Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 16
Kvef er líklega algengasti kvilli sem hrjáir jarðar- búa, en reikna má með að þegar 75 ára aldri er náð hafi maður um það bil 200 sinnum fengið kvef á ævinni. Tíðni kvefs lækkar þó með aldrinum og börn fá mun oftar kvef en fólk á efri árum. Rann- sóknir á tengslum kvefs og LGG gerilsins virðast benda til verndandi áhrifa gerilsins umfram lyfleysuáhrif og þá sér- staklega hjá börnum. „Í tveimur klínískum rannsóknum Hojsak og félaga frá 2010 koma fram ótrúleg áhrif LGG á tíðni kvefs í börnum,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þrisvar sinnum minni líkur voru á að fá kvef hjá hópnum er fékk LGG heldur en í saman- burðarhópnum sem fékk lyfleysu. Einkennin vörðu skemur í tilrauna- hópunum sem þýddi að börnin voru styttri tíma frá vegna veikindanna heldur en þau í saman- burðarhópunum. „Ekki er að fullu ljóst hvernig LGG gerillinn og aðrir heilsugerlar fara að því að lækka tíðni kvefs, en talið er að þeir hafi áhrif á ónæmisvirkni meltingarvegarins. LGG gerillinn á auðvelt með að festast við slímhúð þarmaveggjarins og virðist sú binding gegna lykilhlutverki í ónæmis- hvetjandi áhrifum LGG gerilsins,“ segir Björn. Það er því ljóst að hinu hvimleiða kvefi er hægt að halda vel í skefjum með neyslu á LGG. „Endurteknar niður- stöður ólíkra rannsókna sýna að þrisvar sinnum minni líkur eru á að börn sem neyta LGG reglulega fái kvef og þá eru ótalin önnur jávæð áhrif LGG á meltingarveginn auk annarra heilsusamlegra áhrifa.“ Almenn vellíðan og bætt heilsa „Heilsa okkar á stöðugt undir högg að sækja vegna alls kyns áreitis og því er gott að vita að með litlum styrkjandi dagskammti af LGG+ styrkjum við mótstöðu- afl líkamans og örvum vöxt heilnæmra gerla í meltingarveginum,“ segir Björn. Til að viðhalda fullum áhrifum LGG+ er mikilvægt að neyta þess daglega og ein lítil flaska er nóg fyrir fulla virkni. LGG+ verndar gegn kvefi Rannsóknir á tengslum kvefs og LGG gerilsins benda til verndandi áhrifa, sérstaklega hjá börnum. LGG+ bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana, styrkir ónæmiskerfi, hefur fjölþætta varnarverkun og veitir mikið mótstöðuafl gegn kvefi og flensu. Þótt lasagna virki flókinn réttur er ekki svo. Þetta er þægilegur réttur sem vel er hægt að útbúa deginum áður og skella síðan í ofninn þegar heim er komið eftir vinnu. Afganga má síðan borða daginn eftir, til dæmis taka með sér í vinnuna. Hinir rétt- irnir eru afar auðveldir og tekur skamma stund að matreiða þá. Grænmetislasagna Mjög gott lasagna með spínati og sveppum fyrir þá sem vilja kjöt- lausa máltíð. Uppskriftin dugar fyrir átta. 400 g spínat 300 g grænkál 500 g ferskir sveppir 400 g ricotta-ostur 3 dl sýrður rjómi, 35% ½ dl mjólk Ferskt basil og timían ½ tsk. chilli-flögur 6 dl rifinn ostur 2 dl parmesanostur 1 lítri tómatpastasósa 12 lasagnablöð Skolið spínatið undir köldu vatni og fjarlægið stærstu stilkana. Setjið í sjóðandi vatn í örstutta stund og kælið síðan í ísvatni. Fjarlægið stærstu stilkana af grænkál- inu og setjið í sjóðandi spínatvatnið í 2-3 mínútur. Kælið í ísvatni. Þerrið spínat og grænkál og skerið smátt. Skerið sveppina í sneiðar og steikið á pönnu. Bragðbætið með salti og pipar. Blandið saman ricotta, sýrðum rjóma og kryddjurtum. Bætið mjólk til að þynna og bragðbætið með salti og pipar. Smyrjið eldfast mót. Setjið tómat- pastasósu í botninn og leggið síðan lasagnaplötur yfir. Bætið þá ricotta, spínati og grænkáli yfir og helminginn af sveppunum ásamt tómatpastasósu. Setjið næsta lag af lasagnaplötum og endurtakið síðan með sósu og grænmeti. Rétturinn á að hafa þrjú lög af sósu og lasagna- plötum. Endið á tómatsósu og rifnum osti. Setjið í 200°C heitan ofn og bakið í 35-40 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Soðin egg með spínatsalati Þetta er góður og hollur réttur ef fólk vill eitthvað létt að borða. Uppskriftin miðast við tvo. ½ hvítlauksrif 1 dl kotasæla 100 g baby spínat (má líka nota lárperu) ½ tsk. cayenne-pipar ¼ tsk. salt 2 egg 2 rúgbrauðssneiðar 2 msk. graskersfræ ¼ tsk. cayenne-pipar Rífið hvítlaukinn með rifjárni og setjið saman við kotasæluna. Blandið spínati saman við og bragð- bætið með cayenne-pipar og salti. Sjóðið egg í sex mínútur og kælið. Smyrjið brauðið með kotasælu og spínatblöndunni, deilið eggjunum í tvennt og setjið á brauðið. Dreifið graskersfræjum yfir og cayenne- pipar. Pönnukökur með roast beef Litlar þykkar pönnukökur geta orðið að dýrindis máltíð. Hér eru hollar pönnukökur sem gott er að borða með roast beef og piparrótarrjóma. Uppskriftin miðast við fjóra. 3 egg 3 dl súrmjólk 2 dl heilhveiti 2 ½ dl hveiti 1 ¼ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 1 ½ tsk. pipar 12 sneiðar roast beef 1 ½ dl sýrður jómi 1 msk. rifin piparrót Blandað salat Þeytið saman egg og súrmjólk. Bætið þá hveiti, heilhveiti og matarsóda saman við og hrærið. Það má setja smávegis sykur í deigið ef fólk vill. Látið blönduna standa í 20 mínútur. Setjið smá smjör á pönnukökupönnu og steikið litlar, þykkar pönnukökur á báðum hliðum. Blandið saman sýrðum rjóma og piparrót. Leggið roast beef á pönnuköku og sósuna þar ofan á. Skreytið með salatinu. Hollir réttir í vetrarveðri Stundum nennir maður ekki að elda flókna rétti og langar í eitthvað létt og gott. Hér eru hug- myndir að léttum réttum sem auðvelt er að matreiða, til dæmis grænmetislasagna með spínati. Grænmetislasagna er góður og hollur matur. Brauð með salati og eggjum. Skipta má út spínati fyrir lárperu. Pönnukökur með roast beef. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . F e B R úA R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 1 -8 D 5 0 1 F 0 1 -8 C 1 4 1 F 0 1 -8 A D 8 1 F 0 1 -8 9 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.