Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 29
Rafbílastæði við verslunina eru hluti af aðgerðum IKEA til samfélagsábyrgðar. IKEA reisir nú fjölbýlishús í Urriðaholti til að mæta bagalegu ástandi á íslenskum húsnæðismarkaði. Við erum ánægð með þróun- ina hjá okkur og ætlum okkur að gera sífellt betur. Það er einfald- lega eina leiðin til framtíðar. Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisfulltrúi IKEA Samfélagsábyrgð nær yfir svo margt; allt frá ruslatunnum til starfsmannamála, og ekkert stórfyrirtæki í dag getur leyft sér að sinna henni með hangandi hendi vilji það halda góðum rekstri,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisfulltrúi IKEA á Íslandi. „Við höfum gripið til ýmissa aðgerða, stórra og smárra, undanfarin ár til að gera betur í samfélagsábyrgð og munum á næstu vikum gefa í fyrsta skipti út umhverfisskýrslu fyrir starfsemina hér á landi. Það er mikilvægur áfangi fyrir okkur því þá getum við birt tölulegar upplýsingar um markmið okkar í umhverfismálum og árangur.“ Slysavarnir vekja heimsathygli IKEA á Íslandi hefur sinnt sam­ félagsábyrgð af heilindum og sem dæmi um aðgerðir eru verðlækk­ anir, fjölda rafbílastæða, matur fyrir fjölskylduna á frábæru verði og mikilvægur stuðningur við slysavarnir barna, svo eitthvað sé nefnt. „Það er gaman að segja frá því að starf okkar með Her­ dísi Storgaard varðandi slysa­ varnir barna vakti athygli IKEA á heimsvísu fyrir nokkrum árum og nú er svo komið að hún heldur námskeið í slysavörnum barna og vöruöryggi fyrir þá sem starfa við vöruþróun og fleiri hópa hjá fyrirtækinu í Svíþjóð. Þar að auki verður Ísland fyrsti markaðurinn til að hrinda af stað herferðinni Öruggari heimili, sem fer í gang í vor og er alfarið unnin út frá starfi Herdísar í slysavörnum.“ Guðný segir líka vandað til verka í starfsmannamálum, enda sé mannauðurinn það dýrmætasta sem hvert fyrirtæki búi yfir. „Starfsmenn fyrirtækisins eru orðnir um 400, af 26 þjóðernum, og ég held að starfsfólk finni að framlag þess til velgengni fyrirtæk­ isins er vel metið. Við vorum fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að hljóta jafnlaunavottun VR fyrir nokkrum árum, hér hefur verið veittur fjarverubónus í nokkur ár, nokkrar launahækkanir fyrir utan samn­ ingsbundnar hækkanir og í fyrra var 13. mánuðurinn greiddur út til að þakka starfsfólki fyrir vel unnin störf. Þar að auki er boðið upp á fría íslenskukennslu fyrir erlenda starfsmenn, samgöngusamninga og fleira sem fellur svo sannarlega undir samfélagsábyrgðarhattinn.“ Þá hefur fjölbýlishús sem IKEA reisir nú í Urriðaholti, í næsta nágrenni verslunarinnar, vakið athygli. „Það var ákveðið að ráðast í þá framkvæmd vegna afar bagalegs ástands á hús­ næðis markaði. Þegar staðan er orðin þannig að fólk þarf jafnvel að afþakka starf vegna þess að það fær ekki húsnæði á höfuðborgar­ svæðinu þá þarf eitthvað að breytast. Það er afar ánægjulegt að eiga þá kost á því að Samfélagsábyrgð er ekki skraut, heldur nauðsyn IKEA hefur gripið til aðgerða til að gera betur í samfélagsábyrgð. Von er á umhverfisskýrslu frá fyrirtækinu um starfsemina á Íslandi og segir Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisfulltrúi IKEA á Íslandi, skýrsluna mikilvægan áfanga. IKEA á Íslandi sinni samfélagsábyrgð af heilindum. bregðast við með þessum hætti,“ segir Guðný. Íbúðirnar verða 34, meirihlutinn er aðeins 25 fermetr­ ar, og þær verða bæði leigðar út til starfsfólks IKEA og á almennum markaði. „Það er búið að setja upp eftirmynd einnar íbúðarinn­ ar í versluninni og það er ótrúlegt hvað hægt er að gera mikið úr 25 fermetrum. Ég hvet fólk eindregið til að koma við og sjá það með eigin augum.“ Orkuskiptin mikilvæg Guðný segir orkumál hafa verið stjórnendum IKEA hugleikin og til marks um það séu næstum fjögur ár síðan fyrstu hleðslustöðvarnar fyrir rafbíla voru settar upp fyrir utan verslunina. Þeim hafi fjölgað jafnt og þétt og stæðin séu nú um 60 talsins, bæði fyrir viðskipta­ vini og starfsfólk. „Það var ákveðið fyrir nokkrum árum að vera í fararbroddi hvað þetta varðar, og það hefur tekist. Allt er þetta gert með það fyrir augum að liðka fyrir orkuskiptum og einfalda fólki að hlaða rafbílinn. Margir hafa hug á því að skipta yfir í rafbíl en vex í augum að þurfa að hlaða. Það er auðvitað von okkar að sem flest fyrirtæki og stofnanir taki þátt í að eyða þessum hindr­ unum. Nýjasta verkefni IKEA í orkumálum er svo að láta á það reyna hvort við getum nýtt okkur sólarorkuna betur. Því hefur verið haldið fram að birtan hér á landi sé ekki næg til að slíkt borgi sig en við ætlum okkur að komast nær sann­ leikanum í því máli. Nú á næstu vikum hefst vinna við að setja upp sólarsellur á þak byggingar bak við verslunina. Þakið er rúmir 160 fer­ metrar og við ætlum að setja upp þrenns konar sólarsellur og skoða hvort það sé raunhæfur kostur að nýta þessa orku betur. IKEA selur sólarsellur í nokkrum löndum, sem hafa gefist vel, og það væri gaman að geta boðið upp á þann valkost í vöruúrvalinu hér í náinni framtíð.“ Loftslagsmálin varða okkur öll IKEA var eitt rúmlega 100 fyrir­ tækja sem skrifuðu undir loftslags­ yfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Festu í tengslum við loftslagsfund­ inn í París haustið 2015. Guðný segir að síðan þá hafi upplýsingum um loftslagsáhrif fyrirtækisins verið safnað saman og nú á næstu vikum verði tölurnar gefnar út í umhverfisskýrslu þar sem einn­ ig verði birt markmið til næstu ára. „Á sama tíma og það virðist stundum óvinnandi verkefni að snúa við þróuninni í loftslags­ málum í heiminum, þá verður að hafa í huga að það er verið að gera gríðarlega góða hluti mjög víða, og þar eru stórfyrirtæki í lykilhlut­ verki. Einstaklingurinn þarf að líta í eigin barm og byrja heima en vegna þeirra áhrifa sem starfsemi fyrirtækjanna hefur er frábært að sjá hve mörg þeirra hafa sett sér umhverfisstefnu og markmið til að gera betur í þessum málum,“ segir Guðný. „Við erum ánægð með þróunina hjá okkur og ætlum okkur að gera sífellt betur. Það er einfaldlega eina leiðin til fram­ tíðar.“ Eftirmynd einnar íbúðarinnar í fjölbýlishúsi IKEA í Urriðaholti má skoða í versluninni. Tuttugu og fimm fermetrar eru nýttir til hins ýtrasta. KYNNINGARBLAÐ 7 M I ÐV I KU DAG U R 7 . m A r s 2 0 1 8 SAMféLAGSáBYRGÐ fYRIRTæKjA 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 2 -6 C 0 C 1 F 2 2 -6 A D 0 1 F 2 2 -6 9 9 4 1 F 2 2 -6 8 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.