Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 33
Við erum búin að leika okkur mikið og ég Vona að það skili sér til áhorfenda. SUBARU XV PremiumNýskr. 02/15, ekinn 26 þ.km, bensín, sjálfskiptur. VERÐ: 3.590 þús. kr. LAND ROVER Discovery 5 S Nýskr. 05/17, ekinn 20 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ: 8.990 þús. kr. HYUNDAI Tucson Comfort Nýskr. 03/17, ekinn 63 þ.km, bensín, sjálfskiptur. VERÐ: 4.390 þús. kr. HYUNDAI Santa Fe III Premium Nýskr. 08/16, ekinn 29 þ.km, sjálfskiptur, sjálfskiptur. VERÐ: 6.990 þús. kr. SUBARU Forester Premium Nýskr. 02/17, ekinn 40 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ: 4.690 þús. kr. BMW X5 Xdrive25d Nýskr. 05/17, ekinn 23 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ: 8.990 þús. kr. www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 5 1 7 B íl a la n d 2 x 3 8 4 x 4 b íl a r 6 fe b 4x4 4x4 4x4 4x4 4x4 4x4 Rnr. 390808 Rnr. 390555 Rnr. 144894 Rnr. 144547 Rnr. 144755 Rnr. 144609 NÚ ER VETUR Á ÍSLANDI Njóttu þess að takast á við vetrarfærðina á bíl með drifi á öllum. Renndu við í dag og tryggðu þér einn góðan á enn betra verði. TónlisT Píanótónleikar ★★★★★ Paul lewis flutti verk eftir Haydn, Beethoven og Brahms. norðurljós í Hörpu sunnudaginn 4. febrúar Beethoven var skapstór maður og ekki sá þægilegasti í umgengni. Í takt við það er tónlist hans full af andstæðum. Mikið er um þungar, snöggar áherslur í innhverfari hlut- um verkanna, og ofsafengnir kaflar inni á milli. Skáldskapurinn er þó ávallt djúpur, ekki síst í síðari tón- smíðum hans. Til þeirra heyra sex bagatellur (smáverk) op. 126. Þær voru á dagskránni á einleikstón- leikum Paul Lewis í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn. Beethoven hugsaði sér að verkin sex mynduðu heild og væru leikin þannig. Lewis gerði þetta með því að hafa pásuna á milli bagatellanna mjög stutta. Ein flæddi sjálfkrafa yfir í þá næstu. Túlkun Lewis var sannfærandi sem slík. Hún var svipmikil og stór- brotin, laglínur voru fallega mót- aðar og andstæður málaðar skýrum dráttum. Það var einhver hrífandi einlægni í flutningnum sem gerði tónlistina sanna. Egó píanóleikar- ans þvældist aldrei fyrir. Sömu sögu er að segja um sex píanóstykki op. 118 eftir Brahms. Lewis náði ljóðrænunni í músík- inni einstaklega vel, þessari ljúfu en margræðu nostalgíu og náttúru- stemningu sem einkennir tónlist meistarans. Tæknilega séð var margt aðdáunarvert, líkt og í bagatellum Beethovens. Hröð hlaup voru t.d. fullkomlega af hendi leyst. Þetta eru góðu fréttirnar. Þær slæmu eru að flygillinn sjálfur var alltof harður. Ég veit ekki hversu margir flyglar eru til umráða í Hörpu, en þeir hljóma misjafnlega. Sá sem hér var notaður var svo hvass að það var beinlínis sársaukafullt á að hlýða. Maður heyrði að tónlistin var rétt hugsuð, en það skilaði sér ekki almennilega. Verst var upphafsverk tónleik- anna, sónata í C-dúr Hob. XVI/50 eftir Haydn (Hob. er skammstöfun fyrir Hoboken, þ.e. tónlistarfræð- inginn sem flokkaði tónlist Haydns löngu eftir dauða hans). Þar er mikið um ógnarhröð tónahlaup og skraut, sem voru vissulega óað- finnanlega leikin, skýr og jöfn. En flygillinn var svo æpandi bjartur að tónarunurnar voru eins og vélbyssu- skothríð. Útkoman var sérlega harð- neskjuleg og óaðlaðandi. Svipaða sögu um hina sónötu Haydns, sem var í G-dúr, Hob. XVI/40. Kæruleysislegri kaflar verksins voru svo sannarlega skemmtilegir og sjarmerandi, en þegar fjör færðist í leikinn varð tónlistin eins og rakvélarblað. Þetta gerði að verkum að tónleikarnir náðu ekki flugi. Meira að segja Beet- hoven og Brahms, sem voru í sjálfu sér magnaðir í meðförum píanó- leikarans, urðu aldrei að þeir stór- kostlegu upplifun sem hefði getað orðið. Það var mikil synd. Jónas Sen niðursTaða: Kraftmikil og ástríðufull túlkun, glæsileg tækni, en flygillinn var svo harður að tónlistin fór fyrir lítið. Vélbyssuskothríð í Hörpu „Það var einhver hrífandi einlægni í flutningnum sem gerði tónlistina sanna,“ segir í dómnum um leik Paul Lewis. NordicPhoto/Getty Rauði þráðurinn er ástin,“ segir Charlotte Böving um efni kabarettsins Ahhh … sem frumsýndur verður 9. febrúar í Tjarnarbíói. Þar mun leikhópurinn RaTaTam syngja, dansa og leika sér með texta Elísabetar Jökulsdóttur að vopni. „Elísabet hefur skrifað mikið um tíðina og við fókuserum á ljóðaheim hennar og örsögur. Hún skrifar mikið um ástina og holuna innra með okkur sem við reynum að fylla með ást og tengingum við aðra manneskju,“ lýsir Charlotte. Charlotte og leikhópurinn sem í eru þau Albert Halldórsson, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, Hall- dóra Rut Baldursdóttir og Laufey Elíasdóttir, hafa samið lög undir öruggri stjórn Helga Svavars Helga- sonar. Leikararnir spila líka undir á hin ýmsu hljóðfæri að sögn Char- lotte. „Sumir hafa þurft að endur- vekja tónlistarkunnáttuna sem þeir bjuggu yfir sem krakkar,“ segir hún hlæjandi. „Við erum búin að leika okkur mikið og ég vona að það skili sér til áhorfenda. Það er stutt í húmorinn í verkum Elísabetar, þar er leikur og við tengjum hennar heim við okkar leikhúss- og kabar- ettheim. Samt er alltaf dýpt í ljóðum hennar líka, eins og vera ber þegar ástin er til umfjöllunar. Ástin er svo flókið fyrirbæri.“ gun@frettabladid.is Rauði þráðurinn er ástin „Ástin er svo flókið fyrirbæri,“ segir charlotte. FréttabLaðið/SteFÁN ahhh … er yfir­ skrift kabarettsýn­ ingar ratatam í tjarnarbíói á föstu­ daginn sem byggir á ljóðum og prósa elísabetar Jökuls­ dóttur. Charlotte böving leikstýrir. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ðm e n n i n g ∙ F r É T T a B l a ð i ð 17Þ r i ð J u D a g u r 6 . F e B r ú a r 2 0 1 8 0 6 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 7 -2 8 5 8 1 E E 7 -2 7 1 C 1 E E 7 -2 5 E 0 1 E E 7 -2 4 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.