Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 41
Bjarni Herrera Þórisson fram- kvæmdastjóri og dr. Hafþór Ægir Sigurjóns- son, stofnandi og vörustjóri. MYNd/ANtoN BRINK Í Circular Solutions er saman-komin yfirgripsmikil þekking og reynsla á sviði umhverfis- mála. Tveir stofnenda þess eru með doktorspróf á því sviði og þá hefur stofnendateymið bæði kennt og stundað rannsóknir, m.a. í lífsferils- greiningu (LCA) og sjálfbærum lausnum við Háskóla Íslands, DTU og SDU í Danmörku undanfarin ár. „Þessi þekking og reynsla lágmark- ar kostnað viðskiptavina okkar við að uppfylla kröfur og reglugerðir sem og að innleiða réttar og góðar aðferðir við að minnka kolefnisspor og önnur umhverfisáhrif,“ segir Bjarni Herrera, framkvæmdastjóri. Lausnamiðaðar greiningar og kvik framsetning „Á undarförnum dögum hafa komið út fyrstu ársskýrslur fyrir- tækja sem upplýsa um ófjárhags- legar upplýsingar vegna nýrra reglna. Nokkur fyrirtæki hafa nýtt sérþekkingu okkar við þessa vinnu og skilað inn svokölluðu ESG-upp- gjöri. Í slíku uppgjöri koma fram upplýsingar um umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti,“ segir Hafþór Ægir, einn af stofnend- unum, og bætir við að þetta sé mjög jákvætt skref í átt að sjálfbærari rekstrarháttum fyrirtækja. Hafþór segir að stefna Circular Solutions sé að greiningarvinnan komi að gagni fyrir viðskiptavini, til dæmis við stefnumótun fyrirtækja. Einnig að hægt sé að vinna skilvirkt að réttum markmiðum með hag- kvæmum lausnum. „Unnið er með lausn sem líkir eftir viðskiptagreind en sýnir þessa ófjárhagslegu þætti á svipaðan hátt með lykiltölum til þess að rekja og vakta framvindu.“ Greiningar á ESG-þáttum geta líka gagnast aðilum innan fjármála- geirans fyrir ábyrgar fjárfestingar, bæði þegar kemur að greiningu á einstaka verkefnum, en einnig á eignasöfnum t.d. lífeyrissjóða, að sögn Hafþórs. Fjármálamarkaðurinn – grænar fjárfestingar Bjarni bendir á að miklar sviptingar hafi átt sér stað á sameiginlegum vettvangi fjármálamarkaða og umhverfisvísinda, m.t.t. greininga eignasafna og grænna fjárfestinga. „Fjármálamarkaðir eru í lykil- stöðu þegar kemur að fjármögnun Einstök sérfræðiþekking á umhverfismálum Circular Solutions er ungt fyrirtæki sem sérhæfir sig í umhverfislausnum. Sýn þess er skýr: að hafa jákvæð áhrif á framtíð jarðar og hjálpa aðilum að mæta sínum sjálfbærnimarkmiðum og leggja þannig sitt af mörkum til þess að Ísland uppfylli Parísarsáttmálann fyrir árið 2030. umhverfisvænna eða sjálfbærra verkefna. Hins vegar þurfa möguleg fjárfestingaverkefni að vera metin með tilliti til umhverfislegs ávinn- ings, enda er gagnsæi til fjárfesta lykilatriði,“ segir hann. „Græn skuldabréf er dæmi um hratt vaxandi „græna“ fjár- málaafurð. Virði grænna skulda- bréfa á heimsvísu hefur þrefaldast undanfarin fjögur ár og er virði útgefinna skuldabréfa áætlað um 220 milljarðar Bandaríkjadala árið 2018. Græn skuldabréf eru talin mjög traust og nær framboð þeirra ekki að anna eftirspurn þrátt fyrir gríðarlega vaxandi markað,“ upp- lýsir Bjarni. Circular Solutions sérhæfir sig í að meta umhverfisáhrif undir- liggjandi verkefna grænna fjár- málaafurða út frá eðli þeirra. Tryggt er að verkefnin uppfylli kröfur um græn verkefni svo líkur séu auknar á að verkefnin fái sem hæsta ein- kunn matsaðila. Slík vinna, sé rétt og faglega að henni staðið, getur skilað sér í betri kjörum. Þá annast Circular upplýsingagjöf út líftíma skuldabréfanna sem fjárfestar eru að gera frekari kröfur um. „Ísland er í áhugaverðri stöðu sé litið til ýmissa verkefna sem gjarnan ber á góma, svo sem upp- byggingar innviða fyrir rafbíla og almenningssamgöngur, verkefna sem þarf að fjármagna. Mikil- vægt er að standa gaumgæfilega að greiningu umhverfisáhrifa af slíkum verkefnum en verkefnin þurfa að vera gríðarlega umfangs- mikil á næstu 12 árum ætlum við að standast Parísarsáttmálann, eins og kom fram í skýrslu Hagfræði- stofnunar á síðasta ári,“ segir Bjarni að lokum. Nánari upplýsingar fást á heima- síðunni: www.circularsolutions.is. Þrátt fyrir að flestir Íslend-ingar vinni fyrir eða jafnvel eigi fyrirtæki þá telur einungis um helmingur Íslendinga fyrirtæki hafa jákvæð áhrif á samfélagið en jákvæð (Festa og Gallup 2014 og 2016). Nágrannar okkar í Danmörku hafa miklu meiri trú á fyrirtækjum í landinu og meira að segja Írar, sem lentu jafn illa í efnahagshruninu og við, telja almennt að fyrirtæki hafi frekar jákvæð áhrif á samfélagið en neikvæð. En af hverju erum við neikvæðari en löndin sem við berum okkur helst saman við? Áhrif og ábyrgð Fyrirtæki, stór og smá, eiga það sameiginlegt að hafa ákveðin áhrif. Þau hafa bæði áhrif inn á við, til að mynda á starfsfólk, og út á við á samfélag og umhverfi. Áhrifin geta verið misjöfn eftir stærð og starfsemi, en áhrifum fylgir alltaf ábyrgð. Samfélagsábyrgð fyrirtækis felur í sér að fyrirtækið axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem ákvarðanir og athafnir þess hafa á bæði náttúruna og samfélagið þar sem það starfar. Þannig ber fyrirtækið ábyrgð á þeirri mengun sem starfsemi þess veldur og fyrirtækið ber ábyrgð á því að starfsfólk þess og undirverk- takar þess fái notið lögbundinna réttinda. Áður fyrr var algengt að sam- félagsábyrgð fyrirtækja snerist aðal- lega um góðgerðarmál, t.a.m. styrki til íþróttafélaga en í dag snertir það velflesta þætti í starfsemi fyrirtækja. Viðskiptasiðferði, umhverfismál, vinnuvernd, jafnrétti og aðgerðir gegn spillingu eru lykilhugtök þegar kemur að samfélagsábyrgð. Fyrirtæki þurfa að taka afstöðu Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki setja sér opin og mælanleg markmið tengd samfélagsábyrgð. Til að lifa af í viðskiptaumhverfi nútímans þurfa fyrirtæki nefnilega að taka afstöðu, gagnvart stjórnarháttum, gagnvart samfélagi og umhverfi. Neytendur gera sífellt meiri kröfur til fyrirtækja sem bjóða þeim vörur, margir huga t.d. að því hvort umbúðir séu endurvinnan- legar, hvort hugað sé að velferð dýra við gerð vörunnar og að vel sé farið með starfsfólk. Fólk í atvinnu- leit leitar sér í auknum mæli að atvinnurekendum sem er annt um fólk og umhverfi jafnt sem hagnað. Sífellt fleiri fjárfestar huga einnig að samfélagsábyrgðarstefnu fyrirtækja þegar taka á ákvörðun um fjármagn Þannig er ekki einungis mikilvægt að fyrirtæki séu samfélagslega ábyrg, þau verða líka að miðla starfi sínu inn á við til starfsfólks, til framtíðar- starfsfólks, fjárfesta og almennings hérlendis og erlendis til að sam- félagsábyrgðarstefnan hafi tilætluð áhrif. Ábyrgð stjórnvalda Þótt ábyrgð fyrirtækja sé rík þá geta stjórnvöld gert ýmislegt til að styðja við þau. Lagaumgjörð þarf að styðja við stefnumótun fyrirtækja um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og þarf að vinna í virku samráði við atvinnulífið. Markmið Festu er að íslensk fyrirtæki verði í náinni framtíð þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína. Því markmiði verður einungis náð ef vinnum öll saman; stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki, starfsfólk og neytendur. Freyja Steingrímsdóttir verkefna- stjóri hjá Festu – miðstöð um sam- félagsábyrgð. Ísland bezt í heimi? Fyrirtæki, stór og smá, eiga það sameiginlegt að hafa ákveðin áhrif. Á Íslandi eru nær 20.000 fyrirtæk (SA 2017). Flest þeirra eru af miðl- ungsstærð eða smærri en t.d. borga fyrirtæki með 9 starfs- menn eða færri yfir 37.000 Íslend- ingum laun upp á meira en 140 milljarða. KYNNINGARBLAÐ 19 M I ÐV I KU dAG U R 7 . m A r S 2 0 1 8 SAMFéLAGSÁBYRGÐ FYRIRtÆKjA 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 2 -9 3 8 C 1 F 2 2 -9 2 5 0 1 F 2 2 -9 1 1 4 1 F 2 2 -8 F D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.