Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 39
Björk Baldvinsdóttir er sviðsstjóri sölu- og viðskiptaþróunar hjá ISS. Það er mikilvægt að innleiða samfélags- lega ábyrgð inn í verk- ferla og upplýsa, hvetja og virkja starfsfólk til að vinna saman að mark- miðum og verkefnum sem lágmarka skaðsemi við náttúruna. Við hjá ISS teljum mikilvægt að fyrirtæki leggi áherslu á samfélagsábyrgð og skipu- leggi starfsemi sína með markviss- um og gagnsæjum hætti þannig að áhrif starfseminnar verði jákvæð fyrir samfélagið,“ segir Björk Baldvinsdóttir sem er sviðsstjóri sölu- og viðskiptaþróunar hjá ISS og hefur unnið hjá fyrirtækinu í átján ár. Hún segir það auka trúverðug- leika fyrirtækja að miðla upplýs- ingum á skipulegan og gegnsæjan hátt, og að það skipti máli bæði fyrir fólk og umhverfi. „Að starfa í samfélagi, hvort held- ur sem einstaklingur eða fyrirtæki, kallar á að allir sýni ábyrgð og beri virðingu fyrir samborgurunum, samfélaginu í heild og umhverfinu. Við trúum því að til lengri tíma byggist góður árangur fyrirtækisins á jafnvægi á milli félagslegra-, umhverfis- og efnahagslegra þátta í rekstri okkar,“ segir Björk. Virðing fyrir umhverfinu Stefna ISS er að vera í fararbroddi íslenskra fyrirtækja í að minnka mengun frá eigin starfsemi og leitast þannig við að vera til fyrir- myndar á sviði umhverfismála og samfélagsábyrgðar. „Á síðastliðnum tíu árum hefur ISS minnkað notkun á ræstinga- efnum um 60,8 prósent á hvern ræstan fermetra, en 96,1 pró- sent ræstinga- og hreinsiefna eru Svansvottuð og allar rekstrarvörur í notkun ISS eru Svansvottaðar,“ útskýrir Björk. Á undanförnum árum hefur ISS einnig unnið markvisst að minnkun eldsneytis með því að skipta út bílaflota fyrirtækisins. „ISS var í góðum hópi fyrirtækja sem undirrituðu yfirlýsingu um loftslagsmál 16. nóvember 2015 og tekur því þátt í að ná sam- eiginlegum loftslagsmarkmiðum Íslands með ríkjum ESB. Í rekstri fyrirtækisins leggjum við áherslu á að borin sé virðing fyrir umhverf- inu og að lögð sé áhersla á að lágmarka skaðsemi rekstrarins við náttúruna,“ segir Björk. Stolt af virkum stefnum ISS þjónustar fjölmörg fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu með hádegis- mat og hefur unnið markvisst að betri nýtingu hráefnis. „Markmið okkar er að vinna náið með viðskiptavinum í að bæta nýtingu og minnka matar- sóun. Við höfum tekið hugbúnað í notkun sem heldur utan um það magn sem fer út úr húsi og það sem kemur síðan til baka, en þannig getum við betur sett okkur markmið þegar kemur að nýtingu og séð í hverju sóunin er fólgin. Við leggjum líka áherslu á snyrtilegt umhverfi, bestu aðferðir og tækni við flokkun, geymslu og urðun á sorpi,“ útskýrir Björk. Hún segir mikilvægt að innleiða samfélagslega ábyrgð inn í verk- ferla og upplýsa, hvetja og virkja starfsfólk til að vinna saman að markmiðum og verkefnum sem lágmarka skaðsemi við náttúruna. „Öryggismál eru umfangsmikil innan ISS og er unnið ötullega við að ná markmiðum með betri verk- ferlum, kennslu, fræðslu og búnaði til að lágmarka og helst koma alveg í veg fyrir slys og óhöpp. ISS var eitt þriggja fyrstu fyrirtækjanna til að hljóta jafnlaunavottun og lítum við á vottunina sem hluta af samfélagslegri ábyrgð,“ segir Björk en áður hafði ISS unnið eftir Þurfum öll að sýna ábyrgð ISS er eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem varð aðili í Festu. Fyrirtækið er leiðandi í fasteignaumsjón, býður fjölbreytta þjónustu á fyrirtækjamarkaði og hefur samfélagsábyrgð að leiðarljósi. jafnréttis áætlun í fjölda ára ásamt því að vera framarlega í jafnréttis- málum. „Hjá ISS eru 72 prósent stjórn- enda og millistjórnenda konur. Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma eins og kostur er og hægt að koma því við, markvissa starfsþróun og erum með starfs- mannaviðtöl við alla okkar starfs- menn á hverju ári. Þá er ISS með virkar stefnur sem við erum stolt af og við leggjum mikla áherslu á, eins og viðbragðsáætlun í eineltis- málum og umhverfis- og gæða- stefnu.“ Mjólkursamsalan er félagi í Festu – miðstöð um sam-félagsábyrgð og horfa stjórnendur og starfsmenn fyrir- tækisins í ríkari mæli á það hvar hægt er að hnika til og breyta í starfseminni svo umhverfisspor þess séu mörkuð af ábyrgð. MS leggur áherslu á gæðaframleiðslu í sátt við náttúruna og umhverfið, enda eru umhverfismál meðal forgangsmála fyrirtækisins. MS hefur sett sér það markmið að minnka losun á úrgangi út í umhverfið, minnka orkunotkun og bæta hráefnisnýtingu og jafnframt er lögð rík áhersla á að hvetja neytendur til að skila notuðum umbúðum til endur- vinnslu. Árið 2017 tók MS nokkur stór skref í umhverfismálum. „Við skiptum mjólkurfernunum okkar út fyrir nýjar og umhverfisvænni fernur sem eru ekki eingöngu endurvinnanlegar heldur jafn- framt búnar til úr endurnýjanlegu hráefni úr plönturíkinu. Ferska mjólkin okkar sem við setjum í 25 milljón fernur árlega fer nú í umbúðir gerðar úr pappa úr ábyrgri skógrækt og plasti sem framleitt er úr sykurreyr,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðs- stjóri MS. MS er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi sem setur allar mjólkurfernur í þessar umbúðir sem eru þær umhverfis- vænstu sem völ er á fyrir drykkj- armjólk og við þessa breytingu varð kolefnisspor fernanna 66% minna en áður. Fyrir þessar breytingar var MS tilnefnt til Fjöreggsins fyrir lofsvert framtak á matvæla- eða næringarsviði og var tilnefningin mikil viðurkenn- ing fyrir fyrirtækið. Á síðasta ári var í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga opnuð ný verksmiðja á Sauðárkróki þar sem hágæða próteinduft er unnið úr mysunni sem fellur til við fram- leiðslu osts. „Þar er nú framleitt úr 54 milljónum lítra af mysu sem áður fóru til spillis og auk próteinduftsins er stefnt að fram- leiðslu etanóls í náinni framtíð. Sóun nýtanlegra hráefna minnk- aði þannig í framleiðslu okkar og eftir að framleiðsla etanóls hefst mun aðeins hreint vatn renna til sjávar,“ segir Sunna Gunnars Mar- teinsdóttir, verkefnastjóri í upp- lýsinga- og fræðslumálum MS. Frá árinu 2008 hefur MS notað endurnýtanlega plastbakka sem ytri umbúðir fyrir skyr- og jógúrt- dósir og er þeim safnað saman í verslunum og nýttir aftur hjá MS. Í dag eru um 60% af bökkunum endurnýttir og stefnum við á enn betri nýtingu þar. Eins má nefna mjólkurvagna og aðra vagna sem nýttir eru aftur og aftur, fyrir- tækinu og verslunum til mikils hægðarauka – svo ekki sé minnst á umhverfislegan ávinning. Allt ofangreint er liður í umhverfisstefnu og samfélagslegri ábyrgð MS. „Við stefnum ótrauð áfram á þessu ári þar sem ætlunin er að halda áfram að gera betur og fylgja eftir síðasta ári,“ segir Sunna og Guðný bætir við: „Við horfum m.a. til þess á árinu 2018 að flytja drykkjarvörur úr plasti í umhverfisvænar pappafernur þar sem mögulegt er og munu Ab drykkir, létt drykkjarjógúrt og KEA skyrdrykkir flytjast yfir í pappafernur. Enn fremur munum við fjarlægja plaströrið af G-mjólkinni sem við vitum að margir neytendur koma til með að fagna og fylgjast áfram með þróun mála á umhverfisvænum umbúðalausnum fyrir matvæli.“ Gæðaframleiðsla í sátt við náttúru og umhverfi Mjólkursamsalan tekur stór skref í umhverfismálum. MS leggur áherslu á gæðaframleiðslu og fylgist vel með þróun mála í umhverfisvænum umbúðalausnum fyrir matvæli. KYNNINGARBLAÐ 17 M I ÐV I KU DAG U R 7 . M a r S 2 0 1 8 SAMféLAGSáBYRGÐ fYRIRtæKjA 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 2 -8 E 9 C 1 F 2 2 -8 D 6 0 1 F 2 2 -8 C 2 4 1 F 2 2 -8 A E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.