Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 20
Ég hvet alla til að kanna réttindi sín rækilega og setja inn mismunandi forsendur í reiknivélar Trygginga- stofnunar og lífeyris- sjóða. Ég hvet þá sem eiga lífeyrissparnað í ofangreindum sjóðum til að fara inn á arionbanki. is/minarsidur til að fá yfirsýn yfir sín lífeyris- mál. Elín Albertsdóttir elin@365.is Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 Helga Sveinbjörnsdóttir þjónustustjóri Reksturs lífeyrissjóða hjá Arion banka. MYND/ERNIR Helga Sveinbjörnsdóttir, þjón-ustustjóri Reksturs lífeyris-sjóða hjá Arion banka, segir þörfina á rafrænu aðgengi að lífeyr- issparnaði brýna í nútímasamfélagi. Auk þess að fá yfirsýn yfir lífeyrismál sín, sé hægt að framkvæma ýmsar aðgerðir rafrænt, sem áður var ein- göngu hægt með notkun eyðublaða s.s. að gera nýjan samning, breyta samningi, skrá nýjan launagreið- andi, skoða útgreiðslur, skrá nýtt netfang og afþakka pappírsyfirlit. Síðast en ekki síst fæst aðgengi að Lífeyrisgáttinni sem hefur að geyma uppsöfnuð réttindi allra lífeyris- sjóða sem einstaklingurinn hefur greitt í um starfsævina. Helga er mjög ánægð með við- tökurnar. „Viðtökur hafa farið fram úr björtustu vonum og m.a. borist ánægjuraddir frá einstaklingum sem höfðu greitt í marga sjóði, þeir eru ánægðir yfir að sjá stöðu sína svart á hvítu, sem áður var óljós. Sumir hafa tekið ákvörðun um að auka sparnað sinn með einhverjum hætti, en aðrir verið sáttir við sitt. Það sem stendur upp úr er að flestir finna til léttis með aukinni yfirsýn,“ segir Helga og bætir við að sífellt fleiri nýti sér þær rafrænu aðgerðir sem boðið er upp á. Geta einhverjir valið sér lífeyrissjóð? „Fjölmörgum einstaklingum á vinnumarkaði er skylt að greiða í ákveðna lífeyrissjóði samkvæmt kjarasamningum, en margir stjórn- endur, sjálfstæðir atvinnurekendur Góð tilfinning að hafa yfirsýn yfir lífeyrismálin Fyrir nokkrum mánuðum opnaði Arion banki Mínar síður – sjóðfélagavef á arionbanki.is/minar- sidur. Þar geta þeir einstaklingar, sem eiga lífeyrissparnað í Frjálsa lífeyrissjóðnum, Lífeyris auka, Eftirlaunasjóði FÍA, LSB og Lífeyrissjóði Rangæinga, séð yfirlit yfir stöðu sína. blandaða sjóði sem sameina kosti samtryggingar og séreignar. Hægt er að skrá sig í skyldulífeyrissparnað á Mínum síðum Frjálsa lífeyrissjóðs- ins en hann er blandaður sjóður,“ segir Helga. Hafa einstaklingar val um hvernig þeir ráðstafa hærra mótframlagi? Helga segir að mótframlag launa- greiðenda í lífeyrissjóð hækki nú í áföngum úr 8% í 11,5% hjá þeim fjölmörgu einstaklingum sem starfa skv. kjarasamningum ASÍ og SA. „Einstaklingar ráða hvort hækkunin fer í samtryggingu í sama sjóði, sem gefur aukna tryggingavernd, eða í tilgreinda séreign í sama eða öðrum sjóði og dreifa þannig áhættu, nýta sér sveigjanleika í útgreiðslu og erfanleika. Á Mínum síðum Frjálsa lífeyrissjóðsins geta sjóðfélagar annarra lífeyrissjóða gert samning um tilgreinda séreign fyrir hækkað mótframlag,“ segir Helga. Viðbótarlífeyrissparnaður – frábær leið til að fá 2% launahækkun „Upphaflegt markmið viðbótarlíf- eyrissparnaðar var að auka fjárhags- legt frelsi við starfslok, en síðustu ár hefur verið aukin áhersla á skattfrjálsar útgreiðslur til fasteigna- kaupa og niður greiðslu fasteigna- lána, sem einnig er frábær kostur,“ segir Helga. „Það hafa allir val um hvort og í hvaða sjóð þeir greiða við- bótarlífeyrissparnað. Sumir kjósa að leggja fyrir með öðrum hætti, en stærsti kostur viðbótarlífeyrissparn- aðar umfram annan sparnað, er 2% mótframlag launagreiðanda. Hægt er að gera samning um viðbótar- lífeyrissparnað á Mínum síðum Lífeyrisauka og Frjálsa lífeyrissjóðs- ins, en viðbótarlífeyrissparnaður er erfanleg séreign“. Helga leggur áherslu á að fólk sé meðvitað um lífeyrissparnaðinn sinn, þekki í hvaða sjóði það hefur greitt og þekki valkosti sína. „Ég hvet þá sem eiga lífeyrissparnað í ofangreindum sjóðum til að fara inn á arionbanki.is/minarsidur til að fá yfirsýn yfir sín lífeyrismál,“ segir Helga. „Aðra hvet ég til að skoða sína sjóði á lifeyrisgattin.is. Loks mæli ég eindregið með því að sem flestir kanni hvort þeir hafi val í líf- eyrismálum, því fyrr á starfsævinni, því betra. Aðalatriðið er að þeir sem hafa val, kynni sér þá valkosti sem í boði eru t.d. á lifeyrismal.is, skoði betur þá sjóði sem þeim finnst væn- legastir og taki upplýsta ákvörðun sem þeir geta verið sáttir við. Mark- miðið er að eiga gott og áhyggju- laust ævikvöld.” og fleiri geta valið sér lífeyrissjóð. „Sjóðfélagar geta valið að greiða annaðhvort allt skylduiðgjaldið í 100% samtryggingarsjóð, eða í blandaðan sjóð samtryggingar og séreignar,“ útskýrir Helga. „Sam- trygging er okkur nauðsynleg enda tryggir hún mikilvæg réttindi til elli-, maka-, barna- og örorkulíf- eyris. Helstu kostir séreignar eru hins vegar erfanleiki og sveigjan- leiki í útgreiðslum. Sífellt fleiri kjósa 2 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . f E B R ÚA R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RLífEYRISSjÓÐIR Flestir kvíða því að hætta að vinna en svo er ekki um Nönnu. „Nei, ég hlakka mikið til,“ segir hún. „Þótt mér þyki skemmtilegt í vinnunni er svo ótrú- lega margt annað sem mig langar líka til að gera. Ég held að það verði mjög skemmtilegt að ráða tíma sínum sjálfur og gera eitt og annað sem mig hefur lengi langað til. Ég hef til dæmis gaman af öllu grúski,“ segir Nanna. „Ég er búin að skoða lífeyrisútreikninga og sýnist að ég geti vel hætt að vinna 65 ára. Eftir útreikningum mínum að dæma sé ég ekki betur en að ég ætti að geta lifað ágætu lífi,“ segir Nanna sem hefur alltaf greitt í lífeyrissjóð og í séreignarsparnað eftir að hann var tekinn upp. „Ég stefni á að vera skuldlaus um sjötugt og nota sér- eignarsparnaðinn til að gera mér það kleift.“ Nanna segir að hún hafi aldrei verið hálaunamanneskja og hún verði ekki rík af ellilaununum. „Þau munu samt duga mér ágætlega. Ég á ekki bíl sem sparar mér mikla peninga.“ Nanna segir fæsta sem hún þekkir vera spennta fyrir að hætta á vinnumarkaðnum. „Það breytist oft þegar ég segi fólki að kanna hvað er í boði. Það hefur komið í ljós að margir vita ekki nægilega mikið um réttindi sín og þeir sem eru hættir að vinna eru jafnvel ekki að fá greiðslur sem þeir ættu rétt á. Sumir hafa komist að því eftir að hafa kynnt sér rétt sinn að þeir þurfa ekki endilega að vinna til sjötugs. Ég græði sjálf nánast ekkert á því að vinna til 67 ára miðað við það sem ég fæ úr lífeyrissjóði og tryggingum 65 ára. Það á auðvitað ekki við um alla en miðað við þau réttindi sem ég hef áunnið mér kemur þetta svona út þannig að ég hvet alla til að kanna réttindi sín rækilega og setja inn mismunandi forsendur í reiknivélar Tryggingastofnunar og lífeyrissjóða.“ Nanna er þekkt fyrir matreiðslu- bækurnar sínar en þær eru orðnar tuttugu talsins. Fyrsta bók hennar, Matarást, kom út árið 1998 og var endurútgefin nú fyrir jólin. Hana langar að skrifa fleiri bækur og hafa nægan tíma til þess. „Ég ætla ekki að sitja auðum höndum. Ég á mörg áhugamál og býst við að hafa nóg að gera þótt ég hætti að vinna. Mér finnst til dæmis gaman að ferðast og langar til að gera meira af því,“ segir Nanna sem hefur verið dugleg að ferðast á undanförnum árum. „Ætli ég reyni ekki að ferðast á ein- hverja staði sem ég hef aldrei komið á. Reyndar er ég á leið í matarferð til Armeníu í vor. Mér finnst það spennandi enda er Armenía land með mikla sögu og menningu. Þegar ég skrifa bækurnar mínar er ég að gera það utan vinnutíma. Þar fyrir utan tek ég sjálf myndirnar og á veturna þarf ég að gera það um helgar til að geta nýtt dagsbirtuna. Það verður þægilegt að ráða tíma sínum. Ég mun haga lífi mínu eftir því sem hentar mér best,“ segir hún. „Ég geng með margar hugmyndir að bókum, hvort af þeim verður kemur síðan í ljós. Mig langar að skrifa eitt- hvað um sumar formæður mínar sem áttu merkilega sögu. Hvort úr verði bók veit ég hins vegar ekki. Ég hlakka mikið til að fara að grúska í þessari sögu og ég kvíði ekki ell- inni,“ segir Nanna Rögnvaldar. Hlakkar til að fara á eftirlaun Nanna Rögnvaldardóttir hefur verið á vinnumarkaðnum frá því hún lauk menntaskóla um tvítugt. Hún hlakkar til að fara á eftirlaun. Nanna er að verða 61 árs og ætlar að hætta að vinna 65 ára. Nanna segir að það verði nóg að gera hjá sér í framtíðinni þegar hún kemst á eftirlaunaaldur. MYND/ANTON BRINK 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 1 -7 4 A 0 1 F 0 1 -7 3 6 4 1 F 0 1 -7 2 2 8 1 F 0 1 -7 0 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.