Fréttablaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 98
Við getum létt undir Umönnun foreldra er gefandi en getur tekið á vegna annríkis í daglegu lífi. Við getum létt undir með sveigjanlegri aðstoð á heimilinu og ráðgjöf. Heimahreyfing – sérsniðin styrktarþjálfun Aðstoð við böðun Innlit Viðvera Aðstoð við heimilishald Útréttingar og bæjarferðir PO RT h ön nu n ( HEIMA Heilsa Vellíðan Daglegt líf NÁNARI UPPLÝSINGAR: Sími 563 1400 soltunheima@soltunheima.is www.soltunheima.is Hjúkrunarfræðingur kemur heim og saman finnum við þjónustuúrræði fyrir þínar þarfir. Fyrsta heimsókn án skuldbindingar og kostnaðar. Persónuleg og sveigjanleg þjónusta Þvílíkir tímar er yfirskrift sýningar á verkum Krist­ins E. Hrafnssonar mynd­höggvara sem verður opnuð í Hverfisgalleríi í dag. Kristinn hefur verið virkur í íslensku myndlistarlífi í allt að þrjátíu ár, tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis. Kristinn hefur oft fengist við tíma og rými í verkum sínum í gegnum árin og skynjun okkar á þessum ósnertan­ legu fyrirbærum, þar á meðal þeim aðferðum sem við beitum til þess að ákvarða stund og stað eins og til að mynda í veröld sjófarenda. Sex ára á sjó Kristinn er reyndar sjómannssonur frá Ólafsfirði og aðspurður um hvort sá bakgrunnur hafi leitt hann að þessum viðfangsefnum þá gengst hann nú fúslega við að vera alinn upp sem sjómannsefni. „Ég byrjaði ungur að fara á sjó með pabba og var kominn með pungapróf og allt það áður en að ég ákvað að vera frekar í landi og feta listabrautina. En vissu­ lega gefur það góða tilfinningu fyrir rými að vera á sjó. Ég gerði reyndar stóra sýningu um það á sínum tíma sem var á Þjóðminjasafninu og þar fór ég nú nokkuð djúpt í þetta mál og skoðaði frá ýmsum vinklum. En við þá vinnu þá fór ég líka heilmikið í gegnum minnið því suma hluti úr æskunni man maður svo sterklega. Ég man að ég var sex ára þegar ég fór á sjó með pabba og sá ekki til lands og það er ákaflega sterk upplifun, alveg ævintýraleg. Maður áttar sig ekkert á því hvernig maður fer heim og það er sérstök tilfinning.“ Upplifir þú þá að það séu engar áttir lengur? „Já, sérstaklega í þoku eða myrkri, þá áttar maður sig ekki. Það er allt annað þegar maður hefur sólina en þegar hennar nýtur ekki við þá er þetta mikil ráðgáta. Í seinni tíð þegar ég hef verið að skoða stöðu okkar í alheiminum þá er þetta á margan hátt svipuð hugsun; maður er að reyna að rata. Átta sig á því hvaðan þessi heimur er og hvernig hann byrjar og hvar hann endar og svo framvegis. Að við séum að upplifa mjög merkilega tíma. Bæði heillandi og háskalega.“ Að taka þátt í lífinu Kristinn segir titil sýningarinnar, Þvílíkir tímar, einmitt vísa í þessa hugsun. „Bæði þetta kosmíska, stóra mikla sem er mikið að opnast fyrir okkur núna því við erum eins og landkönnuðir í þessari veröld sem við höfum aldrei séð jafn mikið af. En á sama tíma erum við líka að búa til einhvern sýndarveruleika eða sýndarrými sem mér finnst mjög óheillandi. Mér finnst veruleikinn miklu meira spennandi en eitthvert afrit af honum,“ segir Kristinn og er þar að vísa til tækni­ og tölvuveru­ leikans sem er orðinn svo fyrir­ ferðar mikill í daglegu lífi svo margra. „Mér finnst eins og fólki líði ekk­ ert vel í þessum heimi. Þú finnur aldrei neitt, þú upplifir aldrei neitt. Þér er alltaf sagt hvernig hlutirnir eru eða þá að heimurinn er búinn til af öðrum í stað þess að hver og einn reyni að skapa sinn eigin veru­ leika, sinn eigin heim, með því að skoða umhverfi sitt og sína veröld. Að reka sig á, uppgötva og vera þátt­ takandi í lífinu er það sem við eigum að gera. Ef þú gerir það ekki þá ertu einhvern veginn ekkert með.“ Skáldin hans Kristins Á sýningu Kristins er að finna verk sem eru tileinkuð skáldunum Sig­ urði Pálssyni og Þorsteini frá Hamri. Sigurður féll frá á síðasta ári en Þor­ steinn nú fyrir skömmu en þessir vinir Kristins áttu í huga hans það sameiginlegt að vera bæði dásam­ legir listamenn og miklir landkönn­ uðir. „Það var það sem heillaði mig við þá fyrst þegar ég las þá. Þeir til­ heyra eldri kynslóð svo ég kynnist þeim fyrst í gegnum ljóðalestur en seinna áttum við svo eftir að vinna saman. En þeir báðir voru mjög uppteknir af þeim veruleika sem við lifum og hrærumst í en á mjög ólíkan hátt. Mér fannst Sigurður vera meiri sjófarandi. Hann orti mikið um sjóndeildarhringinn og það er mikið ferðalag í ljóðum hans. En aftur á móti var Þorsteinn meira á heimavelli en algjörlega með heim­ inn undir. Hann var miklu jarð­ bundnari maður en samt fantast­ ískt skáld, stór og mikill. Ég tileinka þeim hvorum um sig eitt verk hérna á sýningunni. Er með ljóðabrot frá Sigurði sem ég bæti inn í sjálfur og geri setninguna að spegilmynd: AFTUR OG ENN OG AFTUR. Síðan er ég með fjóra hornsteina í salnum sem eru tileinkaðir Þorsteini og það er undir okkur komið hvernig við skiljum það verk og hvort við erum inni í steininum eða utan við eftir því hvernig við skiljum rýmið. Þetta er löndun Kristinn hefur fengist við myndlist­ ina í um þrjátíu ár og sýnt víða en skyldi því alltaf fylgja sama tilfinn­ ingin að opna nýja sýningu. Ertu alltaf að leggja sjálfan þig undir? „Já maður leggur alltaf sjálfan sig undir. Það er alltaf fiðringur og pínu tauga­ veiklun. Ég veit ekki hvernig væri ef maður væri slakur. Kannski að það væri þá eitthvað að. Maður er kannski ekki uppspenntur, það er engin háspenna, en það þarf að vera smáspenna,“ segir Kristinn og hlær. Hann bætir því við að hann sé lengi að búa til myndlist. „Þetta er yfirlega. Ég leyfi hlutunum að fá tíma og ég veit ekkert endilega hvert ég ætla í upphafi ferðar en svo skerpist það hægt og bítandi. Þá verður líka mikil vinna og stundum breytast verkin í ferlinu og því fylgir tilhlökkun, þessi smáspenna.“ Er þetta strákurinn á bátnum hans pabba að sjá aftur í land? Kristinn hlær við spurningunni og svarar einfaldlega. „Já, þetta er að minnsta kosti löndun.“ Við erum eins og landkönnuðir í þessari veröld Kristinn E. Hrafnsson myndhöggvari opnar sýningu í dag undir yfirskriftinni Þvílíkir tímar. Hann segir titil sýningarinnar vísa til þeirra stórmerkilegu en einnig viðsjárverðu tíma sem við lifum. Kristinn er alinn upp sem sjómannsefni á Ólafsfirði og hann segir það eflaust hafa haft einhver áhrif á hvernig hann skoðar heiminn í sinni listsköpun. FréttAblAðið/EyÞÓr Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r54 m e n n i n G ∙ f r É T T a b L a ð i ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 0 C -F 5 D 8 1 F 0 C -F 4 9 C 1 F 0 C -F 3 6 0 1 F 0 C -F 2 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.