Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 10
6 . f e b r ú a r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D a G U r10 S p o r t ∙ f r É t t a b L a Ð I Ð sport fótboLtI Í ársskýrslu KSÍ, sem birt- ist um helgina, kemur fram að skrif- stofu- og rekstrarkostnaður Knatt- spyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstof- unni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um fjögur pró- sent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent. Þar eiga laun og launauppgjör við fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson, sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra stóran þátt. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reikningarnir verði skýrðir á árs- þinginu sem fram fer á laugardag. „Geir var áfram í vinnu eftir að síðasta ársþingi lauk. Hann fór utan á okkar vegum, átti óúttekið orlof og fékk starfslokasamning í ljósi þess að hann var starfsmaður hér í meira en 20 ár,“ segir Klara. Hún bætir við að Geir hafi ekki fengið 11 milljóna eingreiðslu og hafi unnið og sinnt verkefnum í rúma tvo mán- uði eftir síðasta ársþing. Búast má við nokkuð fjörugu þingi því þó bæði karla- og kvenna- landsliðið sé á topp 20 á styrkleika- listum FIFA og eigið fé KSÍ hafi verið 539 milljónir króna í árslok eru ekki allir sáttir við KSÍ. Þeir formenn knattspyrnufélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær bentu á að of mikil athygli væri að fara í gullgæsina, sem er karlalandsliðið, og sagði einn að það vantaði jafnvægi, eins og hann orðaði það. benediktboas@365.is KSÍ telur eðlilega skýringu á milljónagreiðslum til Geirs Laun og launauppgjör við Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann KSÍ, kostaði sambandið 11 milljónir króna á síðasta ári. Geir átti inni orlof og hélt vinnu sinni áfram í rúma tvo mánuði eftir að nýr formaður, hafði tekið við í febrúar. Ársþing KSÍ fer fram um helgina þar sem reikningarnir verða útskýrðir frekar. KSÍ lét 179 milljónir til aðildarfélaga til að styrkja barna- og unglingastarf. Geir Þor- steinsson Hann fór utan á okkar vegum, átti óúttekið orlof og fékk starfslokasamning í ljósi þess að hann var starfsmaður hér í meira en 20 ár. Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ Íþyngjandi að skila inn samningum Fjórar tillögur bárust KSÍ fyrir ársþingið. Stjórn KSÍ leggur til heildarbreytingu á nokkrum lögum sambandsins, Reynir Sandgerði vill fjölga liðum í þriðju deild úr 10 í 12 og þá vill KSÍ fara svokallaða skosku leið. ÍBV leggur svo til tillögu um að bæta við orðunum; „nema félag- ið geti sýnt með sannarlegum hætti að staðið hafi verið allar hliðar samningsins,“ í lög um félagaskipti. Í greinargerð félagsins kemur fram að leikmaður félagsins á síðasta ári hafi viljað fara en ÍBV ekki getað orðið við því. Leik- maðurinn leitaði til annars liðs sem tók eftir því að samningur- inn var ekki skráður á vef KSÍ. Hann gat því farið frá ÍBV án þess að Eyjamenn fengju greitt. Skapaði það togstreitu eins og það er orðað. Er málsgreinin sögð íþyngjandi og vill félagið því bæta þessum orðum við. „Með sannarlegum hætti er til að mynda átt við launaseðla leikmanns frá félaginu, hvort leikmaður mæti á æfingar og/ eða spili leiki með félaginu eða farið sé að öllu eins og um samningsbundinn leikmann væri að ræða.“ Minniháttar mistök geta ann- ars reynst dýr, en ÍBV segir ávallt halla á hlið félagsins. 30 milljónir fóru í laun og bifreiðastyrk til formanns og fram- kvæmda- stjóra KsÍ. fótboLtI Flestir eru sammála að Raheem Sterling, leikmaður Man- chester City, hafi átt klúður tímabils- ins í leik liðsins gegn Burnley. Hann hitti þá ekki markið af nokkurra metra færi. Sachin Nakrani, yfir- maður íþróttadeildar The Guardian, kallaði þetta á Twitter versta klúður í sögu ensku deildarinnar, jafnvel verra en þegar Ronny Rosenthal klikkaði gegn Aston Villa 1992. Pep Guardiola, stjóri City, sagði í gær að svona gæti gerst í fótbolta og hann myndi skora í næsta færi sínu og Kevin de Bryune liðs- félagi Sterlings sagð- ist ekkert vera að stressa sig á atvik- inu. Sterling hafi svo oft bjargað liðinu á ögurstundu í vetur. Það sé því áfram gakk á æfingasvæði toppliðsins. fótboLtI Sergio Garcia, leikmaður Espanyol, sendi frá sér hina undar- legustu afsökunarbeiðni á Insta- gram þar sem hann segist ekki vera rasisti þrátt fyrir að hafa kallað Samu- el Umtiti svartan skít. Umtiti er dökkur á hör- und og áttu þeir í ein- hverju orða- skaki í lok l e i k s i n s . Spænskir fjöl- miðlar fjölluðu um málið og kom- ust að því að Garcia hefði látið þessi orð falla. Garcia segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi rætt við Umtiti og þessi orð hafi verið sögð í hita leiksins. „Það var aldrei ætlun mín að vera rasisti. Þið vitið að konan mín er af sígaunaættum og í hverfinu þar sem ég ólst upp voru krakkar af öllum þjóðernum. Mágur minn, sem ég virði og er mikill vinur minn, er dökkur á hörund. Það sem gerist inni á vellinum á skilja eftir á vell- inum. Áfram Espanyol,“ skrifaði kauði. Þar með vonar hann að mál- inu sé lokið. Ekki er víst að spænska knattspyrnusambandið líti málið sömu augum. Styðja Sterling Ekki rasisti Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is P IP A R \T B W A • S ÍA • 18 0 179 Pantanir í síma 515 1100 eða pontun@olis.is XTM ULLIN SVÍKUR ALDREI Gæðaullarnærföt úr 100% ástralskri merinóull. Silkimjúk viðkomu, lipur og þægileg. Ullin temprar vel hita og hrindir frá sér lykt. Frábærar flíkur fyrir skíða- og útivistarfólk og þá sem þurfa að vinna útivið. Dömu- og herrastærðir: S–3XL. NÝTT! 0 6 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 7 -1 4 9 8 1 E E 7 -1 3 5 C 1 E E 7 -1 2 2 0 1 E E 7 -1 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.