Fréttablaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 8
Það er ófremdar- ástand í löggæslu- málum hér á landi. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins Þessi staða sem upp er komin er í einu orði sagt grafalvarleg. Snorri Magnússon, formaður Lands- sambands lög- reglumanna AUGLÝSING um sveitarstjórnarkosningar 2018. Á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 26. maí 2018. Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí 2018. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist 31. mars 2018. Þetta auglýsist hér með samkvæmt 2. mgr. 1. gr. framangreindra laga. Dómsmálaráðuneytinu, 21. febrúar 2018. Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Eru deilibílar hluti af framtíðinni í samgöngum? Kynning á fyrirbærinu „DEILIBÍLL“ á Orkustofnun, mánudaginn 26. febrúar kl. 11:45-13:00. Fyrsta erindi ársins í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti. Árni Sigurjónsson hjá Zipcar heldur fyrirlestur á vegum Orkustofnunar, í samstarfi við Grænu orkuna - samstarfsvettvang um orkuskipti. Skráning hjá os.is Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VM, www.vm.is, þar sem nálgast má umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar. Sjóðurinn veitir tvennskonar styrki n Til rannsóknarverkefna sem tengjast vinnuumhverfi eða aðbúnaði félagsmanna VM og þróun námsefnis og kennsluaðferða til menntunar þeirra. n Til ýmiss konar brautryðjenda- og þróunarstarfs sem hefur samfélagslegt gildi, menningarstarfsemi eða listsköpunar. n Einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna- og menntastofnanir geta sótt um styrk úr sjóðnum. Umsóknir berist Akki, Styrktar- og menningarsjóði VM, eigi síðar en 26. mars 2018. VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 Landsfélag í vél- og málmtækni StjórnSýSla Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu- manna, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi skort á faglærðum lögreglumönnum og þá staðreynd að ófaglærðir lögreglumenn geti lent í því að vera einir á vakt í dreif- býli alvarlega. Því skipti miklu máli að bæta stöðuna og fjölga mennt- uðum lögreglumönnum í starfi. „Þessi staða sem upp er komin er í einu orði sagt grafalvarleg,“ segir Snorri. „En þetta er hins vegar staða sem var viðbúið að kæmi upp þegar ákvörðun var tekin um að hefja háskólanám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og leggja niður lögregluskólann um leið. Þá myndast gat í útskrift menntaðra lögreglumanna.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að líklegt þykir að ómenntaðir lögreglumenn verði einsamlir við skyldustörf á þjóðvegum landsins í sumar vegna fjárskorts lögreglu- embætta. Þeir lögreglumenn hafa ekki leyfi til að aka forgangsakstur sem eykur enn á viðbragðstíma lög- reglunnar í dreifbýli. Þorsteinn Sæmundsson, þing- maður Miðflokksins, ræddi stöðu lögreglunnar á þingi í vikunni við dómsmálaráðherra. Hann segir fækkun í lögregluliðinu gera lítið annað en minnka þá þjónustu sem landsmenn fá. „Til að mynda hefur ekki verið lögreglumaður á vakt í Dalasýslu. Þegar eitthvað gerist þar þarf lögreglumaður að koma annars staðar að. Það er ófremdarástand í löggæslumálum hér á landi og sveltistefnan hefur varað nógu lengi. Nú er mál að linni. Verið er að gefa vogunarsjóðum banka á lítinn pen- ing og því er greinilegt að nóg er til í kassanum til að veita inn í mála- flokkinn,“ segir Þorsteinn. Í síðustu fjárlagagerð var fjögur hundruð milljónum króna varið aukalega í lögregluna frá því sem var árið áður. Hins vegar var það mat Ríkislögreglustjóra að nauðsyn- legt hefði verið að bæta við þremur milljörðum króna vegna fjölgunar ferðamanna, aukinnar umferðar á vegum úti og til að vega upp á móti þeirri fækkun sem orðið hefur í lög- regluliðinu síðustu ár. Álag á lög- reglumenn í störfum hefur aukist mikið hin síðari ár sem birtist í auknum langtímaveikindum lög- reglumanna og auknu brottfalli menntaðra lögreglumanna úr stétt- inni. sveinn@frettabladid.is Vilja fjölga menntuðum lögreglumönnum á vakt Formaður Landssambands lögreglumanna segir það ótækt að ómenntaðir lög- reglumenn starfi einir við skyldustörf. Útlit er fyrir að það verði staðan í sumar. Þingmaður Miðflokksins segir sveltistefnu hafa ríkt í löggæslumálum. Skortur er á menntuðum lögreglumönnum til starfa. Þingmaður segir ófremdarástand ríkja. Fréttablaðið/Pjetur UmhverfiSmál Forsvarsmenn fisk- eldisfyrirtækisins Arnarlax viður- kenna að það hafi verið mistök að tilkynna Umhverfisstofnun ekki um tvö óhöpp sem urðu á búnaði fyrir- tækisins í síðustu viku. Þeir segjast munu sjá til þess að það verði gert í framtíðinni. „Í framtíðinni munum við til- kynna öllum þremur stofnununum, Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Fiskistofu, bara til að vera alveg viss. Í þessu tilfelli mátum við það svo að við þyrftum ekki að tilkynna þetta til Umhverfisstofnunar. Það voru mistök, við báðumst afsök- unar á því og munum gera það hér eftir,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax. Annað málið sem um er að ræða snýst um að 53.110 eldislaxar hafi drepist þegar reynt var að flytja laxinn úr sjókví í Tálknafirði sem hafði bilað og yfir í bát fyrirtækis- ins. Hins vegar kom gat á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði um svipað leyti. Eftirlit með fiskeldi hefur verið gagnrýnt að undanförnu í kjölfar þessara tveggja óhappa hjá Arnar- laxi. Matvælastofnun hefur enn ekki, 11 dögum eftir að óhöppin voru tilkynnt, farið á staðinn og tekið út búnaðinn. Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, er ekki á því að eftirliti sé ábótavant varðandi fiskeldi hér á landi. Þvert á móti hafi það batnað mikið undanfarin tvö ár. – aig Lofa að tilkynna óhöppin framvegis Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri arnarlax. Fréttablaðið/anton 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -3 1 1 8 1 F 0 D -2 F D C 1 F 0 D -2 E A 0 1 F 0 D -2 D 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.