Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 50
Markaðurinn Miðvikudagur 7. mars 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | instagram fréttablaðsins @frettabladid Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur 05.03.2018 frettabladid.is Mín skoðun varðandi Isavia er að það er auðvitað löngu kominn tími á að horfa á það allt saman. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðmála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Stjórn Klakka, eignarhaldsfélags sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, hefur boðað til hluthafafundar næsta þriðjudag þar sem lagt verður til að kaupaukagreiðslur til stjórnenda og stjórnar verði dregnar til baka. Greint var frá því í Markaðinum í desember í fyrra að hluthafafundur Klakka hefði samþykkt tillögu að kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur kosið um kaupauka í næstu viku Magnús Schev- ing Thorsteins- son, forstjóri Klakka. og stjórnarmenn félagsins. Hefðu heildarbónusgreiðslur getað numið allt að 550 milljónum króna að til- teknum skilyrðum uppfylltum. Áformin vöktu hörð viðbrögð og tilkynnti stjórnin daginn eftir að frétt Markaðarins birtist að hún hefði ákveðið að mæla með því við hluthafa að greiðslurnar yrðu dregnar til baka. Sagði stjórnin það nauðsynlegt til þess að skapa traust í garð félagsins. – kij Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.jeep.is www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 DÍSEL 2.0L 140 HÖ. EÐA 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF MEÐ 4 DRIFSTILLINGUM Select-TerrainTM fjórhjóladrif með 4 drifstillingum, árekstravörn, akgreinaaðstoð, leður/tau áklæði, hiti í stýri og framsætum, hraðastillir, snertiskjár, regnskynjari, LED ljós að framan og aftan,Bluetooth, leðurklætt aðgerðarstýri, varadekk í fullri stærð, 17” álfelgur o.fl. Einnig fáanlegur með 170 hö. bensínvél, sjálfskiptur. VERÐ FRÁ: 5.890.000 KR. GRAND CHEROKEE FRÁ KR. 8.990.000 CHEROKEE FRÁ KR. 6.690.000 COMPASS FRÁ KR. 5.890.000 RENEGADE FRÁ KR. 4.390.000 WRANGLER ALLT SEM ÞÚ ÞARFT Í JEPPA LITLI BRÓÐIR GRAND CHEROKEE Stjórnarmaðurinn er ávallt áhuga- samur um Ríkisútvarpið og að fylgjast með hvernig sú ágæta stofnun fer með almannafé. Nú í sumar stendur fyrir dyrum stærsta verkefni stofnunarinnar á hverju fjögurra ára tímabili. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu. Íþróttadeild RÚV mætir að sjálfsögðu vel undirbúin og úthvíld til leiks, en eins og endranær hefur ekki farið mikið fyrir beinum útsendingum, eða raunar útsend- ingum yfirleitt á vegum deildarinnar í aðdraganda mótsins. Athyglisvert er að bera saman íþróttadeildir RÚV annars vegar og Stöðvar 2 hins vegar. Íþrótta- deild RÚV fær að jafnaði að glíma við stórkeppnir í handbolta árlega. Sumar- og Vetrarólympíuleikar eru svo á fjögurra ára fresti, og hið sama gildir um Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Evrópumeistaramótið hafa þeir misst til einkaaðila undan- farin ár. Þess á milli halda íþrótta- fréttamenn RÚV sér hins vegar heitum með stuttum samantektum í fréttatímum, og stöku landsleikjum í boltagreinum sem detta inn á nokk- urra mánaða fresti. Íþróttafréttamenn Stöðvar 2 hafa hins vegar nóg að gera. Bara í erlendu knattspyrnunni eru það ensku og spænsku úrvalsdeildirnar, Meistara- deildin, Evrópudeildin, þýski boltinn, alþjóðlegir landsleikir og meira til. Þá eru ótaldar aðrar íþrótta- greinar eins og Formúlan, golf, UFC og NBA-körfuboltinn. Af innlendum vettvangi má nefna Pepsi-deildina í fótbolta sem spiluð er að sumri til, þegar erlenda efnið er í fríi, íslenska handboltann og körfuboltann. Einnig þarf að gera öllu þessu skil í fréttatímum á degi hverjum. Athyglisvert er að lesa yfir meðlimalista Samtaka íþróttafrétta- manna en þar er að finna sambærileg- an fjölda íþróttafréttamanna af RÚV og þeirra sem starfa við sambærilega þjónustu hjá Stöð 2. Því kom nokkuð á óvart að til að gera HM í knatt- spyrnu skil þyrfti íþróttadeild RÚV að fá lánsmann frá Stöð 2 – sjálfan Guðmund Benediktsson. Hinir úthvíldu íþróttafréttamenn RÚV geta því áfram haft það náðugt í sumar. Auðvitað sér hver maður að það gengur ekki upp að opinbera stofnunin sé með sambærilega yfir- byggingu og einkaaðilinn, þrátt fyrir að glíma einungis við brotabrot af verkefnunum. Þeim sem fylgjast með RÚV kemur hins vegar ekkert á óvart. Hvers vegna ætti stofnun sem fær sex milljarða árlegt forskot í formi skatt- fjár og auglýsingatekna annars að hafa áhyggjur af nokkrum aðgerða- lausum íþróttafréttamönnum? aðgerðalausir 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 2 -4 E 6 C 1 F 2 2 -4 D 3 0 1 F 2 2 -4 B F 4 1 F 2 2 -4 A B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.