Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 19
Lífeyrissjóðir Þ R I ÐJ U DAG U R 2 0 . f e b r úa r 2 0 1 8 Kynningar: Arion banki, Landssamtök lífeyrissjóða Starri Freyr Jónsson starri@365.is „Flest almennt launafólk átti engin lífeyrisréttindi önnur en úr almannatryggingum sem voru svo lág að útilokað var að draga fram lífið á þeim,“ segir Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ. MynD/Anton BRInK Rekja má grundvöll núverandi lífeyrissjóðakerfis til ársins 1969 þegar samið var um það í kjarasamningum milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Vinnuveitendasambandsins (VSÍ) að setja á fót atvinnutengda lífeyrissjóði með skylduaðild. Það voru fyrst og fremst bág kjör almenns launafólks á efri árum sem kölluðu á stofnun lífeyrissjóðanna að sögn Hennýjar Hinz, deildarstjóra hagdeildar ASÍ. „Þegar samið var um stofnun almennra lífeyrissjóða árið 1969 voru einungis starfræktir lífeyris- sjóðir fyrir tiltekna hópa á vinnu- markaði. Flest almennt launafólk átti engin lífeyrisréttindi önnur en úr almannatryggingum sem voru svo lág að útilokað var að draga fram lífið á þeim. Fyrir stóra hópa eldra fólks þýddi þetta að því stóð ekki annað til boða en að stunda áfram vinnu þrátt fyrir háan aldur eða missa alfarið fjárhagslegt sjálf- stæði sitt.“ Til að setja þetta í samhengi segir Henný að árið 1969 hafi mánaðarlegar greiðslur almanna- trygginga til ellilífeyrisþega verið innan við fimmtungur af meðal- mánaðarlaunum fullvinnandi verkamanns. „Ef við heimfærum þetta á daginn í dag þá væri það sambærilegt því að stór hluti ellilífeyrisþega fengi innan við 100.000 krónur í lífeyri á mánuði.“ Kallaði á breytingar Slík staða kallaði eðlilega á baráttu fyrir breytingum og kröfuna um stofnun lífeyrissjóða fyrir allt launafólk á vinnumarkaði. „Samningurinn frá 1969 skyldaði alla launagreiðendur til þess að taka þátt í að greiða í lífeyrissjóð fyrir starfsmenn sína og tryggja þeim þannig lífeyrisréttindi við starfslok vegna aldurs eða örorku og sömuleiðis eftirlifandi maka og börnum lífeyri við andlát.“ Hún segir forystufólk verka- lýðshreyfingarinnar sem barðist fyrir þessum réttindum hafa sýnt þar mikla framsýni því fyrir lá að verkefnið var mjög viða- mikið. Lífeyrissjóðakerfi sem byggist á sjóðssöfnun, þar sem hver kynslóð safnar réttindum á starfsævinni, yrði ekki fullburða á einni nóttu. Það tæki a.m.k. heila starfsævi að fullþroska slíkt kerfi. „Við stofnun sjóðanna voru gerðar mikilvægar ráðstafanir til að flýta réttindaávinnslu þeirra sem eldri voru til að tryggja þeim bætt kjör við starfslok. Því veittu sjóðirnir upphaflega öllum sjóðfélögum sömu lífeyrisrétt- indi fyrir sömu iðgjöld án tillits til aldurs greiðanda, þrátt fyrir að ljóst væri að iðgjöld þeirra sem eldri voru myndu ávaxtast skemur í sjóðnum en þeirra sem yngri voru.“ Í þessu fyrirkomulagi fólst hug- mynd um samtryggingu launa- fólks segir Henný. „Þannig var hægt að hraða því að þeir sem komnir voru fram yfir miðjan aldur byggðu upp réttindi. Á móti fékk yngra fólk afkomutryggingu í sjóðunum ef það lenti í áföllum, slysum eða andláti, í gegnum örorkulífeyri og maka- og barna- lífeyri.“ Ýmsar breytingar Frá árinu 1969 hafa ýmsar stórar breytingar verið gerðar á lífeyris- sjóðakerfinu. „Árið 1974 voru fyrst sett lög um skylduaðild allra að lífeyrissjóðum sem var mikilvægur áfangi. Í upphafi var aðeins greitt af dagvinnulaunum í lífeyrissjóð en 1990 var samið um að greitt skyldi af öllum launum.“ Árið 1997 var sett ný heildarlög- gjöf um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lífeyrissjóða þar sem inntak skyldutryggingar- innar var skilgreint, sett almenn skilyrði fyrir starfsemi lífeyris- sjóða og heimildum þeirra til fjár- festinga og kveðið á um eftirlit með lífeyrissjóðum. Árið 2000 var í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði samið um framlög í frjálsan við- bótarlífeyrissparnað. „Þar með gat launafólk lagt 2% af launum sínum í viðbótarlífeyrissparnað og var um leið tryggt 2% mótframlag frá atvinnurekanda. Með þessu var lagður grunnur að þriðju stoðinni í lífeyriskerfinu.“ Á árunum 2004 og 2005 var samið um að taka upp aldurstengd réttindi þannig að meiri réttindi fengust fyrir þau iðgjöld sem greidd eru snemma á ævinni og ávaxtast lengur í sjóðunum. Þetta var mikilvægur liður í að tryggja sjálfbærni sjóðanna til lengri tíma sögn Hennýjar. Viðamikið framfaraverkefni bág kjör almenns launafólks á efri árum kölluðu á stofnun lífeyrissjóða á sínum tíma. Grund­ völlinn að núverandi lífeyrissjóðakerfi má rekja til kjarasamninganna árið 1969 milli aSÍ og VSÍ. Kynningarblað 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 0 1 -7 9 9 0 1 F 0 1 -7 8 5 4 1 F 0 1 -7 7 1 8 1 F 0 1 -7 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.