Fréttablaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 32
Konur í sveitarstjórnum: Karlaheimur og hrútskýringar Silja Dögg Baldursdóttir hætti eftir eitt kjörtímabil sem bæjarfulltrúi á Akureyri. „Maður hefur alveg lent í ótrúlegustu hrútskýringum,“ segir hún um reynslu sína. FréttABlAðið/Auðunn Kosið er til sveitarstjórna í lok maí. Ný rann- sókn sýnir að konur séu líklegri en karlar til að hætta sjálfviljugar eftir tiltölulega stutta setu í sveitarstjórnum. Þrjár konur, Silja Dögg, Esther Ösp og Margrét Gauja lýsa menningunni innan sveitarstjórna landsins. Silja Dögg Baldursdóttir Fæðingarár 1982. l – listi, Akureyri. Hættir eftir eitt kjörtímabil sem bæjarfulltrúi. „Staðan er núna þannig hjá okkur fjölskyldunni að við ætlum að elta annað núna sem við settum á ís fyrir fjórum árum þegar ég náði kjöri,“ segir Silja Dögg. „Það er virkilega erfið ákvörðun að kveðja þetta verk- efni núna. Eftir því sem maður kemst betur inn í málin verður rödd manns sterkari og maður getur haft meiri áhrif á samfélagið. “ Silja Dögg hefur setið í meirihluta L-lista, lista Framsóknar- flokks og Samfylkingar, síðustu fjögur ár á Akur- eyri. Hún segist hafa þurft að hafa mikið fyrir hlut- unum til að byrja með sem tengist því að þar fari ung kona. „Ég myndi segja að það sé erfiðara fyrir ungar konur en karla að taka þátt í þessu að mörgu leyti,“ segir Silja. „Maður þarf að sanna sig meira en strákarnir. Þröskuldurinn er hærri og maður hefur alveg lent í ótrúlegustu hrútskýringum. Maður hefur þurft að sitja undir því að það sé talað við mann eins og maður sé of ungur til að skilja hlutina.“ Ein af ástæðum þess að Silja hættir nú eru starfs- aðstæður bæjarfulltrúa á Akureyri. „Þetta starf er ekki alltaf auðvelt. Þar sem þetta er ekki full vinna er mikið unnið eftir venju- bundinn vinnutíma. Margir fundir eru því á tíma sem er tekinn af fjöl- skyldunni. Því segi ég að þú verðir að vera vel giftur til að fara í pólitík. Þetta er tími sem hefur að miklu leyti farið í vinnu fyrir bæinn og nú er komið að því að setja fjölskyldu aftur framar í forgangsröðina,“ segir Silja. Silja Dögg segir þennan hugsunar- hátt að einhverju leyti ósýnilegan. „Þeir karlmenn sem ég hef unnið hvað nánast með hafa unnið með mér sem jafningja. Það hefur hins vegar komið upp gagnvart öðrum. Þegar ég er ekki sammála er skýrt fyrir mér að það sé út af vankunnáttu minni eða að ég sé að misskilja viðkomandi. Að því leyti er þetta karlaheimur. Það skiptir öllu máli að ungt fjölskyldufólk, og þá sér- staklega ungar konur, taki þátt í stjórnmálum. Við fáum alltaf besta sam- félagið þegar fjölbreyttasti hópurinn vinnur saman.“ Silja nefnir eitt mál sem tók nokkuð á hana. Íþróttafélag í bænum hafi óskað eftir bættri aðstöðu og unnið hafi verið að því að koma til móts við þarfir félagsins. Það hafi hins vegar endað í persónu- legri árás á hana eina. „Ég tel það mál hafa farið á þann hátt vegna þess að ég var ung kona. Þá var ég uppnefnd heimsk mella sem vissi ekki neitt. Karl- maður hefði ekki lent í slíku umtali.“ Íslendingar ganga að kjör-borðinu þann 26. maí næst-komandi. Verður þetta í tólfta sinn sem kosið verður í landinu á innan við áratug. Á kjördag velja íbúar hinna 74 sveitarfélaga einstaklinga til að stjórna bæjarfélögum sínum næstu fjögur árin. Nýir frambjóðendur í bland við reyndari munu bjóða sig fram til starfa og óska eftir stuðningi samborgara sinna. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, segir í rit- rýndri grein í ritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kom út í desember síðastliðnum, að sex af hverjum tíu sveitarstjórnarfulltrúum hafi komið nýir inn eftir hverjar kosningar til sveitarstjórna í síðustu þrennum sveitarstjórnarkosningum og líkur á því að konur hætti eftir fyrsta kjör- tímabilið séu meiri en að karlar geri slíkt hið sama. En hvernig er að vera kona í sveitar stjórn og af hverju virðist það vera svo að konur hætti fyrr í pólitík en karlmenn? Af hverju hafa kjörnar konur aldrei orðið fleiri en karlar í sveitarstjórnum landsins og hvenær er von á að það breytist? Viðgengst einhver óútskýrður karlakúltúr í sveitarstjórnum landsins sem heillar ekki konur eða gerir starfið á vettvangi sveitarstjórna minna heillandi fyrir konur en karla? Til þess að reyna að öðlast dýpri skilning á því settumst við niður með þremur ungum og öflugum konum vítt og breitt um landið sem eru að hætta eftir tiltölulega skamma stund í pólitík og hafa tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna, í bili að minnsta kosti. Af hverju eru þær að hætta? Eru sveitarstjórnir karllægur heimur? Eru þær ekki metnar að verðleikum eða eru það allt aðrir hlutir sem hafa áhrif á það af hverju konurnar ákveða að stíga til hliðar núna. Esther Ösp Gunnarsdóttir Fæðingarár 1984. Fjarðalistinn, Fjarðabyggð. Hættir eftir tvö kjörtímabil. Esther Ösp hefur setið í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags Fjarða- byggðar frá árinu 2010. Á þeim tíma hafa tvö börn komið í heiminn, þau hjónin stofnað fyrirtæki saman og því hefur verið í mörg horn að líta undanfarin misseri. Hún segir konur þurfa frekar að sanna sig en strákar. „Fyrsta árið í sveitarstjórn fer í að læra á strúktúrinn og hvernig kerfið virkar. Hér í Fjarðabyggð fer svo annað ár í að komast inn í málin sjálf í því fjölkjarnasveitarfélagi sem við búum í. Hér er fimm eða sex af öllu. Það er því margt sem þarf að skoða og kynnast og læra inn á,“ segir Esther. Að hennar mati er ekkert eitt sem réð því að hún hættir í vor. Áhug- inn fyrir málefnum sveitarfélagsins hefur síður en svo dvínað en þar sem Þá var éG uppnEfnD hEimSk mElla SEm viSSi Ekki nEitt. karl- maður hEfði Ekki lEnt í Slíku umtali. Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r32 H e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 C -F A C 8 1 F 0 C -F 9 8 C 1 F 0 C -F 8 5 0 1 F 0 C -F 7 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.