Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 24
Einnig ætti fólk að byrja strax, alveg frá því að börn koma í heiminn, að vinna með þau á maganum. Ekki endilega leggja þau á gólfið, heldur láta þau liggja á bringunni á okkur og styrkja sig þannig. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Ég verð með eitthvað af áhöldum með mér og sýni fólki hvað hægt er að gera með yngstu börnunum, þriggja til átján mánaða, og útskýri einnig af hverju við erum að gera þessar æfingar með þeim,“ segir Valný Óttarsdóttir, iðjuþjálfi og ung- barnasundkennari, en hún verður með fræðslu og leikfimi fyrir ung- börn milli klukkan 14 og 15 í dag, í Menningarhúsinu í Spönginni. Valný er stofnandi Krílafimi og segir að með því að örva og styrkja ungbörn megi hafa áhrif á það hvernig taugakerfi þeirra þróast, bæta athygli þeirra og minni, auk þess sem hreyfigeta virðist verða meiri. Allt geti þetta haft áhrif á vitsmunalegan, félagslegan og líkamlegan þroska barnsins Styrkja bak og háls „Aðalatriðið er örvun og einnig ætti fólk að byrja strax, alveg frá því að börn koma í heiminn, að vinna með þau á maganum. Ekki endilega leggja þau á gólfið, heldur láta þau liggja á bringunni á okkur og styrkja sig þannig,“ útskýrir Valný. Ung börn eyði miklum tíma liggjandi á bakinu en sú staða bjóði ekki upp á mikla hreyfingu. „Börn eiga að sofa á bakinu og við leggjum þau á bakið í vagninn og í bílstólinn. Á móti verðum við því að vera duglegri að láta þau á magann einhverja stund öðru hvoru. Þannig styrkja þau bolinn, vöðvana í bakinu og í hálsinum og fá betri hreyfigetu,“ segir Valný. „Okkur kann að finnast óþægilegt að leggja þessi yngstu á magann og það á ekki að hafa þau lengi í einu á maganum og ávallt á að vera hjá þeim. Tímann á svo að auka eftir því sem þau eldast.“ Skiptir máli fyrir seinni tíma Valný segir nauðsynlegt að þjálfa grunnþætti í þroska miðtauga- kerfisins snemma á ævinni. Það sé undirstaða hreyfiþroska síðar. „Rannsakendur vilja meina að þetta hafi áhrif til dæmis á lestur og skrift. Þessi krossun sem verður þegar krakkar fara að skríða til dæmis skiptir svo miklu máli. Við vinnum einmitt með það í krílafiminni að setja hönd fram á móti fæti og krossa. Þetta gengur erfiðlega hjá fleirum en okkur grunar en þessa hæfni má auðveld- lega þjálfa upp. Ef þessar tengingar hafa aldrei átt sér stað geta krakkar átt erfitt með samhæfingu handa síðar meir, að reima skó til dæmis og skrifa og eiga jafnvel erfitt með að læra að lesa því þau ná ekki að lesa frá vinstri til hægri. Fyrstu mánuðirnir virðast skipta miklu máli í lífi okkar allra.“ Leikir með söng „Markmiðið með tímanum er að örva öll skynfærin. Þá syngjum við saman og förum í leiki. Börn eru félagslynd og hafa gaman af því að sjá önnur börn og kjá framan í hvert annað. Í lok tímans örvum við snertiskyn barnanna með strokum eða nuddi. Og þá er ég með jógalega tónlist, vatnshljóð og fleira til að örva hlustun og heyrn,“ segir Valný. Aðgangur í tímann er ókeypis og allir velkomnir í Menningarhúsið Spönginni milli klukkan 14 og 15 í dag. Á magann strax við fæðingu Valný Óttarsdóttir iðjuþjálfi og ungbarnasundkennari býður upp á fræðslu og leikfimi fyrir ung- börn og foreldra þeirra í Menningarhúsi í Spönginni í dag. Mikilvægt sé að styrkja bak og háls barna. Valný segir ung börn eyða miklum tíma liggjandi á bakinu en sú staða bjóði ekki upp á mikla hreyfingu. Börnin styrki bak og háls liggjandi á maganum. Valný Óttarsdóttir iðjuþjálfi, ungbarnasundkennari og stofnandi Krílafimi verður með ókeypis ungbarnaleikfimi í Spönginni í dag. mynd/ViLheLm FERMINGARBLAÐIÐ Veglegt sérblað Fréttablaðsins um fermingar kemur út 27. febrúar nk. Allt sem viðkemur fermingunni og miklu miklu meira. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 8 KynninGARBLAÐ FÓLK 2 0 . F e B R úA R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 0 1 -8 D 5 0 1 F 0 1 -8 C 1 4 1 F 0 1 -8 A D 8 1 F 0 1 -8 9 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.