Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 12
Golf Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfing- ur úr GL, lauk leik í 57. sæti á LPGA- mótaröðinni í Adelaide í Ástralíu um helgina og fékk að launum um 3.600 dollara, rúmlega 360 þúsund íslenskar krónur. Þetta var í fyrsta sinn sem Val- dís kemst í gegnum niðurskurðinn á þessari sterkustu mótaröð heims í aðeins annarri tilraun. Valdís lék lengst af frábært golf um helgina, fékk sautján fugla og einn örn en sjö skrambar og níu skollar skiluðu henni 57. sæti á fjórum höggum yfir pari. Þegar náðist í Valdísi var hún komin til Bonville í Ástralíu þar sem hún hefur leik á fimmtudaginn á LET-mótaröðinni, sterkustu móta- röð Evrópu, en hún leikur næstu tvær helgar í Ástralíu. Heilt yfir var hún nokkuð ánægð með spila- mennskuna um helgina. Sló mörg frábær högg „Það var flott að komast í gegnum niðurskurðinn og flott að sjá hvað leikur minn er heilt yfir á góðum stað. Ég var að slá mörg frábær högg og ég reyni að einblína á það eftir mótið, ég hef tekið miklum fram- förum í vetur og það var gaman að sjá það skila sér um helgina. Ég sá um helgina hvað ég á mikla mögu- leika í framhaldinu á þessu og finnst eins og ég eigi fullt erindi í þessa mótaröð.“ Valdís komst inn á mótið seint á þriðjudaginn í gegn um úrtökumót en fyrir vikið var undirbúningurinn fyrir mótið annar en vanalega. Tók engan æfingahring „Ég náði ekki einu sinni að spila æfingarhring, ég kemst inn á mótið seint á þriðjudaginn og fæ bara að Finnst ég eiga fullt erindi á LPGA-mótin Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir komst í fyrsta sinn í gegnum niður- skurðinn á sterkustu mótaröð í heimi um helgina. Hún fékk eftirminnilegan örn á mótinu en veðrið í Adelaide í Ástralíu gerði henni erfitt fyrir á köflum. Valdís Þóra Jónsdóttir hefur nú leikið á tveimur mótum á LPGA-mótaröðinni. Mynd/GSÍ/SeTh Ég náði að setja boltann niður af um 132 metra færi með áttu- járni, ég sá hann að vísu ekki fara niður en ég vissi að þetta var frábært högg þegar ég labbaði að teignum. Valdís Þóra Jónsdóttir Næstu tvö mót sem Valdís Þóra keppir á fara einnig fram í Ástralíu. Fimm fyrstu mót hennar á tíma- bilinu fara fram í Ástralíu. 17 fugla fékk Valdís Þóra á mót- inu í Adelaide, jafn marga og Hyejin Choi sem endaði í 2. sæti. – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Járn & Gler hf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin 104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is Bjóðum upp á sjálfvirkan hurðaopnunarbúnað, hringhurðir, hurðir og gluggakerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi á búnaði. Áratuga reynsla. Fréttablaðið eykur þjónustu sína. labba völlinn fyrir utan reipin á miðvikudaginn. Á fyrsta degi móts- ins var ég að spila völlinn í fyrsta sinn en það kom ekki að sök. Það eina sem fór úrskeiðis voru þessir skrambar sem komu oft upp úr þurru þegar ég klikkaði í kylfuvali eða mati á vindinum,“ sagði Valdís sem reyndi að vera fljót að gleyma því. „Ég er ekkert að hanga á því, ég ræð því ekki hvenær þessi slæmu högg koma en þau komu oftar á kafla en ég bjóst við en ég einblíndi bara á góðu höggin. Ég fékk sautján fugla, einn örn og fékk færi til að sækja fleiri fugla ef allt hefði dottið. Ég er bara ánægð hvað ég var að koma mér í mörg góð færi á fuglum.“ Örninn náðist ekki á myndband Valdís fékk einn örn á mótinu er hún setti niður högg af 132 metra færi. „Ég náði að setja boltann niður af um 132 metra færi með áttujárni, ég sá hann að vísu ekki fara niður en ég vissi að þetta var frábært högg þegar ég labbaði að teignum. Ég var komin með pútterinn í höndina en fann ekki boltann á flötinni, þá sagði áhorfandi mér að hann hefði farið niður. Það segir sitt um hversu vel ég var að slá á mótinu að seinna á hringnum átti ég svipað högg sem var hársbreidd frá því að fara niður, svipuð lengd og sama kylfa,“ sagði Valdís og bætti við að þetta hefði verið það snemma dags að mynda- tökumennirnir hefðu ekki enn verið komnir út á völl. Áfram í Ástralíu Fram undan hjá Valdísi eru tvö mót á austurströnd Ástralíu en hún segist einblína á LET-mótaröðina á næstunni þótt hún muni hafa auga- stað á úrtökumótum fyrir LPGA- mótaröðina. „Auðvitað er markmiðið að taka þátt í fleiri LPGA-mótum á þessu tímabili en ég verð bara að sjá hvaða tækifæri koma upp á borðið og hvað mér býðst. Þar til er einbeitingin á LET-mótaröðinni og næsta móti sem hefst á fimmtudaginn, ég á æfingarhring eldsnemma í fyrra- málið hérna í Bonville,“ sagði Valdís að lokum. kristinnpall@frettabladid.is 2 0 . f e b r ú a r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D a G U r12 S p o r t ∙ f r É t t a b l a Ð I Ð sport 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 1 -6 5 D 0 1 F 0 1 -6 4 9 4 1 F 0 1 -6 3 5 8 1 F 0 1 -6 2 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.