Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 40
Pálmar Óli Magnússon, for-stjóri Samskipa á Íslandi, segir meðvitund um sam- félagsábyrgð fyrirtækja alla tíð hafa verið leiðarstef í starfseminni. „Það er okkur til dæmis metnaðar- mál að vera í fararbroddi þegar kemur að því að taka upp nýja tækni og aðferðir sem minnka umhverfisáhrif starfseminnar,“ segir hann. Vöruflutningur, hvort heldur sem er innanlands eða á milli landa, er nauðsynleg innviða- þjónusta sem enginn getur verið án og fyrirtækið taki mjög alvar- lega ábyrgð sína á að takmarka neikvæð umhverfisáhrif sem af honum stafar. Þá fylgi því líka fjölþættur ávinningur að draga úr orkunotkun, fyrir fyrirtækið og samfélagið í heild. Það leiði til aukinnar hagræðingar í starfsem- inni og minnki umhverfisfótspor fyrirtækisins um leið og dregið sé úr innflutningi á eldsneyti og sóun á orkuauðlindum heimsins. „Orkusparandi aðgerðir tikka í öll boxin.“ Enn metnaðarfyllra útblástursmarkmið Í þessu felist rauði þráðurinn og mesta áskorunin hjá flutninga- fyrirtækjum. „Í sjálfu sér stýrum við því ekki beint hversu mikið er flutt, hvaðan varan er keypt eða hvert hún er seld.“ Áherslan er á hvernig koma megi vörunni á milli staða á sem hagkvæmastan hátt. Þar sé annars vegar horft til þess að draga úr orkunotkuninni, svo sem með því að hámarka nýting- una í flutningakerfunum þannig að orkunotkun á hverja flutnings- einingu sé lægri, og hins vegar til þess að nota sem hagkvæmust flutningatæki. Samskip fylgjast jafnframt með tækniframförum og eigi í margvíslegu samstarfi um tækniþróun og einsetji sér að vera í fararbroddi með þeim sem kjark hafi og frumkvæði til að hagnýta nýja tækni. Og árangurinn lætur ekki á sér standa. Markmið sem Sam- skip settu sér um minni útblástur gróðurhúsalofttegunda í innan- landsflutningum til ársins 2020, að fara úr 124 grömmum koltvísýr- ings á hvert flutt tonn á kílómetra árið 2015 niður í 115 grömm, náðust til dæmis á síðasta ári og vel það þegar útblásturinn var kominn niður í 112,7 grömm. „Við höfum því sett okkur nýtt og enn metnaðarfyllra markmið um að fara niður í 110 grömm á tonnkíló- metra fyrir 2020,“ segir Pálmar. Í árangrinum endurspeglist að stórum hluta bætt nýting á flutn- ingskerfunum. „Og með reglulegri endurnýjun á trukkaflotanum tryggjum við að við séum alltaf með nýjustu og sparneytnustu flutningabílana í okkar þjónustu.“ LNG er spennandi kostur fyrir skipin Í skipaflutningum er markmið Samskipa að útblásturinn fari í 38 grömm árið 2020, úr 42 grömmum 2015, en þar hefur róðurinn verið þyngri því útblásturinn í fyrra fór í 47 grömm. „Þarna er við að eiga breytur sem fyrirtækið hefur ekki vald á,“ segir Pálmar, en þegar uppgangur er í efnahagslífinu eykst innflutningur á vörum, á meðan útflutningur frá landinu helst nokkurn veginn sá sami. „Þá verður til tímabundið ójafnvægi í flutningunum með tilheyrandi óhagræði.“ Skipin koma heim hlaðin vörum og kölluð til auka- skip á stundum vegna innflutn- ingsins, en eru léttari á útleiðinni. Pálmar segir stöðugt horft til leiða til að bæta orkunýtingu. Þannig sé til dæmis spennandi að horfa til reynslunnar af skipum samstæðunnar í Noregi, sem fylgt hafi kaupunum á Nor Lines AS á síðasta ári. Árið 2015 tóku Sam- skip við rekstri skipanna Kvitnos og Kvitbjørn sem brenna fljótandi jarðgasi (LNG). Skipin falli vel að sjálfbærri stefnu Samskipa og losi til dæmis ekki köfnunarefnisoxíð (NOx) út í andrúmsloftið, lág- marki losun á brennisteinsdíoxíði (SOx) og losi 70 prósent minna af koltvísýringi á hvert flutt tonn á kílómetra heldur en vöruflutn- ingabifreiðar. Þau séu umtalsvert hagkvæmari þegar kemur að orku- nýtingu í samanburði við skip sem brenni hefðbundinni skipaolíu. „Þetta er dæmi um orkugjafa sem verið er að prófa sig áfram með að nota í skipum,“ segir hann. Þannig verði horft til nýjustu lausna þegar kemur að endur- nýjun í skipaflotanum. „En vanda- málið við að nota orkugjafa á borð við til dæmis raforku á lengri flutningsleiðum er að ennþá er til- tölulega dýrt að geyma raforku. Til að sigla yfir hafið þarf svo mikið magn af orku og það eru engar hleðslustöðvar á leiðinni.“ Endurvinnsla og góður andi Áherslu á umhverfisvernd segir Pálmar ná til allra þátta starfsem- innar. Til dæmis sé í frystiflutn- ingum leitast við að nota ávallt nýjustu tækni og búið að fjárfesta í búnaði og nýjum kælimiðlum sem hafi minni neikvæð áhrif á umhverfið en hefðbundnir. Þá hafi Tæknideild Samskipa um áratuga- skeið unnið náið með gámafram- leiðendum við að bæta hönnun og efnisval gáma. „Gámar Samskipa í dag eru um 960 kílóum eða 20 pró- sentum léttari en þeir voru fyrir 20 árum sem dregur úr orkunotkun.“ Samskip hafa líka unnið mark- visst að því að draga úr pappírs- og matarsóun, dregið úr plastnotkun, svo sem með því að hætta notkun einnota plastmála á vinnustöðvum sínum, auka endurvinnslu og auka hlutfall rafmagnsbíla í fyrir- tækjabílaflotanum. Árið 2015 var hlutfall endurnýtanlegs sorps hjá Samskipum á Íslandi 46 prósent, en er nú komið yfir 55 prósent og markmiðið að hlutfallið fari í 60 prósent 2020. „Það fer heilmikið í gegn hjá okkur af umbúðum og sjóbúnaði og öðru sem tengist flutningunum og við höfum sett okkur skýr markmið um að flokka betur og auðvelda endurnýtingu í stað þess að þetta sé urðað í stórum stíl.“ Fyrir utan umhverfismál leggja Samskip sig síðan fram um að vera góður vinnustaður á allan hátt. Það hafi bein áhrif á starfsánægju, dragi úr tjónum og frávikum og hafi jákvæð áhrif á öllum víg- stöðvum. „Meðvitund um öryggi og öryggismál er mikið gæðamál sem hjálpar okkur við allt sem við gerum, að draga úr sóun og taka ekki óþarfa áhættu og svo fram- vegis,“ segir Pálmar. Þá sé kyn- bundinn launamun ekki að finna hjá fyrirtækinu, enda hafi Samskip í fyrstu atrennu fengið gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC. Þar hafi haft áhrif að Samskip hafa ávallt haft að leiðarljósi að jafnræði sé meðal starfsmanna, óháð kyni, uppruna eða trúarbrögðum. „Samskip hafa líka skrifað undir sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi og við leggjum áherslu á jákvæð og upp- byggjandi samskipti. Það er okkur mikilvægt að góður starfsandi sé á vinnustöðum Samskipa.“ Við höfum því sett okkur nýtt og enn metnaðarfyllra markmið um að fara niður í 110 grömm á tonnkílómetra fyrir 2020. Það er okkur mikilvægt að góður starfsandi sé á vinnu- stöðvum Samskipa. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, segir rauðan þráð í starfsemi fyrirtækisins að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum þeirrar nauðsynlegu innviðaþjónustu sem flutningastarfsemi sé sannarlega. Ávallt sé leitast við að nota tækni og búnað sem hefur minni neikvæð áhrif. MYND/ANTON BRINK Í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum Samskip leggja sig fram um að gera hlutina vel, hvort heldur sem það snýr að þjónustu við viðskiptavini, aðbúnaði og ör- yggi starfsfólks, eða skyldum við samfélag og umhverfi. Til að mynda setur fyrir- tækið sér metn- aðarfull markmið í umhverfis- málum og hefur náð markverðum árangri á mörgum sviðum. 18 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A R S 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RSAMféLAGSÁBYRGÐ fYRIRTæKjA 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 2 -9 3 8 C 1 F 2 2 -9 2 5 0 1 F 2 2 -9 1 1 4 1 F 2 2 -8 F D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.