Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 18
Næsti rafmagnsbíll BMW, iNext, sem sjá mun dags-ljósið árið 2021 á að komast 700 km á fullri hleðslu, en þetta fullyrtu fulltrúar BMW á nýaf- staðinni bílasýningu í Detroit í Bandaríkjunum. Þessi drægni er meiri en nokkur rafmagnsbíll sem í boði er nú um stundir nær. Fram- leiðendur rafhlaða hafa þó sagt að þeir búi yfir rafhlöðutækni sem nái þessari drægni. BMW hefur ekki látið frá sér neinar myndir af fyrir- huguðum iNext-bíl, enda minnst þrjú ár í tilkomu hans. Hafa skal í huga að erfitt getur reynst að ná þeirri drægni sem uppgefin er af framleiðendum, ekki síst í köldu landi eins og Íslandi, og því má búast við að hinn nýi BMW iNext muni tæplega komast meira en 500 km, en það dugar létt til að komast alla leið til Akureyrar og líklega Húsavíkur, væri sá áfangastaðurinn. Þegar BMW kynnti iNext-bílinn í maí síðastliðnum var sagt að hann myndi hafa drægni hið minnsta um 500 kílómetra, en hún verður meiri. BMW iNext með 700 km drægni Yfirhönnuður Land Rover, Gerry McGovern, var í fyrrakvöld heiðraður á alþjóðlegri hönnunarhátíð bíla- framleiðenda og hlaut hönnunar- verðlaunin Grand Prix du Design sem afhent voru í París. Hann hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt og áhrif á þróun hins alþjóð- lega bílaiðnaðar og þá ekki síst fyrir nýjan Range Rover Velar sem formaður hátíðarinnar segir að sé framúrskarandi listaverk. Velar er „undurfallegt listaverk“ Verðlaunin voru ákveðin af dóm- nefnd fulltrúa fimmtán aðila á sviði bílaiðnaðarins, íþrótta, arkitektúrs, tísku, hönnunar, menningarmála og fjölmiðla. Við afhendinguna sagði Rémi Depoix, formaður Festival Automobile International, að Gerry McGovern hlyti verðlaunin í ár fyrir „hið undurfallega listaverk sitt, Range Rover Velar, og í raun fyrir starfs- feril sinn allan og framlag sitt til greinarinnar. Eitt helsta afrek hans er hvernig tekist hefur að yfirfæra helstu séreinkenni Land Rover yfir á nýjar og breyttar kynslóðir bíla fyrirtækisins, sem birtist fyrst með Range Rover Evoque, og varðveita þau í senn. Breskur bílaiðnaður hefur gengið í endurnýjun lífdag- anna vegna hugsjónar og fram- tíðarsýnar Gerrys McGovern og á grundvelli stórkostlegrar arfleifðar Land Rover sem bílamerkis,“ sagði Depoix við afhendinguna. Viðurkenning á mikilvægi hönnunar Við móttöku þeirra sagði McGov- ern að verðlaunin væru viðurkenn- ing á mikilvægi hönnunar sem blasi hvarvetna við á öllum sviðum mannlegs lífs. „Við hjá Land Rover vinnum þrotlaust að því að hanna eftirsóttustu bílana á markaðnum, bílana sem viðskiptavinir okkar elska að eilífu.“ Range Rover Velar er fjórða bílgerð Range Rover og sú sem brúar bilið milli Evoque og Range Rover Sport. Frá og með 2020 verða allir nýir bílar Jaguar Land Rover einnig með rafmótor sem tengiltvinnbílar. Range Rover og Range Rover Sport eru nú þegar fáanlegir sem slíkir. Gerry McGovern hjá Land Rover er hönnuður ársins Hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt og áhrif á þróun alþjóð- legs bílaiðnaðar, ekki síst fyrir nýjan Range Rover Velar. Hljómburðurinn sem Bose Personal hljómtækin í Nissan Micra búa yfir þykir svo einstakur að í sameiginlegri les- endakönnun sem þýsku tímaritin Auto Bild og Computer Bild létu gera voru hljómtækin í Micra kosin þau bestu sem boðin eru í þessum stærðarflokki bíla. Í Þýskalandi velja 37% kaupenda Micra Bose Personal með nýja bílnum. Þetta eru fyrstu meiriháttar verðlaunin fyrir Bose í Micra en lesendur tíma- ritanna veittu því hæstu einkunn fyrir framúrskarandi hljómgæði og tengimöguleika. Kerfið er m.a. búið sex hátölurum, þar af tveimur Ultra-Nearfield™ hátölurum í höfuðpúða ökumanns. Það er einn- ig tengt afþreyingarkerfinu Nissan Connect sem hægt er að samþætta snjallsímum. Mikil viðurkenning Helen Perry, framkvæmdastjóri smábílaframleiðslu Nissan í Evr- ópu, segir að í fáum löndum eigi sér stað jafn gróskumikið frumkvöðla- starf í bílaiðnaði og í Þýskalandi þar sem atvinnugreinin sé auk þess einna þróuðust í heiminum. Hún segir að því séu þessi verðlaun sem Nissan hljóti fyrir Bose í Micra ein- staklega mikils virði og mikilvæg viðurkenning fyrir þá miklu vinnu sem hönnuðir Bose og Nissan lögðu í þróun hljómflutningskerfisins fyrir nýjan Micra. Gott „sánd“ í Nissan Micra Gerry McGovern, hönnuður ársins, tekur á móti verðlaunum sínum. Ég bara gekk frá þessu í gegnum símann áður en ég fór á staðinn að sækja bílinn. Það gekk nú eiginlega fáránlega snurðulaust fyrir sig,“ segir Hannes Hauksson sem varð fyrstur til að ganga frá fjár- mögnun á bílakaupum með nýrri tegund rafrænna bílasamninga sem eru hluti af verkefni Arion banka, Stafrænni framtíð. „Ég átti nú ekki endilega von á því að þetta yrði svona einfalt. Ég var búinn að heyra að þetta væri glænýr möguleiki, sem ég yrði fyrstur til að nota, en það er ekki alltaf þannig að hlutirnir virki þegar á hólminn er komið þó sérfræðingarnir séu búnir að prófa þá áður,“ segir Hannes og hlær, en hann fékk á föstudag afhentan glænýjan Hyundai Tucson. „Þar að auki er ég langt frá því að vera mikill app- eða tækninörd. Þetta ferli er hins vegar alveg aulahelt. Ef maður er með rafræn auðkenni er þetta beint af augum. Getur ekki verið einfaldara.“ Var ekki einu sinni á staðnum Það var Benedikt Emilsson, löggiltur bílasali hjá Hyundai á Íslandi, sem var Hannesi innan handar. „Þetta er mikil bylting fyrir okkur, engin spurning um það. Í þessu tilviki var viðskiptavinurinn ekki einu sinni á staðnum þegar við gengum frá fjármögnuninni,“ segir Bene- dikt og bætir við: „Þetta mun gera vinnu okkar bílasala miklu þægi- legri. Að geta fengið svar á örfáum mínútum er ótrúlega mikil breyting og svo er þessi kostur opinn allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Áður var ekki hægt að fá svar um samþykkt fjármögnunar eftir klukkan 16 og um helgar ekki fyrr en næsta virka dag.“ Benedikt segir að ferlið sé afar einfalt. Þegar við- skiptavinurinn hefur fundið rétta bílinn fær hann send í símann sinn skilaboð, sem hann samþykkir með rafrænum auðkennum, og fer svo í gegnum nokkur þrep til að klára fjármögnunina. Þetta ferli er 100 prósent rafrænt og pappírslaust þar sem undirritað er með rafrænum skilríkjum. Ef þörf er á greiðslu- mati vegna umsóknarinnar er það innbyggt í kerfið og lokið á aðeins þremur mínútum gjaldfrjálst. Lengi markmið að einfalda bílafjármögnun Sævar Bjarnason, forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka, segir að það hafi lengi verið markmið Arion banka að finna leið til að einfalda aðkomu við- skiptavina að bílafjármögnun hjá samstarfsaðilum bankans, sem eru bílaumboð og bílasalar notaðra bíla. „Við teljum okkur vera búin að finna þá leið með þessari tegund rafrænna bílasamninga og erum mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sævar. Rafrænir samningar auðvelda kaupin Frá afhendingu fyrsta bílsins sem var seldur með rafrænum bílasamningi. EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður 6 . f e B R ú a R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D a G U R4 B í l a R ∙ f R É T T a B l a Ð I Ð Bílar 0 6 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 7 -3 2 3 8 1 E E 7 -3 0 F C 1 E E 7 -2 F C 0 1 E E 7 -2 E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.