Fréttablaðið - 07.03.2018, Síða 60

Fréttablaðið - 07.03.2018, Síða 60
Hljómsveitin Volta frá Akur-eyri hefur nýverið gefið út breiðskífuna Á nýjan stað. Textarnir í lögunum eru kynngi- magnaðir og segir Aðalsteinn Jóhannsson, annar af textahöf- undum hljómsveitarinnar, að lagið Betrun fjalli til dæmis um samband hans við konuna sína sem hafi verið komið á endastöð vegna sukks og óhóflegs næturbrölts. Það bjargaðist þó eftir að hann tók sig á. „Textinn er loforð um betri tíð og nokkurs konar afsökunarbeiðni,“ segir hann. Annar texti, við lagið Fuglabúrið, er um eymdina og sársaukann í fangelsum en hljómsveitin spilaði í fangelsinu á Akureyri í október 2016. Þá fæddist textinn og svo lagið sem er stórgott. „Við komum þarna á dimmu haustkvöldi. Það tók á móti okkur fangavörður sem hleypti okkur inn. Þarna var sérstakt and- rúmsloft, hlaðið sorg, kvíða og ein- hverju öðru sem ég þekki ekki. En þær ætluðu greinilega að reyna að hafa gaman og gleyma því í augna- blik að þær voru lokaðar inni í fuglabúri,“ segir hann og heldur áfram: „Maður hefur það á tilfinningunni að flestar þessar konur séu fórnar- lömb fíknar sinnar. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, mis- fallegar dætur þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í svona 40 mínútur og voru þær fljótar að líða. Þær virtust hafa gaman af og náðu sumir tónarnir inn fyrir skelina. Ég verð að segja það að maður hafði samúð með þessum konum, lok- aðar þarna inni fjarri þessu lífi sem við þekkjum flest.“ Hann segir að konurnar hafi verið afar þakklátar fyrir heimsóknina. „Þegar við vorum búnir að ganga frá hljóðfærunum og á leið út þá tekur Heimir söngvari í hurðina og hún er auðvitað læst. Í því stekkur ein konan á lappir og segir við okkur: „Þið komist ekki út, þið eruð læstir inni í fuglabúri.“ Þaðan kemur nafn- ið á laginu sem ég svo samdi kvöldið eftir þessa heimsókn. Þessi kvöldstund hafði svo sterk áhrif á mig að textinn kom nánast í einni lotu, hárbeittur og sannur. Það var ótrúlega góð tilfinning að ganga út í myrkrið þetta haustkvöld, eftir að hafa glatt þessar þjökuðu sálir.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðalsteinn segir að bandið sé búið að æfa stíft og stefni á að koma tals- vert fram á næstu misserum. „Við höfum ekki fastmótaða tónlistar- stefnu en líklega erum við mest í rokk-sveitatónlistarbræðingi með tilfinningu. – bb Fangelsi og fuglabúr Hljómsveitina skipa Heimir Bjarni Ingimarsson, Aðalsteinn, Ingvar Leví Gunn- arsson, Arnar Scheving, Hans Friðrik Guðmundsson, Jóhannes Stefánsson. Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Fuglabúrið Við komum þar í myrkri á þennan kalda stað. Þar fuglar gráta í búri, hvað finnst mér um það? Hvað finnst þér um það? Þær sitja á bak við rimla og bíða eftir því, hvenær þær sjá börnin, að dagur renni á ný með dimmum veðragný. Dóp og djöfla hittu, börðust um í vef dæmigerðrar neyslu með vondum úlf og ref. Með kókaínbólgið nef. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, misFallegar dætur Þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í sVona 40 mínútur og Voru Þær Fljótar að líða. Svikamylla ehf., dularfullt félag sem virðist tengt margmiðlunarverkefninu Hatari, tilkynnir atriði á nýja listahátíð og, eins og félagið kallar það, „dóms- dagsfögnuð“. Um er að ræða fögnuð sem fer fram í Iðnó þann 30. mars. Fyrstu atriðin sem tilkynnt hafa verið eru Elli Grill, Muck, Kórus, Cyber, DJ Dominatricks, World Nar- cosis, Rex Pistols, Godchilla og Mad- onna+Child. Fleiri listamenn munu vera tilkynntir síðar í mánuðinum. Í fréttatilkynningu frá Svika- myllu ehf. eru ástæðurnar fyrir því að hátíðin fer fram taldar upp og Háskar – ný listahátíð á vegum Svikamyllu ehf. Hatari virðist tengjast Svikamyllu ehf. á einhvern hátt. FréttABLAðIð/SteFán Félagið Svikamylla ehf. hefur tilkynnt um glænýja listahá- tíð er nefnist Háskar. Félagið segir um að ræða dómsdags- fögnuð og má gera ráð fyrir að þarna verði nokkuð myrk stemming. Fleiri listamenn verða kynntir síðar í mán- uðinum. þar segir: „[…] sigurinn [er] unninn og stríðinu tapað, dómsdagur vofir yfir jörðinni rétt eins og flugurnar sveima í kringum hræið.“ Sagt er að þarna á Háska muni ægja saman ljóðlist, gjörningum, klassískri tón- list, rafhljóðum og þungarokki. Muck er rokksveit sem hefur legið í dvala upp á síðkastið en snýr aftur á Háskum. Kórus er framsækinn kór og mun hann opna hátíðina með söng. Rappsveitin Cyber gerði það ákaflega gott á síðasta ári með plötunni Horror en hún hefur meðal annars fengið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Elli Grill er flippaður rappari úr sveitinni Shades of Reykjavík og vakti athygli þegar hann eyddi öllum peningunum sem hann fékk þegar hann skrifaði undir samning við plötufyrirtækið Öldu í gulltennur frá hinum merka gullsmiði Johnny Deng. DJ Domina- tricks er sjónlista- og raftónlistartví- eyki sem ætlar að sögn að neyða teknó og veruleikafirrt myndskeið ofan í gesti. Rex Pistols er synþa- popp þar sem myrkur blús mætir lostafullri gottatónlist og fleiru. World Narc osis eru pönkaðir málm- rokkarar. Godchilla spila dómsdags- leðjurokk. Svo eru það hið dularfulla tvíeyki Madonna+Child. stefanthor@frettabladid.is sigurinn [er] unninn og stríðinu tapað, dómsdagur VoFir yFir jörðinni rétt eins og Flugurnar sVeima í kringum Hræið. 7 . m a r s 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U r24 l í f I Ð ∙ f r É T T a B l a Ð I Ð Lífið 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 2 -7 0 F C 1 F 2 2 -6 F C 0 1 F 2 2 -6 E 8 4 1 F 2 2 -6 D 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.