Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 8
Þýskaland Annegret Kramp- Karren bauer, forsætisráðherra í Saarlandi, einu af minnstu sam- bandsríkjum Þýskalands, hefur lengi verið orðuð við að verða arftaki Angelu Merkel kanslara  í þýskum stjórnmálum. Þýskir miðlar hafa kallað hana „Mini-Merkel“ og hún er vinsæl innan raða flokks þeirra, Kristi- legra demókrata (CDU), eftir kosningasigur í Saarlandi í fyrra þar sem CDU jók meirihluta sinn þrátt fyrir að útlit væri fyrir að Jafn- aðarmannaflokkurinn (SPD) bæri sigur úr býtum.  Nú virðist enn líklegra að Kramp-Karrenbauer sé væntan- legur arftaki Merkel en kanslarinn lýsti í gær yfir stuðningi við hana í baráttunni um aðalritarastól flokksins. Frá þessu greindu fjöl- margir þýskir miðlar. Peter Tauber, fráfarandi aðal- ritari, segir af sér í dag og sagði Deutsche Welle að hann hafi tekið þá ákvörðun vegna baráttu sinnar við alvarleg veikindi. Fyrir það þvertóku þó heimildarmenn DPA og sögðu veikindi ekki ástæðuna. Kjörtímabili Taubers átti að ljúka í desember næstkomandi en nú er útlit fyrir að eftirmaður hans verði valinn á flokksþingi þann 26. febrú- ar næstkomandi. Á þinginu munu flokksmenn jafnframt greiða atkvæði um hvort mynda eigi ríkis stjórn með SPD en samkomu- lag náðist á milli flokkanna fyrr í mánuðinum eftir margra mánaða stjórnarkreppu. Nokkur óánægja er sögð ríkja í flokknum með sam- komulagið, einkum vegna þess að SPD fær fjármálaráðuneytið. Óánægja með samkomulagið og væntanlegt samstarf er einnig greinileg á meðal jafnaðarmanna. Martin Schulz, þáverandi leiðtogi flokksins, sagði á kosninganótt í ljósi afhroðsins sem flokkurinn galt í kosningum síðasta árs að flokkur- inn yrði í stjórnarandstöðu á kjör- tímabilinu. Schulz gekk á bak orða sinna eftir mánaðalanga stjórnar- kreppu og komst að samkomulagi við CDU um áframhaldandi sam- starf hins svokallaða stórbandalags. Óljóst er hvort SPD samþykkir samstarf við CDU. Atkvæðagreiðsla um samstarfið hefst í dag á meðal nærri 500.000 flokksmanna SPD og greiða þeir atkvæði með pósti. Líklegt þykir að samstarfið verði samþykkt. Bild am Sonntag greindi frá því um helgina að 26 af þeim 35 borgarstjórum sem SPD á í stórum borgum og bæjum styðji samstarfið. Þá sýndi könnun Kantar Emnid á föstudag að tveir af hverjum þremur styddu samstarfið. Nú mælist Jafnaðarmannaflokk- urinn með um sextán prósenta fylgi ef marka má könnun Forsa frá því á föstudag. Svo lítið fylgi hefur flokk- urinn ekki fengið í kosningum frá því 1887 þegar hann fékk 10,1 pró- sent greiddra atkvæða, að undan- skildum þeim tvennu kosningum á síðustu öld þar sem nasistar voru einir í framboði. Merkel lagði til á fundi fram- kvæmdastjórnar flokksins í gær að Kramp-Karrenbauer yrði nýr aðalritari og samkvæmt heimildar- manni Reuters af fundinum var einróma stuðningur við þá hug- mynd kanslarans. Þykir því líklegt að Kramp-Karrenbauer verði valin aðalritari á flokksþinginu. „Við höfum þekkst lengi og treystum hvor annarri, þrátt fyrir ólíkar skoðanir á hinu og þessu,“ sagði Merkel við blaðamenn í gær. Aðspurð um hvort Kramp-Karren- bauer væri væntanlegur arftaki hennar sagði Merkel: „Ykkar for- réttindi eru að þið getið verið þrjá hringi á undan öðrum. Við stjórn- málamenn þurfum að fást við við- fangsefni dagsins í dag.“ Sjálf var Merkel aðalritari CDU áður en hún varð kanslari og þykir stuðningur kanslarans því benda sterklega til þess að Merkel hafi fundið arftaka sinn. thorgnyr@frettabladid.is Merkel finnur arftaka sinn í Saarlandi Forsætisráðherra Saarlands nýtur stuðnings kanslarans sem vill að hún verði aðalritari Kristilegra demókrata. Því starfi gegndi Angela Merkel áður en hún varð kanslari. Merkel svarar engu um framtíðina og segist ætla að einbeita sér að deginum í dag. Angela Merkel og Annegret Kramp-Karrenbauer á góðri stund. Sú síðarnefnda hefur oft verið nefnd sem mögulegur arftaki Angelu Merkel. NordicphotoS/AFp Hver er þessi Mini-Merkel? l 55 ára, 8 árum yngri en Merkel l Forsætisráðherra Saarlands frá 2011 l Stjórnmála- og lögfræðingur l Þingmaður saarlenska þingsins frá 1999 l Studdi kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja árið 2012, öfugt við Merkel l Vildi árið 2013 hækka hátekju- skatt yfir 50 prósent úr 42 prósentum l Styður ekki fullan rétt samkynja para til ættleiðingar l Sagði árið 2015 ekki hægt að útiloka giftingar ættingja í um- ræðum um samkynja hjóna- vígslur GÓÐUR VINNUFÉLAGI Volkswagen Caddy www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen Caddy. Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum - hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi). Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi og aksturseiginleika bílsins. Fjórhjóladrifinn Caddy hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður og eykur til muna notkunarmöguleika Caddy, hvort heldur er í snjó, hálku eða erfiðu færi. Volkswagen Caddy kostar frá 2.590.000 kr. (2.072.000 kr. án vsk)EIGUM NOK KRA 4x4 TIL AFHEND INGAR STRAX FÆST FJÓRHJÓLADRIFINN Við látum framtíðina rætast. 2 0 . f e b r ú a r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U d a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 1 -7 E 8 0 1 F 0 1 -7 D 4 4 1 F 0 1 -7 C 0 8 1 F 0 1 -7 A C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.