,21 prósent frá 1. september.
Þau hækka á ný 1. júní á þessu ári og
þá um tvö prósent. Að auki er getið
eingreiðslu þann 1. febrúar 2019 en
ekki kemur fram hve há hún er.
„Í samkomulagi okkar er meðal
annars kveðið á um aðgerðir til að
Launahækkanirnar
rúmast innan SALEK
Tólf félög Bandalags háskólamanna hafa samþykkt kjarasamninga við íslenska
ríkið. Gerðardómur um kjaramál félaganna rann sitt skeið síðasta haust. Samn-
ingarnir verða kynntir félagsmönnum í vikunni. Þeir munu eiga lokaorðið.
Fyrri kjör höfðu verið ákveðin af gerðardómi í ágúst 2015. ríkisstjórnarslit
töfðu það að samningar næðust nú. FrÉttABLAÐiÐ/ANtoN BriNK
Félög sem samþykktu
n Dýralæknafélag Íslands
n Félag íslenskra félagsvísinda-
manna
n Félag lífeindafræðinga
n Félag sjúkraþjálfara
n Félag háskólamenntaðra
starfsmanna Stjórnarráðsins
n Félagsráðgjafafélag Íslands
n Fræðagarður
n Iðjuþjálfafélag Íslands
n Sálfræðingafélag Íslands
n Stéttarfélag bókasafns- og
upplýsingafræðinga
n Stéttarfélag lögfræðinga
n Þroskaþjálfafélag Íslands
Liggja enn undir feldi
n Félag geislafræðinga
n Félag íslenskra leikara
Vísuðu til ríkissáttasemjara
n Félags íslenskra hljómlistar-
manna
n Félag íslenskra náttúrufræð-
inga
n Ljósmæðrafélag Íslands
bregðast við nýliðunarvanda í stétt-
inni,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir,
formaður Félags íslenskra lífeinda-
fræðinga. Hún segir að ef ekkert bóli
á aðgerðum í tengslum við hann að
samningstíma liðnum muni ákveðið
vantraust ríkja milli aðila.
„Lægstu launin hækka töluvert og
við vonum að það skili einhverju,“
segir Gyða en vill ekki tíunda hve
mikið. „Þetta er innan SALEK-ramm-
ans. Við erum ekki aðilar að SALEK
en ríkið telur sig bundið af þeim
samningum þó að það hafi auðvitað
sprengt það á öðrum stöðum.“
joli@frettabladid.is
Ríkið telur sig
bundið af þeim
samningum þó að það hafi
auðvitað sprengt það á
öðrum stöðum
Gyða Hrönn
Einarsdóttir,
formaður
Félags lífeinda-
fræðinga
6 . f e b R ú a R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U d a G U R6 f R é t t I R ∙ f R é t t a b l a Ð I Ð
0
6
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
7
-2
D
4
8
1
E
E
7
-2
C
0
C
1
E
E
7
-2
A
D
0
1
E
E
7
-2
9
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K