Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 22
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, vill fræða almenning um lífeyrissjóðakerfið. Við höfum orðið vör við að allt of algengt er að fólk þekki ekki réttindi sín og gerir lítinn sem engan greinarmun á lífeyrissjóðum og almannatrygg- ingum,“ segir Þórey. „Við teljum að það sé mjög mikilvægt að fólk viti um hvað lífeyrissjóðirnir snúast, og hvaða réttindi þeir veita. Með líf- eyrissjóðakerfinu er verið að tryggja að allir fái eftirlaun eftir starfslok, en svo er líka áfallalífeyrir ef þú verður fyrir einhverjum skakkaföllum á lífsleiðinni eins og makalífeyrir, örorkulífeyrir og barnalífeyrir. Þetta er eiginlega víðtæk skyldutrygging sem venjulegt tryggingafélag myndi aldrei veita eða geta veitt.“ Þórey segir mjög mikilvægt að fólk fari yfir réttindi sín og átti sig á stöðunni og meti hvort þessar tryggingar séu fullnægjandi. „Ég vil benda fólki á að byrja á því að líta á Lífeyrisgáttina þar sem hægt er að fá heildstætt yfirlit yfir öll réttindi í samtryggingarsjóðum. Jafnframt má nefna að ef hjón og sambúðar- fólk hafa mismunandi réttindi vilji þau kannski jafna stöðuna og gera samkomulag sín á milli um skiptingu á eftirlaunum, til dæmis ef annað hefur unnið sér inn meiri réttindi en hitt svo sem vegna barneigna. Áherslan hjá okkur núna er að fræða almenning um lífeyrissjóða- kerfið og stuðla að hagræðingu í kerfinu.“ Þórey bendir einnig á að mikil- vægt sé að átta sig á því hvernig samspili almannatrygginga og lífeyrissjóða er háttað. „Sem dæmi má nefna tekjutengingar. Lífeyris- sjóðir skerða ekki greiðslur vegna annarra tekna heldur er það almannatryggingakerfið sem gerir það. Það er hlutverk landssam- takanna að standa vörð um réttindi sjóðfélaga í lífeyrissjóðum og því verðum við að berjast gegn þeim miklu tekjutengingum sem tíðkast í dag.“ Til að auka þekkingu á líf- eyrissjóðakerfinu eru Landsam- tök lífeyrissjóða þátttakendur í verkefninu Fjármálaviti sem er fjármálafræðsla fyrir efstu bekki grunnskóla. „Þar er tilgangurinn að koma grunnþekkingu til nemenda og svo erum við jafnframt í sam- starfi við ASÍ um fræðslu í fram- haldsskólum.“ Lífeyriskerfi byggist upp á löngum tíma og því mikilvægt að hafa skýra langtímastefnu. Lands- samtökin leitast því við að fylgjast með helstu straumum og stefnum varðandi lífeyrismál erlendis til að tryggja að við getum lært af alþjóðasamfélaginu. Þórey vill benda á heimasíðuna lífeyrismal.is. „Þar er mikið af fróð- legu efni um lífeyrismál og hægt að finna svör við algengum spurn- ingum, bæði á íslensku, ensku og pólsku. Nú er það alltaf að aukast að hér séu erlendir starfsmenn að borga í kerfið og við teljum mikil- vægt að upplýsingar séu aðgengi- legar.“ Landssamtök lífeyrissjóða eru regnhlífarsamtök allra lífeyrissjóða landsins. „Það er gott að fá gagnrýni ef hún er uppbyggileg og til góðs en til að svo geti orðið er grund- vallaratriði að almenningur hafi þekkingu á starfsemi lífeyrissjóða og viti hvaða réttindi þeir veita sjóðfélögum og fjölskyldum þeirra,“ segir Þórey að lokum. Mikilvægt að þekkja réttindi sín Algengt er að fólk geri engan greinar­ mun á almannatryggingum og lífeyris­ sjóðum. Landssamtök lífeyrissjóða eru regnhlífarsamtök lífeyrissjóða landsins og Þórey S. Þórðardóttir er framkvæmdastjóri samtakanna. Við vörpum ljósi á lífeyrismálin 4 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . f e B R úA R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RLífeYRISSjóÐIR 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 0 1 -7 9 9 0 1 F 0 1 -7 8 5 4 1 F 0 1 -7 7 1 8 1 F 0 1 -7 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.