Fréttablaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 18
AUGLÝSING um listabókstafi stjórnmálasamtaka. Við alþingiskosningarnar 28. október 2017 buðu eftirtalin stjórnmála- samtök fram lista og voru þeir merktir sem hér segir: A - listi Björt framtíð B - listi Framsóknarflokkur C - listi Viðreisn D - listi Sjálfstæðisflokkur F - listi Flokkur fólksins M - listi Miðflokkurinn P - listi Píratar R - listi Alþýðufylkingin S - listi Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands T - listi Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði V - listi Vinstrihreyfingin - grænt framboð Þetta auglýsist hér með skv. 38. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Dómsmálaráðuneytinu, 21. febrúar 2018. Ólympíuleikarnir Alina Zagitova varð í gær næstyngsti keppandi í sögu Vetrarólympíuleikanna til að vinna gull þegar hún tók gullverð­ launin í listskautum aðeins 15 ára gömul. Hafði hún betur með 1,31 stigi gegn löndu sinni, Evgeniu Medvedevu, en hún er fyrsti rúss­ neski keppandinn sem vinnur gull­ verðlaun í PyeonChang. Er hún næstyngsti keppandi Ólympíu­ leikanna frá upphafi sem vinnur gull á leikunum, Tara Lipinski frá Bandaríkjunum var 28 dögum yngri er hún vann gull í sömu grein á Ólympíuleikunum í Nagano 1998. – kpt 15 ára vann fyrsta gull Rússa FÓtbolti Enska knattspyrnusam­ bandið sendi frá sér í gær tilkynn­ ingu um að Pep Guardiola, knatt­ spyrnustjóri Manchester City, hefði verið kærður fyrir ólöglegan klæða­ burð á meðan á leik stóð en málið verður tekið fyrir í byrjun mars. Guardiola sem lék um árabil með og stýrði síðar Barcelona hefur verið með gula slaufu til stuðnings sjálf­ stæðisbaráttu Katalóníu á leikjum í vetur en hann er fæddur og uppalinn í héraðinu. Sambandið bannar leik­ mönnum og þjálfurum liða að koma fram pólitískum skilaboðum meðan á leikjum stendur en þegar Guardi­ ola var spurður út í hvort þetta gæti haft einhverjar afleiðingar í för með sér í desember sagðist hann ekki ætla að gefast upp. Hann væri að sýna stjórn­ málamönnum sem voru settir í steininn stuðning og það væri mikil­ vægara. – kpt Kærður vegna klæðaburðar GolF Valdís Þóra Jónsdóttir, kylf­ ingur úr GL, var í fjórða sæti eftir tvo hringi á Australian Ladies Class­ ic­mótinu í Bonville, Ástralíu, þegar blaðið fór í prentun en þriðji hring­ urinn fór fram í nótt. Mótið er hluti af LET­mótaröðinni, þeirri næst­ sterkustu í heiminum. Valdís fylgdi eftir góðum fyrsta hring með því að spila á tveimur höggum undir pari á öðrum hring. Fékk hún þrjá fugla og tapaði aðeins einu höggi en í viðtali eftir hringinn sagðist hún hafa átt í smá vandræðum með að lesa hvaða kylfu þurfti vegna veðurs. Valdís er þremur höggum á eftir Holly Clyburn sem er átta höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, náði að komast í gegnum niðurskurðinn með því að koma í hús á tveimur höggum yfir pari en hún er á sjö h ö g g u m yfir pari eftir tvo h r i n g i e f t i r s l a k a n fyrsta hring. – kpt Valdís áfram í toppbaráttunni Pep Guard­ i ola með slaufuna. Óaðfinnanleg frammistaða Íslands í fjórða leikhluta körFubolti Íslendingar eru komnir á blað í undankeppni HM 2019 í körfubolta eftir frábæran 81­76 sigur á Finnum í Laugardalshöll­ inni í gær. Eftir jafnan fyrri hálf­ leik lenti íslenska liðið í ógöngum í upphafi seinni hálfleiks. Finnar náðu mest 11 stiga forskoti en íslensku strákarnir sýndu þá úr hverju þeir eru gerðir og léku óað­ finnanlega síðustu 14 mínútur leiks­ ins. Íslenska liðið endaði 3. leikhluta vel og kom á fljúgandi siglingu inn í þann fjórða sem liðið vann 26­13. „Ég skemmti mér ótrúlega vel í dag. Ég hef rosalega gaman af að keppa með þessum strákum. Það er eitthvað sérstakt að spila hérna og fyrir landið sitt,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir leikinn í gær. Fyrirliðinn átti stórleik; skoraði 14 stig, tók 12 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Líkt og í fyrstu tveimur leikj­ unum í undankeppninni var Martin Hermannsson stigahæstur í íslenska liðinu í gær. Hann skoraði 26 stig og Finnarnir réðu ekkert við hann þegar hann keyrði á körfuna. Pavel Ermolinskij byrjaði áhlaup íslenska liðsins um miðjan 3. leik­ hluta og Haukur Helgi Pálsson steig upp í þeim fjórða. Ísland leiddi með einu stigi í hálf­ leik, 39­38. Íslenska liðið átti góða kafla í fyrri hálfleik og spilaði heilt yfir vel. Hlynur gaf tóninn og var kom­ inn með fjögur fráköst eftir tvær mínútur. Martin fór fyrir íslenska sóknarleiknum í 1. leikhluta þar sem hann skoraði 11 stig í honum, þ. á m. þriggja stiga körfu undir blá­ lok leikhlutans. Það var eins gott að Martin var í stuði því lykilmenn á borð við Hauk Helga, Jón Arnór og Jakob Örn Sigurðarson skoruðu aðeins samtals sex stig í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Íslendinga var stirður í upphafi seinni hálfleiks auk þess sem það mynduðust glufur í varnarleiknum. Það nýttu Finnarnir sér vel. Þeir skoruðu 12 af fyrstu 16 stigum seinni hálfleiks og náðu sjö stiga forskoti, 43­50. „Við settum hausinn niður og hættum í smástund að vera ákveðnir og árásargjarnir. Við fórum inn í einhverja skel,“ sagði Hlynur um þennan erfiða kafla. Finnska liðið komst mest 11 Stig Íslands: Martin Hermannsson 26/6 stoðs., Hlynur Bæringsson 14/12 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 11, Pavel Ermonlinskij 8, Jón Arnór Stefánsson 7, Kristófer Acox 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 5, Logi Gunnarsson 2, Jakob Örn Sigurðar- son 2. ísland 81 39 Finnland 76 38 Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sinn fyrsta sigur í undan- keppni HM þegar það bar sigurorð af Finnum, 81-76, í Laugardalshöll- inni í gær. Íslendingar spiluðu frábærlega í 4. leikhluta sem þeir unnu 26-13. stigum yfir, 44­55, en tveir þristar frá Pavel komu Íslendingum aftur inn í leikinn. Þegar 3. leikhluta lauk var munurinn átta stig, 55­63. Ísland byrjaði 4. leikhlutann af krafti, skoraði fyrstu átta stig hans og jafnaði í 63­63. Þegar fjórar og hálf mínúta var eftir stal Haukur Helgi boltanum og kom Íslandi yfir, 69­67. Jón Arnór setti svo niður sinn fyrsta og eina þrist í leiknum og kom Íslendingum fimm stigum yfir, 72­67. Þá forystu lét íslenska liðið ekki af hendi, spilaði af skyn­ semi undir lokin og vann að lokum frábæran fimm stiga sigur, 81­76. Næsti leikur Íslands, og síðasti heimaleikurinn í riðlinum, er gegn Tékklandi á morgun. „Við töpuðum með 20 stigum úti en getum alveg unnið þá. Vonandi fáum við alveg fulla höll. Þótt líkurnar á að komast í lokakeppni HM séu ekki miklar er mjög mikilvægt fyrir okkur að ná árangri í þessari undankeppni, bara fyrir alla framtíð landsliðsins.“ ingvithor@frettabladid.is Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hafði betur gegn Finnum í gærkvöld. Næsti leikur Íslands er gegn Tékklandi á morgun. FréTTablaðið/aNdri 2 4 . F e b r ú a r 2 0 1 8 l a u G a r d a G u r18 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 C -F F B 8 1 F 0 C -F E 7 C 1 F 0 C -F D 4 0 1 F 0 C -F C 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.