Fréttablaðið - 08.03.2018, Síða 2
Veður
Norðaustan gola eða kaldi með
éljum í dag, en lengst af léttskýjað
sunnan og vestan til. Frost 0 til 8 stig,
mildast með suður- og suðvestur-
ströndinni. sjá síðu 36
Verklegt vit í verki
stjórnmál Píratar ætla sér stóra
hluti í komandi sveitarstjórnar
kosningum og munu bjóða fram í
nokkrum sveitarfélögum landsins.
Hafa þeir í þeim leiðangri ráðið Atla
Þór Fanndal blaðamann sem póli
tískan ráðgjafa flokksins í komandi
kosningum.
Atli ráðinn
sem ráðgjafi
hjá Pírötum
Atli Þór Fanndal
Erla Hlynsdóttir, framkvæmda
stjóri flokksins, segir Pírata stefna
á framboð í Reykjavík, Kópavogi,
Akureyri, Hafnarfirði, Reykjanesbæ
og Árborg. Einnig skoðar flokkurinn
alvarlega að tefla fram lista í Mos
fellsbæ.
„Svo erum við að skoða mögu
leika á að bjóða fram ein eða með
öðrum annars staðar,“ segir Erla.
Atli mun koma inn í starfið og
vera til halds og trausts bæði fyrir
framboðin og einstaka frambjóð
endur.
„Hans hlutverk er að vera pólit
ískur ráðgjafi flokksins. Við höfum
verið með ráðgjafa í síðustu tveimur
kosningabaráttum. Hann er til ráð
gjafar fyrir þá sem hafa áhuga á því,
bæði aðildarfélögin og frambjóð
endur,“ bætir Erla við.
„Það var okkar mat að hann hefði
mikla þekkingu á pólitísku lands
lagi á Íslandi og að það væri styrkur
í að fá hann inn í okkar teymi fyrir
þessar sveitarstjórnarkosningar.“
Píratar mældust stærsti stjórn
málaflokkur landsins í fyrsta skipti
í maí árið 2015.
Gallup mældi flokkinn í 36 pró
sentum þann 1. apríl ári seinna. Í
síðustu mælingu var flokkurinn
með tæpra tólf prósenta fylgi og
fjórði stærsti flokkurinn á þingi. – sa
Sýningin Verk og vit 2018 hefst í Laugardalshöll í dag og lýkur á sunnudaginn. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í Laugardalshöll í gær
voru sýnendur í óðaönn að leggja lokahönd á undirbúninginn. Um 120 sýnendur taka þátt en þema sýningarinnar er íslenskur byggingariðnaður,
skipulagsmál og mannvirkjagerð. Á meðal þeirra sem taka þátt eru húsaframleiðendur, verkfræðistofur, tækjaleigur og fleiri. FréttAblAðið/SteFán
neytendur ÁTVR ætlar að bregðast
við tilkynningum frá kaupendum
um „frávik“ á innihaldi neftóbaks
dósa fyrirtækisins með því að setja
loks á þær innsigli. Sigrún Ósk Sig
urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR,
segist vona að nýjar, öruggari dósir
fyrir neytendur verði komnar á
markað í vor.
Sala og neysla á íslenska neftóbak
inu hefur aukist nær árlega síðustu
ár og nam salan á síðasta ári um 40
tonnum, sem jafngildir um 800 þús
und 50 gramma dósum. Meirihluti
notenda setur tóbakið í vör.
Vandamálið við dósirnar er hins
vegar að þegar þær eru komnar í
hendur smásala er ekkert innsigli á
lokinu sem fullvissar neytendur um
að ekki hafi verið átt við innihaldið,
líkt og á flestri annarri neysluvöru.
Fréttablaðið hefur heimildir fyrir
því að upp hafi komið fleiri en eitt
tilfelli nýverið þar sem kaupendur
hafa uppgötvað að búið sé að eiga
við dósirnar sem keyptar hafa verið
í búð og þær reynst hálftómar þegar
heim var komið.
Fréttablaðið hefur einnig staðfest
dæmi um að dós reyndist átekin og
malað kaffi hafi verið sett í staðinn
til að láta það líta út eins og hún væri
full. Dósin á meðfylgjandi mynd er
dæmi um slíkt, þar sem enginn vafi
lék á að um kaffi væri að ræða þegar
lyktað var af, auk þess sem litar og
grófleikamismunur var á tóbakinu
og kaffinu. Umrætt sinn reyndist þó
aðeins um kaffi að ræða, en ekki eitt
hvað mun skaðlegra og uppgötvað
ist þetta áður en þess var neytt.
En leiðin er greið ef vilji er til. Nú
ætlar ÁTVR loks að verða við ákalli
áhyggjufullra neftóbaksnotenda
og setja fiktvörn í formi innsiglis á
dósirnar.
„Verkefnið er í vinnslu og von er
á að prófanir klárist mjög fljótlega.
Stefnan er að innsiglaðar dósir verði
komnar á markað í vor,“ segir Sigrún
Ósk.
„Við höfum fengið nokkrar til
kynningar frá kaupendum um frávik.
Við höfum gert allt hjá okkur til að
tryggja að varan fari rétt frá okkur.“
Sigrún segir ÁTVR vera heildsala
á tóbaki og að heildsölueiningarnar
fari innsiglaðar frá þeim. Þá sé ÁTVR
með virkt gæðaeftirlit sem er ætlað
að tryggja að rétt magn og innihald
sé í smásölueiningunum.
mikael@frettabladid.is
ÁTVR innsiglar loks
tóbaksdósir eftir frávik
Vonir standa til að nýjar innsiglaðar dósir af íslenska neftóbakinu verði komn-
ar á markað í vor. Dæmi eru um að áteknar, hálftómar og jafnvel kaffibland-
aðar dósir hafi ratað frá smásölum til neytenda. Gæðaeftirlit ÁTVR er strangt.
innsigli á tóbaksdósir mun tryggja öryggi neytenda. FréttAblAðið/Anton brink
átt hafði verið við þessa dós og kaffi
blandað út í tóbakið.
Við höfum fengið
nokkrar tilkynn-
ingar frá kaupendum um
frávik.
Sigrún Ósk
Sigurðardóttir,
aðstoðarforstjóri
ÁTVR
Rafvirkjar
LED rakaþétt ljós
www.olafsson.is
Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið
að þínum þörfum með Appi
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
olafsson.is
VIðsKIPtI Fjarskipti hafa tryggt sér
sýningarrétt á Meistaradeild UEFA
og Evrópudeildinni til næstu þriggja
leiktímabila, fyrir tímabilin 2018 og
2019 til 2020 og 2021. Sýningar
rétturinn hefur hækkað verulega í
verði frá fyrri samningi, eða um tæp
50 prósent, samkvæmt upplýsingum
Sportbusiness, sem rýnir í fjármál
íþróttaheimsins.
Samkvæmt fyrirtækinu munu Fjar
skipti greiða UEFA 2 milljónir evra,
eða tæpar 250 milljónir króna, fyrir
hvert leiktímabil. Upphæðin skiptist
þannig að Fjarskipti greiða 210 millj
ónir króna fyrir Meistaradeildina og
37 milljónir fyrir Evrópudeildina.
Upphæðin fyrir leiktímabilin þrjú
nemur því 744 milljónum króna. Í
fyrri samningi, sem tók til þriggja
leiktímabila, greiddu 365 miðlar 160
milljónir króna fyrir sýningarrétt
hvers leiktímabils. – khn
Meistaradeildin
sögð fokdýr
8 . m a r s 2 0 1 8 F I m m t u d a G u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð
0
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
4
-D
2
C
4
1
F
2
4
-D
1
8
8
1
F
2
4
-D
0
4
C
1
F
2
4
-C
F
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K