Fréttablaðið - 24.02.2018, Blaðsíða 55
SAH Afurðir ehf á Blönduósi óska
eftir að ráða kjötiðnaðarmann
sem fyrst til starfa í 100% starf.
Starfs – og ábyrgðarsvið
• Vinna í kjötvinnslu við skurð, sultu, pökkun ofl.
• Taka til pantanir
• Yfirumsjón með reykhúsi
• Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Menntunar – og hæfniskröfur
• Menntun og / eða reynsla á sviði kjötiðnaðar skilyrði.
• Nákvæm og vönduð vinnubrögð
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Sjálfstæði og reglusemi
• Metnaður til að ná árangri í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars n.k.
Nánari upplýsingar veitir Vala Hilmarsdóttir í síma
455 2200 eða á netfanginu vala@sahun.is – móttaka
umsókna er á sama netfang.
Rannsóknarlektor á orðfræðis-
viði við stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum
Starf rannsóknarlektors við orðfræðisvið Stofnunar Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum er laust til umsóknar. Um er að ræða
fullt starf. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á fræðasviði
stofnunarinnar. Ætlast er til að þeir geti með námsferli sínum,
starfsreynslu og ritverkum sýnt fram á trausta fræðilega þekkingu á
íslensku máli að fornu og nýju og kunnáttu á sviði orðfræði í víðum
skilningi, einkum með tilliti til íslensks orðaforða og orðanotkunar. Góð
þekking á íslenskri málsögu og reynsla af sögulegum málrannsóknum
er kostur. Æskilegt er að umsækjendur kunni góð skil á orðhlutafræði
og fræðilegum forsendum orðabókargerðar og hafi innsýn í skipulag
og úrvinnslu stórra gagna- og textasafna. Gerð er krafa um góða
samskiptahæfni og gott vald á talaðri og ritaðri íslensku er skilyrði.
Í starfinu er fólgin 40% rannsóknarskylda en auk þess er rannsóknar-
lektornum ætlað að taka þátt í þeim verkefnum sem unnið er að á
orðfræðisviði. Einkum er lögð áhersla á að styrkja það starf sem fram
fer við uppbyggingu, úrvinnslu og greiningu gagnasafna stofnunar-
innar um íslenskt mál og orðaforða. Jafnframt þarf hann að taka þátt
í miðlun upplýsinga um gögnin og þekkingar á grundvelli þeirra til
fræðimanna, háskólanema og almennings.
Ráðið verður í starfið frá og með 1. september 2018 til fimm ára með
möguleika á ótímabundinni ráðningu, sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir
Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna er farið eftir ákvæðum
laga um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum nr. 40/2006
og reglugerðar um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
nr. 861/2008.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ítarlega skýrslu um
vísindastörf sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og
vottorð um námsferil sinn og störf. Í umsókn skal koma fram hver
ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með
tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi
ritverk með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á
rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur standa að ritverki skulu
umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Einnig er
nauðsynlegt að í umsókn komi fram hvaða verkefnum umsækjendur
hafa unnið að, hverju þeir vinna að sem stendur og hver séu áform
þeirra um rannsóknarverkefni ef af ráðningu yrði. Enn fremur er ætlast
til þess að umsækjendur láti fylgja nafn og netfang tveggja einstak-
linga sem eru til þess bærir að veita umsagnir um verk þeirra og hæfni.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara og
fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs.
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2018. Umsóknir ásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda á netfang Sigur-
borgar Stefánsdóttur fjármálastjóra: sigurborg.stefansdottir@
arnastofnun.is eða til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík ásamt fylgigögnum í
þríriti. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í
starfið hefur verið tekin.
Við ráðningar í störf hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Svavarsdóttir, stofustjóri
orðfræðisviðs, asta.svavarsdottir@arnastofnun.is eða í síma 525 4437.
Frekari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðunni: http://
www.arnastofnun.is/.
Umhverfisverkfræðingur /
umhverfisráðgjafi
Umsóknarfrestur
5. mars 2018.
Umsóknir sendist á
job@resource.is
Nánari upplýsingar
www.resource.is/is/um-okkur/storf
HELSTU VERKEFNI
ӱ Ráðgjöf og skýrslugerð
ӱ Rannsóknir og þróun
ӱ Verkefnastjórnun
ӱ Viðskiptaþróun
HÆFNISKRÖFUR
ӱ BSc or MSc í umhverfisverkfræði, umhverfis- og
auðlindafræði eða sambærilegt
ӱ Þekking og/eða reynsla á skólphreinsistöðvum,
lífgasi, úrgangsstjórnun, bókhaldi gróðurhúsa
lofttegunda (GHG) og lífsferilgreiningum (LCA)
ӱ Samskiptahæfileika og reynslu í skýrslugerð á
íslensku og ensku
ӱ Þekking á Norðurlandamáli er kostur
ӱ Þekking og reynsla á GIS og/eða CAT hug-
búnaði er kostur
Kr
ía
h
ön
nu
na
rs
to
fa
w
w
w
.k
ria
.is
valka.is
Framendaforritari
Við erum að leita að hæfileikaríkum framendaforritara til að
þróa með okkur að glænýja lausn. Viðkomandi þarf að hafa
ástríðu fyrir hönnun á notendavænum vefviðmótum
Hæfnikröfur:
• Skilningur á góðri notendaupplifun
• Þekking á hönnunarmynstrum og hugbúnaðarhönnun
• Góð kunnátta á nýlegu Javascript, HTML, CSS, SASS
• Góðir samskiptahæfileikar
• Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
Eftirfarandi kostir æskilegir:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af „responsive“ viðmótshönnun fyrir vef og síma
• Reynsla af PHP og SQL
• Þekking á Symfony Framework
Tækjaforritari
Við leitum af liðsmanni í teymi tækjaforritara sem þróar nýjar
lausnir og vinnur að stöðugum umbótum á núverandi kerfum.
Viðkomandi þarf að hafa ástríðu fyrir tækjabúnaði af ýmsum
gerðum og metnað til að þróa framúrskarandi tækjastýringar.
Hæfnikröfur:
• Reynsla og kunnátta í C/C++ og Linux
• Nákvæmni og öguð vinnubrögð
• Greiningarhæfni
• Góðir samskiptahæfileikar
• Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
Eftirfarandi kostir æskilegir:
• Robotics / Kinematics þekking
• Reynsla af Structured Text forritun skv. IEC 61131-3 staðli
• Þekking á raf- og stýribúnaði ásamt hæfni í bilanagreiningu
• Að viðkomandi sé tilbúin(n) í uppsetninga- og þjónustuferðir
innanlands og utan
• Þekking á Symfony Framework
Nánari upplýsingar um störfin veitir Einar Björn
Jónsson, vöruþróunarstjóri, einar@valka.is
Umsóknir sendist á einar@valka.is
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2018
Hefur þú áhuga á hátækni?
Hlutverk okkar er að hanna og framleiða
hátæknilausnir fyrir vinnslu á fiski með það að
markmiði að auka afköst, nákvæmni og framleiðni
í samræmi við óskir viðskiptavina okkar.
Framtíð fyrirtækisins byggir á hæfu, heiðarlegu
og framsæknu starfsfólki sem axlar ábyrgð
og sýnir frumkvæði í starfi.
2
4
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
8
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
0
D
-4
E
B
8
1
F
0
D
-4
D
7
C
1
F
0
D
-4
C
4
0
1
F
0
D
-4
B
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K