Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —4 3 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 0 . f e b r ú a r 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag skoðun Bjartey Sigurðardóttir skrifar um krúttlega ensku á kostnað lesskilnings. 11 sport Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir komst í fyrsta sinn í gegnum niður- skurðinn á sterkustu mótaröð í heimi um helgina. 12 tÍMaMót Styrktartónleikar vegna stórviðgerða á hinum steindu gluggum Kópa- vogskirkju eftir Gerði Helgadóttur. 14 lÍfið Grínistinn Ari Eldjárn mun spila á rokktónleikum á föstudaginn. 22 MJÓDD | SALAVEGUR | BÚÐAKÓR | GRANDI | HAFNARFJÖRÐUR | HRÍSALUNDUR | GLERÁRTORG | HÚSAVÍK | HÖFN | IÐAVELLIR | GRINDAVÍK | KROSSMÓI | BORGARNES | ÍSAFJÖRÐUR | EGILSSTAÐIR | SELFOSS 16 VERSLANIR UM LAND ALLT m ar kh ön nu n eh f Opið 24 tíma í Nettó Mjódd og Granda plús 2 sérblöð l fólk l  lÍfeyrissJóðir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Viðskipti Björn Ingi Hrafnsson hefur kært nokkra forsvarsmenn eignarhaldsfélagsins Dalsins til héraðssaksóknara fyrir meint fjársvik, fjárkúgun, skjalafals og önnur skjalabrot. Í kærunni er því lýst hvernig hinir kærðu hafi beitt blekkingum og ólögmætum þving- unum til að eignast Birting.  Mikil átök hafa verið í kringum eigendaskiptin og kærur hafa gengið á víxl, en Dalsmenn kærðu Björn Inga til héraðssaksókn- ara  fyrir fjár- drátt skömmu fyrir jól. – aá / sjá bls. 6 Björn Ingi kærir Dalsmenn Björn Ingi Hrafns- son. fiskeldi Matvælastofnun barst til- kynning frá Arnarlaxi mánudaginn 12. febrúar um tvö aðskilin óhöpp hjá fyrirtækinu. Annars vegar var um að ræða skemmd á sjókví Arnarlax í Tálknafirði og hins vegar tilkynnti fyrirtækið að gat hefði komið á sjókví fyrirtækisins í Arnar- firði í kjölfar óveðurs í firðinum. Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, staðfestir að fyrir- tækið hafi enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir, viku eftir að stofnun- inni var tilkynnt um óhöppin. „Mat- vælastofnun var í reglulegum sam- skiptum við Arnarlax eftir að tjónið kom í ljós vegna úrbóta og bíður nú skýrslu fyrirtækisins um atvikin. Mat- vælastofnun hefur eftirlit með búnaði fiskeldisfyrirtækja. Sjókvíarnar verða teknar út af stofnuninni eins fljótt og unnt er,“ segir Hjalti. Arnarlax rataði í fréttir í gær þar sem sjókví er sögð hafa sokkið í Tálknafirði. Starfsmenn fyrir- tækisins hafa viðurkennt að hafa siglt á kvína með fyrrgreindum afleiðingum. Víkingur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir þetta alrangt. Einn af flothringjum kvíarinnar hafi brotnað, en engin net rofnað. Enginn vafi leiki á því að fiskur hafi ekki sloppið úr kvínni. Hætta er á, þegar gat kemur á sjókvíar, að eldislax sleppi úr kvíunum, en slíkt er flokkað sem mengunarslys. Þá getur eldislax auðveldlega blandast við villtan náttúrulegan laxastofn sem gengur í ár í nágrenni kvíanna. Umhverfisstofnun hafði ekki heyrt af þessum óhöppum hjá Arnarlaxi fyrr en í fjölmiðlum í gær. Björn Þorláksson, upplýsinga- fulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að ef grunur leiki á mengunarslysi verði tafarlaust að láta vita af slíku. „Skylt er að tilkynna um mengun- aróhöpp samkvæmt starfsleyfi. Ef það er ekki gert telst það frávik,“ segir Björn. Ekki náðist í Víking Kristjánsson, framkvæmdastjóra Arnarlax, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. – sa, aig MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Matvælastofnun (MAST) hefur enn ekki rannsakað búnað Arnarlax á Vestfjörðum þrátt fyrir að hafa fengið tilkynningu um tvö óhöpp hjá fyrirtækinu þann 12. febrúar. Segjast ætla að taka kvíarnar út „eins fljótt og unnt er“. Stofnunin hefur eftirlit með búnaði til fiskeldis. Hellidemba og hvassviðri í höfuðborginni virtist ekki hafa áhrif á þennan hóp ferðamanna sem freistaði þess að sjá norðurljós í skipulagðri rútuferð frá Hverfisgötu í gærkvöldi. Virkni norðurljósa er mæld á kvarðanum 0-9, og var í þremur þegar Fréttablaðið fór í prent í gærkvöldi. Það er því ólíklegt að ferðamennirnir hafi haft erindi sem erfiði. FréttaBlaðIð/antonBrInk 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 0 1 -5 7 0 0 1 F 0 1 -5 5 C 4 1 F 0 1 -5 4 8 8 1 F 0 1 -5 3 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.