Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 26
BMW var söluhæsti lúxusbílasali heims- ins 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz upp fyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Það svíður greinilega sárt í höfuðstöðvum BMW að sjá Mercedes Benz selja fleiri bíla en BMW annað árið í röð í fyrra og segja forsvarsmenn BMW að fyrirtækið ætli að selja fleiri bíla en Benz strax árið 2020. Það ætlar BMW að gera með kynningu á mörgum nýjum bílgerðum sem muni draga viðskiptavini aftur frá helstu keppinautum BMW. BMW var söluhæsti lúxusbílasali heimsins 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz upp fyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Í fyrra náði BMW 4,4% vexti í sölu á milli ára, en Benz 9,9% söluaukningu. Sala BMW var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29. Það var helst gríðarleg aukning í sölu Benz-bíla í Kína sem jók heildarsöluna svo mikið. BMW ætlar að ná Mercedes Benz árið 2020  Hið virta tímarit í Bretlandi 4x4 Magazine kunngerði nýlega sín árlegu 4x4 verð- laun fyrir árið 2018. Alls voru veitt verðlaun í níu flokkum og tóku bílar undir merkjum Fiat Chrysler Automobiles fern þeirra. Jeep var valinn 4x4 framleiðandi ársins, Jeep Wrangler fékk utan- vegaverðlaun ársins, Jeep Rene- gade var valinn bestur í flokki minni jeppa og Fiat Panda Cross hlaut svo nafnbótina sem besti „Crossover“ 2018. Það er hópur sérfræðinga frá breska tímaritinu 4x4 Magazine sem þykir eitt hið virtasta í bílaheiminum, sem taka fyrir, meta og prófa fjór- hjóladrifna bíla frá öllum helstu bílaframleiðendum heimsins. Bílarnir eru metnir með tilliti til hefðbundinna aksturseiginleika og svo eru þeir prófaðir við erfið utanvegaakstursskilyrði þar sem reynt er á eiginleika þeirra sem fjórhjóladrifsbíla. FCA bílar sópa að sér verðlaunum Volkswagen mun fjárfesta fyrir „litla“ 130 milljarða króna við þróun áttundu kynslóðar þekktustu bílgerðar sinnar, Golf. Fjöldaframleiðsla bíls- ins mun síðan hefjast í júní á næsta ári. Sala Golf hefur gengið afar vel allt frá komu fyrstu árgerðar hans árið 1974 og hafa síðan selst yfir 35 milljónir eintaka af honum. Golf er nú seldur í 108 löndum og er því sannkallaður heimsbíll. Fram- leiðsla Golf fer fram í mörgum löndum, en í stærstu verksmiðju Volkswagen í höfuðstöðvunum í Wolfsburg eru framleiddir um 2.000 Golf-bílar á dag. Ekki er búist við stórvægilegum ytri útlitsbreyt- ingum á Golf og færi Volkswagen þar troðnar slóðir með vinnings- formúlu sinni: If it ain’t broke, don’t fix it! Nýr VW Golf í júní 2019  6 . F e B r ú A r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D A G U r12 B í l A r ∙ F r É T T A B l A Ð I Ð Bílar 0 6 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 7 -3 2 3 8 1 E E 7 -3 0 F C 1 E E 7 -2 F C 0 1 E E 7 -2 E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.