Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Vantrauststil- lagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlut- verk ráðherra og þá stað- reynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráðherravald og hvernig. Fréttablaðið greinir frá því þann 3. febrúar sl. að lítið gangi að fá gögn og upplýsingar um nokkrar ákvarð­anir kirkjuráðs. Er hér um að ræða ákvarðanir er fjalla um viðskipti með lóðir í landi Heydala, um kaup á landspildu á Valþjófsdal og dómsmál varðandi Kálfafellsstað. Einnig er sagt frá vafstri með veiðirétt í Affallinu og Mið­ fjarðará svo ekki sé minnst á mygluvandamál í fasteignum á Reykhólum. Áður höfum við heyrt um ágreining um sölu mikillar fasteignar við Laugaveg í Reykjavík þar sem biskupsemb­ ættið hefur sitt aðsetur og umræðu um stórt og mikið einbýlishús sem biskup hefur til umráða. Öll er þessi umræða óheppileg fyrir æðsta embætti þjóðkirkjunnar, sem samkvæmt hlutarins eðli á fyrst og fremst að sinna leiðtogahlutverki í boðun kristni á Íslandi og vera öðrum fyrirmynd. Við þekkjum söguna þegar Jesús sópaði borðum víxlaranna út úr musterinu í Jerúsalem. Hvað myndi hann gera hér og nú? Biskupsembættið setur niður þegar það þvælist inn í vafstur um viðskipti með eignir og verðmæti sem aðrir eiga að sjá um. Biskup er trúarlegur leiðtogi og á að láta verald­ legum yfirvöldum eftir að sjá um silfrið. Vakin er athygli á nýju frumvarpi til þjóðkirkjulaga sem birt hefur verið á heimasíðu kirkjuþings. Þar er boðuð ný og áhugaverð sýn á hlutverk og skyldur biskups Íslands og fjarlægður sá kaleikur sem nú er á borði biskups. Kristin trú er í vörn um þessar mundir, ekki bara hér á landi. Okkur veitir ekki af sterkum trúarleiðtoga sem einbeitir sér að því að hlúa að trúnni og standa vörð um kristin gildi í samfélaginu. Þjóðkirkjan á að stuðla að því að allir kristnir söfnuðir innan og utan núverandi þjóðkirkju­ skipulags standi saman að því að varðveita trúararfinn. Þar getur biskup verið fremstur meðal jafningja. Eignum kirkjunnar á svo að koma fyrir á réttum stað í höndum þeirra sem umboð hafa til að fjalla um þær. Þessar eignir eru þjóðarinnar allrar, tilkomnar að mestu löngu fyrir stofnun núverandi þjóðkirkjustofnunar. Veraldarvafstur á Guðs vegum Árni Gunnarsson guðfræðinemi Biskups- embættið setur niður þegar það þvælist inn í vafstur um viðskipti með eignir og verðmæti sem aðrir eiga að sjá um. Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dóms­málaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Þetta var svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð­herra við fyrirspurn Helgu Völu Helga­ dóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um traust til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Svarið er eins skýrt og vænta má í stjórnmálum og felur í sér skila­ boð um að í þessari ríkisstjórn eru allir fyrir einn. Án Sigríðar, engin ríkisstjórn. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar lögðu í gær fram vantrauststillögu á Sigríði vegna Landsréttarmálsins sem of langt mál væri að tíunda hér. Það sem upp úr stendur er að Hæstiréttur dæmdi Sigríði fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum og að talsverð óvissa ríkir nú um hið nýja dómsstig. Réttaróvissa sem á eftir að kosta kjósendur fjármuni og hefur skapað vantraust á störf ráðherrans innan dómskerfisins og hjá þjóðinni. Það er löngu ljóst að Sigríður telur að hún hafi ekki gert neitt rangt og að það sé best að hún sitji sem fastast og ráði ríkjum í dómsmálaráðuneytinu. Sú skoðun ríflega 70% þjóðarinnar að það fari best á að hún víki breytir þar engu um. Hvað þá að dómur Hæstaréttar og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi hrakið meira og minna öll haldreipi dómsmála­ ráðherra í málinu. Af því tilefni er ekki úr vegi að minna Sigríði á orð Katrínar í stefnuræðu forsætisráðherra í desember síðastliðnum: „Við megum aldrei gleyma því að orðið minister þýðir þjónn á latínu en ekki herra eins og inn­ lend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Það eru ekki liðnir þrír mánuðir en annaðhvort eru orðin gleymd mælandanum eða hlutverk þjónsins einfaldlega óljóst í huga meirihlutans. Í umræðu gærdagsins hafði Katrín á orði að réttar­ óvissunni yrði ekki eytt þótt Sigríður viki úr embætti og það er eflaust rétt. Skaðinn er skeður. En það breytir því ekki að rangt var að málum staðið að mati Hæstaréttar og það að taka ábyrgð með því að víkja getur verið ómetanlegur hluti af þeirri vegferð að endurheimta traust og virðingu þjóðarinnar á valda­ mestu þjónum hennar. Vantrauststillagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlutverk ráðherra og þá staðreynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráð­ herravald og hvernig. Slík sátt er forsenda þess að íslensk stjórnmál öðlist traust almennings en til þess þarf þingheimur allur að leggjast á árarnar eða eins og Katrín hafði á orði í áðurnefndri stefnuræðu: „En traust á stjórnmálum og Alþingi getur aldrei einungis verið á ábyrgð meirihlutans – það þekkjum við sem hvað lengstum tíma höfum eytt í stjórnarandstöðu á Alþingi – það er verkefni okkar allra, allra þingmanna á Alþingi Íslendinga.“ Þrátt fyrir þessi orð Katrínar frá því í desember voru það ekki allir á Alþingi heldur meirihlutinn sem lét traustið lönd og leið í gær. Meirihlutinn valdi að þjóna einstaklingi, flokkslínum, sérhagsmunum og sjálfum sér. Þar við situr að öll orð um traust eru orðin ein. Minister Mottó NATO Hér í eina tíð voru þingmenn og stuðningsmenn Vinstri grænna fremstir í flokki í andstöðu við NATO og þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu er hann lítt hrifinn af samtökunum. Eftir tæpa þrjá mánuði í slagtogi við Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkinn virðist hins vegar sem flokksmenn heimfæri 5. grein Norður-Atlantshafssamningsins á ríkisstjórnarsamstarfið. Sú virtist í það minnsta vera raunin í atkvæðagreiðslu um vantraust á dómsmálaráðherra í gær þegar níu af ellefu þingmönnum flokksins studdu vantraustið, túlkuðu árás á einn stjórnar- flokk sem árás á alla. Spennandi verður að sjá hvort sáttmálinn móti áfram afstöðu flokksins á þinginu. Formstagl Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét þau ummæli falla í Kastljósi að það væri undarlegt hvað ýmsir þing- menn væru mikið í einhverjum lagaþrætum og formstagli. Margir forðuðust það að ræða efni og innihald. Af þessu mætti álykta að Páll hefði ekki lesið starfslýsinguna þegar hann sóttist eftir oddvitasæti flokks síns í Suðurkjördæmi. Það sést nefnilega úr flugvél að Alþingi er sú stofnun samfélagsins sem fyrst og fremst er búin til utan um lagaþrætur og formstagl. joli@frettabladid.is 7 . m a r s 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U r12 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 0 7 -0 3 -2 0 1 8 0 5 :2 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 2 -7 0 F C 1 F 2 2 -6 F C 0 1 F 2 2 -6 E 8 4 1 F 2 2 -6 D 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.