Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 2
Veður Allhvöss suðvestanátt með slyddu- éljum eða éljum um landið vestan- vert en hálfskýjað og sólarglennur austan til. Kólnar smám saman og frystir víðast hvar um kvöldið. sjá síðu 16 Tímahrakið getur verið taugatrekkjandi Síðari hluti Reykjavíkurmóts grunnskólasveita fór fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í gærkvöldi. Keppni í flokki 1.-3. bekkjar fór fram fyrir viku en þar varð Háteigsskóli hlutskarpastur eftir harða baráttu við Rimaskóla. Rimaskóli vann örugglega í flokki 4.-7. bekkjar en hjá elstu krökkunum vann Ölduselsskóli. Ríflega fjörutíu sveitir voru skráðar til leiks og voru keppendur því alls um 200. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Viðskipti „Storytel er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu og við byrjum með nokkur hundruð íslenska titla, bæði titla sem ekki hafa komið út áður á íslensku og eldri titla, og einnig yfir 30 þúsund enskar hljóðbækur,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, sem verður form­ lega opnað í dag. Storytel er sænskt fyrirtæki með yfir hálfa milljón áskrifenda í níu löndum og hefur verið lýst ýmist sem eins konar Netflix eða Spoti­ fy fyrir bækur. Ísland verður tíunda landið sem fær aðgang að Storytel en þar greiða notendur mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóð­ og rafbókum Stefán segir hljóðbækur ekki hafa náð flugi á Íslandi af ýmsum ástæðum en Storytel sé af annarri stærðargráðu en áður hafi þekkst hér. Markaðsrannsóknir sýni að Íslendingar vilja geta hlustað á íslenskar hljóðbækur og þeirri eftir­ spurn ætli Storytel á mæta. „Þetta fer allt í gegnum smáforrit og verður því aðgengilegt og byggir á áskriftarmódeli. Við höfum aldr­ ei haft það áður. Notendur munu geta prófað 14 daga frítt og borga svo eitt gjald á mánuði og hlustað á allar þessar bækur í þjónustunni. Þá er um að ræða nýjar tekjur fyrir rétt­ hafa og höfunda sem munu fá greitt af því sem hlustað er á.“ Stefán segir að áskriftin muni kosta 2.690 krónur á mánuði, sem er heldur minna en til stóð fyrst en fyrirtækið ætlar að taka á sig virðisaukaskattinn í von um að stjórnvöld svari kallinu um afnám skattsins á bækur. Úrval íslenskra hljóðbóka verður aukið verulega á næstu árum og mun útgáfuarmur Storytel fram­ leiða um eina bók á dag auk þess sem þjónustan stendur öðrum útgefendum til boða, innlendum sem erlendum, sem vilja koma efni sínu á framfæri. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllum hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Síðan höfum við setið við undan­ farna mánuði og framleitt tugi bóka sem aldrei hafa komið út. Síðan, þegar fram líður, munum við fram­ leiða 250­300 bækur á ári.“ Auk íslenskra titla verður í nán­ ustu framtíð einnig hægt að nálgast þarna þýdda erlenda titla á íslensku. Tilkoma Storytel gæti því þýtt uppgrip hjá leikurum og raddfögr­ um við að lesa allar þessar bækur þegar framleiðslan verður komin á fullt. „Já, loksins getum við boðið upp á alvöru vinnu fyrir leikara í þessu. Við höfum verið að gefa út kannski tíu hljóðbækur út á ári undanfarin ár. En nú erum við komin með þrjú stúdíó sem eru þétt setin og leikarar koma hér og lesa.“ Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllu hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Stefán Hjörleifsson, framkvæmda- stjóri Storytel á Íslandi. Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! fjölmiðlar Í tilefni þess að frétta­ vefur Fréttablaðsins er kominn í loftið hyggst Fréttablaðið bjóða fjöl­ skyldu í sumarleyfi til sólarlanda. Með því að fara inn á frettabladid. is/nyskraning geta lesendur freistað gæfunnar. Vinningshafar geta valið á milli ferða til Tenerife, Almeria, Benidorm eða sett saman eigin ferð að verðmæti allt að 800 þúsund krónur þar sem allt er innifalið. Fréttablaðið.is býður fjölskyldu til sólarlanda Menntamálaráðherra opnaði nýjan vef Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFáN almaNNaVarNir „Við höfum vaktað þetta af auknum þunga alla helgina og vorum með bakvakt í nótt. Það verður síðan mun fleira dagvinnu­ fólk við vinnu í dag vegna þessa,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvár­ sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Jörð hefur skolfið mjög við Grímsey undanfarna daga. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu rúmlega sextíu skjálftar, þrír að styrk eða sterkari, mælst við eyjuna síðasta sólarhring. Sá sterkasti var 5,2 að stærð og fjórir skjálftar voru á bilinu 4­4,5. Þá er ótalinn fjöldinn allur af minni skjálftum. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðskjálftahrinunnar og íbúar hafa verið beðnir um að fjar­ lægja þunga muni úr hillum. Jarð­ skjálftar eru tíðir á svæðinu. Ekki er talið að eldgos sé hafið neðansjávar í nágrenni eyjunnar. – jóe Óvissustig vegna skjálfta við Grímsey stjÓrNmál Kjörnefnd Sjálfstæðis­ flokksins í Reykjavík vegna borgar­ stjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. Samkvæmt heimild­ um er Marta Guðjónsdóttir eini sitj­ andi borgarstjórnarfulltrúi flokksins sem á möguleika á endurkjöri. „Við afgreiddum þetta frá okkur en nú tekur við að hringja í fólk og kanna hvort það tekur sæti,“ segir Sveinn H. Skúlason formaður kjör­ nefndar. „Þegar búið er að tala við fólk verður listinn lagður fyrir full­ trúaráðið á fimmtudag.“ Heimildir herma að hvorki Áslaug Friðriksdóttir né Kjartan Magnússon séu ofarlega á lista. Hins vegar eigi Marta Guðjónsdóttir möguleika á endurkjöri taki hún sæti. Sveinn gat ekki tjáð sig um listann. „Hér eru allir bundnir eiði og segja ekki bofs.“ – jóe Áslaug og Kjartan úti 2 0 . f e b r ú a r 2 0 1 8 Þ r i ð j u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 1 -5 B F 0 1 F 0 1 -5 A B 4 1 F 0 1 -5 9 7 8 1 F 0 1 -5 8 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.