Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 1
KirKjumál Prestur í Reykjavíkur- prófastsdæmi skýrði Agnesi M. Sig- urðardóttur, biskupi Íslands, fyrir fjórum árum frá atviki milli sín og Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Sú vitneskja biskups varð hins vegar ekki tilefni til að hefja rannsókn á mögulegu broti séra Ólafs í starfi, hvort sem það væri siðferðisbrot eða kynferðisleg áreitni. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar spurði Agnesi hvaða vitneskju hún byggi yfir um mál gegn séra Ólafi þegar nefndin vann að úrskurð- unum fimm sem birtir voru í síðasta mánuði. Í svari biskups til nefndar- innar, sem dagsett er 12. febrúar, staðfestir biskup frásögn konunnar sem enn er prestur í Reykjavík, um að hún hefði rætt við biskup vegna máls sem kom upp milli þeirra árið 2010. „Ég sendi sr. Ólaf í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt,“ sagði Agnes í frétt á forsíðu Fréttablaðsins þann 21. septem- ber þegar greint var frá því að þrjár konur hefðu stigið fram og kært hegðun Ólafs til úrskurðarnefndar kirkjunnar. Í einum úrskurðinum sem féll í lok síðasta mánaðar eru afskipti biskups gagnrýnd í málinu. Aftur á móti segir biskup í fréttatilkynningu afstöðu sína skýra. „Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeig- andi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ segir biskup. „Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við að leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“ Agnes vildi ekki ræða það við Fréttablaðið af hverju ekkert hefði verið aðhafst í málinu árið 2014 og hvað væri breytt nú. Fréttablaðið fékk þau skilaboð frá Biskupsstofu að biskup myndi greina frá sinni aðild að málinu ef einhver málsaðili myndi áfrýja málalyktum úrskurð- arnefndar til áfrýjunarnefndar. Fimm konur kærðu séra Ólaf til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í fyrra fyrir athæfi sem þær töldu kynferðislega áreitni. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði gerst sekur um sið- ferðisbrot í tveimur málum. – sa — m e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —5 6 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r m i ð V i K u d a g u r 7 . m a r s 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag sKOðun Guðmundur Andri Thorsson svarar Óttari Guð- mundssyni. 13 spOrt Valgerður Guðjónsdóttir berst í Ósló á laugardag. 14 sérblað Veglegt sérblað um samfélagsábyrgð fyrirtækja fylgir Fréttablaðinu í dag. plús sérblað l FólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 MIÐAS ALA Í FULLU M GAN GI utanrÍKismál Utanríkisráðuneytið kannar nú hvað býr að baki óstað- festum fregnum af Íslendingi sem sagður er hafa fallið í átökum í Sýr- landi. Tyrkneskir miðlar greindu frá því í gær að Haukur Hilmarsson hefði farist í sprengjuregni tyrkneska hersins í Afrin-héraði í norðvestur- hluta Sýrlands. Haukur er sagður hafa tilheyrt samtökunum IBF, sem eru alþjóðahersveit kommúnista og anarkista. Samtökin birtu yfirlýs- ingu þess efnis í gær að hann hefði barist hetjulega gegn ISIS í borginni Rakka. „Hann var sönn hetja,“ segir talsmaður IBF. „Við munum aldrei gleyma nafni hans.“ Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekkert vitað um ferðir Íslendings í Sýrlandi. – þea / sjá síðu 6 Kanna fregnir af Íslendingi í Rakka Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í gærkvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði rök með vantrausti ekki vera fullnægjandi. Sjá síðu 8 Fréttablaðið/Eyþór reYKjaVÍK Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur fyrir störf sín. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Laun borgarfulltrúa eru öllu lægri en grunnlaun þeirra nema rúmum 699 þúsund krónum. Álag leggst á þau laun fyrir setu í nefndum og ráðum borgarinnar og nema því útborguð laun um hver mánaðamót oft um milljón króna. Laun geta lækkað ef borgarfull- trúi á ekki sæti í neinni nefnd. Svo háttar hjá Sveinbjörgu Birnu Svein- björnsdóttur en hún fær rétt rúmar 400 þúsund krónur á mánuði. Til samanburðar er Líf Magneudóttir með þrefalt hærri laun í starfi sínu í borginni. – jóe / sjá síðu 4 Borgarstjóri fær tvær milljónir Vissi af máli árið 2014 en gerði ekkert Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vissi árið 2014 af atviki milli séra Ólafs Jóhannssonar og prests í Reykjavíkurprófastsdæmi. Hins vegar varð það ekki tilefni til rannsóknar á þeim tíma. Nú segir biskup að hún líði ekki slíkt á sinni vakt. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta og annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Agnes M. Sigurðar- dóttir, biskup Íslands 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 2 -4 9 7 C 1 F 2 2 -4 8 4 0 1 F 2 2 -4 7 0 4 1 F 2 2 -4 5 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.