Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 32
Gas- og jarðgerðarstöð rís í Álfsnesi. Baggað plast á leið í endurvinnslu. Flest efni eiga nýtingarfarveg. Upplýsingar um flokkun og endurvinnslu eru á flokkunar- vef SORPU. Fram undan eru breyttir tímar í meðhöndlun úrgangs á höfuð-borgarsvæðinu með nýrri gas- og jarðgerðarstöð SORPU. Stöðin mun anna allt að 35.000 tonnum af lífrænum heimilisúrgangi og er áætlað að framleiðslan verði annars vegar um 3 milljónir Nm3 af metangasi, sem hægt er að nýta sem eldsneyti á ökutæki, og hins vegar 10-12.000 tonn af jarðvegsbæti á ári, sem hentar vel til landgræðslu. Reykjavíkurborg hefur úthlutað SORPU 82 þúsund fermetra lóð undir stöðina í Álfsnesi. Gólfflötur bygginga er áætlaður 12.800 fer- metrar en gert er ráð fyrir að hægt verði að tvöfalda stærð stöðvarinnar í framtíðinni ef þörf krefur. Stöðin samanstendur af móttöku fyrir úrgang, vinnslusal og þrjátíu þrosk- unarklefum fyrir jarðvegsbæti, auk tanka til gasgerðar. Aðdragandinn að byggingu stöðvarinnar er langur en upphaf undirbúnings má rekja aftur til ársins 2009 þegar 34 sveitarfélög á suðvesturhorni landsins samþykktu sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Með undir- ritun á eigendasamkomulagi árið 2013 var síðan verkefni um gas- og jarðgerðarstöð endanlega formgert. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs og sérstök samþykkt stjórn- ar SORPU bs. felur í sér ákvörðun um að hætta að urða lífrænan og brennanlegan úrgang árið 2020 og er bygging gas- og jarðgerðarstöðvar mikilvægur áfangi á þeirri vegferð, auk þess sem stöðinni er ætlað að koma í veg fyrir lyktarmengun frá urðunarstaðnum. Eigendasam- Mikilvægt samfélagsverkefni fram undan í úrgangsmálum Urðun á lífrænum heimilisúrgangi verður hætt með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar höfuðborgar- svæðisins. komulagið frá árinu 2013 gerir ráð fyrir að umrædd gas- og jarðgerðar- stöð vinni á lífrænum heimilisúr- gangi. Tæknilausn var valin eftir útboð á Evrópska efnahagssvæðinu og er það danskt fyrirtæki, Aikan A/S sem útvegar og fyrirskrifar tæknina. Útlitið endurspeglar vistvæna starfsemi Vorið 2017 var efnt til samkeppni um útlit stöðvarinnar og samþykkti stjórn SORPU tillögu frá arkitekta- stofunni Batteríinu. Markmið tillöguhöfunda er að skapa grænt og hlýlegt yfirbragð, sem endur- speglar eðli starfseminnar, þ.e. vist- vænnar orkustöðvar, í samspili við umhverfið. Bygging stöðvarinnar var boðin út í október 2017 og voru tilboðin opnuð 23. janúar 2018. Öll tilboðin voru umfram áætlun og ákvað stjórn að hafna þeim öllum. Framkvæmda- stjóra var í kjölfarið falið að hefja samningskaupaferli við þá bjóð- endur sem uppfylla fjárhagslegar og tæknilegar kröfur, sbr. heimild í lögum um opinber innkaup. Enn er ekki ljóst hver byggingaraðilinn verður. Yfir 95% endurnýting heimilisúrgangs Áætlað er að bygging hefjist á vor- dögum 2018, prufukeyrsla hefjist vorið 2019 og fullum afköstum stöðvarinnar verði náð seinni hluta árs 2019. Nú er einnig búið að setja upp vélbúnað í móttöku- og flokkunarstöð SORPU sem mun auka verulega flokkun plasts frá öðrum heimilisúrgangi og þar með endurvinnslu á plasti. Þegar gas- og jarðgerðarstöðin verður að fullu komin í gagnið er ráðgert að yfir 95% heimilisúrgangs verði endurnýtt með einum eða öðrum hætti. Vinnsla lífræns úrgangs í gas- og jarðgerðarstöðinni krefst forvinnslu á öllum heimilisúrgangi. Málmar og plast verður því flokkað vélrænt frá öðrum efnum, m.a. með seglum og pokaskilju sem blæs léttum pokum með plasti frá öðrum úrgangi. Það sem eftir stendur er síðan flokkað eftir stærð í tvo flokka, þar sem annar er að megninu til lífrænt efni, s.s. matarleifar, gæludýraúrgangur o.s.frv. Til að byrja með munu báðir flokkar fara til vinnslu í gas- og jarð- gerðarstöð í Álfsnesi en búast má við að annar vinnslufarvegur verði fyrir valinu fyrir grófari hlutann síðar meir. Markmiðið er að nýta sem best allan lífrænan úrgang sem til fellur á heimilum á höfuðborgarsvæðinu og meðhöndlun á efninu bæði fyrir og eftir niðurbrot tryggir að plast, málmar og önnur efni fari í réttan farveg. Íbúar verða áfram hvattir til að flokka og skila pappír, textíl, gleri, öðrum endurvinnsluefnum, spilli- efnum, raftækjum og lyfjum í þar til gerða farvegi, s.s. blátunnu, grenndar- gáma og á endurvinnslustöðvar. Sérstaka áherslu þarf að leggja á að íbúar flokki betur lyf, raftæki, spilli- efni og gler. Þannig má tryggja sem besta nýtingu þeirra hráefna sem felast í úrgangi, með sem minnstum tilkostnaði fyrir samfélagið. Gas- og jarðgerðarstöð er loftslagsmál Gas- og jarðgerðarstöðin er mikil- vægt skref í að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna með- höndlunar úrgangs. Nýting metans í stað jarðefnaeldsneytis á öku- tæki hefur í för með sér verulegan ávinning fyrir umhverfið. Metan sem nú er unnið á urðunarstað SORPU er eina umhverfisvottaða eldsneytið á Íslandi, en það ber norræna umhverfismerkið Svan- inn. Ætlað er að metanframleiðsla SORPU muni tvöfaldast með til- komu gas- og jarðgerðarstöðvar. Þá verða þúsundir tonna af jarðvegs- bæti úr lífrænum heimilisúrgangi öflugur liðsauki í landgræðslu og skógrækt. Nýting jarðvegsbætisins mun stuðla að bindingu kolefnis í gróðri og eru þá ótalin önnur þau gæði sem felast í aukinni gróður- þekju á örfoka landi. 10 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A R S 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RSAMFéLAGSÁBYRGÐ FYRIRtæKjA 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 2 -5 3 5 C 1 F 2 2 -5 2 2 0 1 F 2 2 -5 0 E 4 1 F 2 2 -4 F A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.