Fréttablaðið - 08.03.2018, Qupperneq 24
Árið 1975 lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur
baráttudagur kvenna fyrir friði og
jafnrétti. Hugmyndin að sérstökum
baráttudegi kvenna er þó mun eldri
og fæddist við upphaf 20. aldar á
miklum umbrotatímum í kjölfar
iðnvæðingar á Vesturlöndum. Fyrstu
árin voru helstu baráttumálin kosn-
ingaréttur kvenna og réttindi verka-
kvenna en áherslur hafa í gegnum
árin verið margvíslegar og fara
eðlilega eftir helstu baráttumálum
kvenna í samfélaginu hverju sinni.
Menningar- og friðarsamtökin
MFÍK hafa frá árinu 1984 ásamt
fjölda félagasamtaka haldið daginn
hátíðlegan með metnaðarfullri dag-
skrá. Í ár er yfirskrift fundarins Konur
gegn kúgun og er það engin tilviljun
að þessi yfirskrift varð fyrir valinu í
ár.
Á tyllidögum eru gjarnan haldnar
miklar ræður um að konur hafi það
hvergi betra en á Íslandi. Hér hafi
konur og karlar jöfn tækifæri skv.
lögum, hér ríki (næstum) fullt jafn-
rétti og gott ef við erum ekki heims-
meistarar í því. Það getur verið gott
að draga fram það sem vel gengur og
skiljanlega reyna íslensk stjórnvöld
að miðla því sem hér hefur verið gert
til að vera fyrirmynd meðal þjóða
heims. Þetta má þó ekki leiða til
þöggunar á þeirri baráttu sem eftir er,
því vissulega má og þarf að gera betur.
Konur á Íslandi eru svo sannarlega
meðvitaðar um að þær hafa það gott
samanborið við konur víðsvegar um
heiminn enda fá þær að heyra það í
hvert skipti sem þær voga sér að berj-
ast fyrir bættum kjörum hér heima.
Konur fá líka reglulega að heyra að
þær séu ekki að berjast fyrir rétta
málefninu og jafnvel þótt þær rambi
á rétt málefni eru þær ekki að gera
það á réttan hátt, framsetning, málfar
eða fas ætti að vera öðruvísi.
Undanfarnir mánuðir hafa verið
viðburðaríkir í kvennabaráttunni.
Konur hafa stigið fram á Íslandi eins
og víða erlendis og nýtt kvennasam-
stöðu í ýmsum hópum þjóðfélagsins
til að afhjúpa kerfisbundna kúgun
sem felst í kynferðislegu ofbeldi og
kynbundnu misrétti.
Sögurnar eru margar og margvís-
legar. Við höfum heyrt sögur af því
að konur fái ekki eðlilegan framgang
og/eða virðingu vegna kyns síns. Við
höfum heyrt sögur af því að konur
sitji undir klámtengdri orðræðu
sem hvergi ætti að líðast. Við höfum
heyrt sögur um snertingar, káf og
nauðganir. Þetta eru ekki einstök
tilvik. Þetta er kerfisbundið. Þetta
er inngróið í menningu okkar og er
grasserandi í íslensku samfélagi, óháð
öllum heimsmetum í jafnrétti.
Konur á Íslandi eru fullkomlega
meðvitaðar um að ástandið er verra
víða. Sums staðar fá konur ekki einu
sinni að vinna. Það skiptir bara engu
máli í þessu samhengi. Konur munu
ekki lengur sitja undir því að þær eigi
að einbeita sér að öðru, að þær eigi
bara að vera duglegri. Konur ætla ekki
að láta kúga sig lengur. Konur þurfa
frið.
Konur þurfa frið
Auður Lilja
Erlingsdóttir
formaður SHA
og fulltrúi í
undirbúnings
nefnd 8. mars
Til að reka öflugt heilbrigðis-kerfi þarf ekki bara að auka fjármagnið sem í það fer. For-
gangsverkefni er að mynda heild-
stæða stefnu í heilbrigðismálum
sem nýleg skýrsla ríkisendurskoð-
anda kallar á. Til þessa verks þarf að
kalla að fólk frá mörgum stofnunum
og ekki bara stjórnendur heldur
einnig fólkið sem vinnur á gólfinu
og hefur sýn á málið þaðan. Læknar
þurfa að þora að taka umræðuna
um skiptingu fjármagns í hin ýmsu
verkefni kerfisins og þá gagnrýni að
í sumum tilvikum sé um oflækning-
ar að ræða þegar skoðaðar eru tölur
um vissar aðgerðir í samanburði við
nágrannalönd okkar.
Álag á starfsfólk heilbrigðis-
stofnana hefur verið vaxandi allt
frá hruni og sér ekki fyrir endann á
því. Allir vita að plássleysið á Land-
spítala hamlar vissulega því góða
starfi sem þar fer fram. Til að nefna
sláandi dæmi var 56% af hjartaað-
gerðum á Landspítala frestað árið
2017. Alls var 36% aðgerða frestað
vegna plássleysis á gjörgæsludeild
spítalans og 20% vegna annarra
ástæðna eins og mönnunar hjúkr-
unarfræðinga. Það sjá allir að það
hlýtur að vera erfitt að vera búinn
að undirbúa sig undir hjartaaðgerð
og fá svo þær fréttir samdægurs að
ekkert verði af aðgerðinni. Ekki
bara fyrir sjúklinginn heldur einn-
ig fyrir aðstandendur sem hafa gert
ráðstafanir varðandi frí úr vinnu og
ég tala nú ekki um fólk utan af landi
sem hefur útvegað sér húsnæði hér
í höfuðborginni. Það er líka óþægi-
legt fyrir starfsfólk spítalans sem
hefur undirbúið að gera aðgerðina
þennan dag. Það er skiljanlegt að
einhverjum aðgerðum þurfi að
fresta vegna álags eða ófyrirsjáan-
legra atvika og er það vel þekkt
erlendis en að yfir helmingi aðgerða
á ársgrundvelli sé frestað getur ekki
talist í lagi. Hvað er til ráða?
Það er sorglegt að horfa á marga
hjúkrunarfræðinga með allt að
sex ára háskólanám að baki eins
og skurðhjúkrunarfræðinga og
svæfingarhjúkrunarfræðinga kjósa
annan starfsvettvang eins og til
dæmis flugfreyjustarfið. Þetta er
eitthvað sem stjórnvöld þurfa að
átta sig á og koma að borði í launa-
samningum við kvennastéttir sem
starfa í heilbrigðisgeiranum. Til að
gera starfið á þessum stofnunum
aðlaðandi þarf að bæta launa-
kjör þessara stétta, vinnuaðstöðu
og vaktaálag. Landspítalinn hefur
brugðist við með svokölluðu Heklu-
verkefni en meira þarf að koma til.
Starfsmannastefna Landspítalans
sem er sú að ráða einungis lækna
í 100% starfshlutfall við sjúkra-
húsið er ekki til þess fallin að laða
lækna heim úr sérnámi. Við erum
fámennt land og því er nauðsynlegt
fyrir suma sérgreinalækna að halda
sér við faglega með því t.d. að starfa
hluta úr ári erlendis. Við höfum
misst marga góða kollega úr okkar
röðum á Landspítalanum vegna
þessarar stefnu og það bitnar beint
á sjúklingum okkar sem ættu að fá
bestu mögulegu þjónustu sem í boði
er á hverjum tíma.
Varðandi húsnæðismálin, þá
er ekki nóg að byggja við gamlar
byggingar á Hringbraut eða reisa
ný hjúkrunarheimili til að leysa
fráflæðisvanda spítalans. Það þarf
að manna þessar byggingar og við
viljum fólk í þessi störf sem líður vel
í vinnunni og hlakkar til komandi
verkefna. Vissulega þarf að koma
þeim öldruðum sem hafa hlotið
þjónustu á sjúkrahúsinu áfram á
hjúkrunarheimili og þannig skapa
rými fyrir sjúklinga sem þurfa inn-
lögn og eiga ekki að liggja á göngum
eða bíða tímunum saman á bráða-
móttöku eftir þjónustu. Álag á
starfsfólk bráðamóttökunnar hefur
lengi verið óeðlilega mikið en það
er nefnilega þannig að þangað geta
allir leitað, þar eru aldrei allir tímar
uppbókaðir og engum er vísað frá.
Nú hafa tvær öflugar konur
tekið við í forystusveit íslenska
heil brigðis kerfisins, þær Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
og Alma D. Möller, nýskipaður
landlæknir. Ég trúi því að þær taki
samtalið við fólkið á gólfinu til að
byggja upp öflugra kerfi þar sem
sjúklingurinn er settur í öndvegi.
Fyrir síðustu alþingiskosningar
var það rauður þráður í stefnu allra
flokka að hlúa að innviðum og
styrkja heilbrigðiskerfi okkar enn
frekar. Það eru því bjartir tímar fram
undan nú þegar fer að birta og vorið
er á næsta leiti.
Við getum betur
Í grófum dráttum má segja að á seinustu árum hafi rekstrar-tekjur vegna strætóhluta Strætós
skipst þannig að sveitarfélögin hafa
skaffað 3 milljarða, notendur 2
milljarða og ríkið 1 milljarð.
Nokkur framboð hafa óbeint sett
fram þá stefnuskrá að ríkið hætti að
borga þennan eina milljarð í strætó
og noti hann frekar til að byggja
mislæg gatnamót. Einhver framboð
hafa jafnframt viðrað þá hugmynd
að gefa fólki frítt í strætó og skera
þannig 2 milljarða til viðbótar af
rekstrartekjunum.
Ef hvort tveggja er gert munu
rekstrartekjur Strætós lækka um
helming. Til að dæmið gangi upp
þarf annaðhvort að nánast tvö-
falda framlög sveitarfélaganna,
eða skera niður þjónustu. Það má
geta sér til hvor leiðin sé líklegra að
verði farin.
Þar sem almenningssamgöngur
eru góðar kosta þær sitt. Strætófar-
þegar í Reykjavík þurfa ekki lélegri,
ókeypis þjónustu. Þeir þurfa betri
þjónustu. Þótt það geti verið allt
í lagi að fella niður fargjöld tíma-
bundið sem part af einhverju mark-
aðsátaki er tómt mál að ætla sér að
að efla almenningssamgöngur ef
menn ætla í leiðinni afþakka tekjur
af fargjöldum notenda.
Ókeypis strætó
er vond hugmynd
Pawel
Bartoszek
alþingismaður
Konur á Íslandi eru full-
komlega meðvitaðar um að
ástandið er verra víða. Sums
staðar fá konur ekki einu
sinni að vinna. Það skiptir
bara engu máli í þessu sam-
hengi. Konur munu ekki
lengur sitja undir því að þær
eigi að einbeita sér að öðru,
að þær eigi bara að vera dug-
legri.
Ebba Margrét
Magnúsdóttir
formaður
læknaráðs
Landspítalans
Þegar Stígamót voru stofnuð á þessum degi fyrir 28 árum, þótti mörgum að þar væru á
ferðinni öfgafull samtök. Konum,
sem lýstu reynslu sinni af kynferðis-
legu ofbeldi, var ekki trúað. Og
börn, sem sögðu frá, áttu sjaldnast
von á að vera tekin alvarlega. Við-
horf samfélagsins var iðulega að
þolendurnir væru að segja ósatt
eða hefðu misskilið eigin upplifun
frekar en að gróft heimilisofbeldi
væri nánast daglegt brauð á litla
Íslandi.
Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar og á alþjóðlegum baráttu-
degi kvenna er við hæfi að líta um
öxl og þakka öllu því baráttufólki
sem hefur hjálpað okkur að þokast
áfram. En við þurfum líka að staldra
við og greina „öfgafólk“ samtímans.
Hvaða raddir eru það sem við viljum
frekar þagga niður í en hlusta á, af
því að þær fara með óþægilegan
sannleik?
#metoo bylgjan hefur afhjúpað
áreitni og ofbeldi sem hefur við-
gengist alltof lengi og í öllum
kimum íslensks samfélags. Haft
var eftir Cynthiu Enloe, sem flutti
fyrirlestur við Háskóla Íslands á
dögunum, að fyrirsjáanlegt bakslag
eftir #metoo umræðuna væri ákall
um að gera þyrfti greinarmun á frá-
sögnum kvenna. Áreitni væri ekki
það sama og nauðgun og lélegur
karlrembubrandari ekki það sama
og áreitni og svo framvegis. Enloe
varaði við þessu og sagði að nú væri
ekki tími til að greina á milli heldur
til að tengja saman. Því #metoo sög-
urnar eru ekki aðskildar sögur um
einstaklinga sem fara yfir mörk ann-
arra. Þetta er samhangandi frásögn
um menningu sem þarf að uppræta
fyrir fullt og allt. Og til þess þarf að
skilja samhengið.
Á dögunum skipaði ég stýrihóp,
undir forystu Höllu Gunnarsdóttur
ráðgjafa míns í málaflokknum,
sem er ætlað að hrinda í fram-
kvæmd löngu tímabærum úrbót-
um er varða kynferðislegt ofbeldi.
Hópnum er meðal annars gert að
vinna að heildarendurskoðun á
forvörnum og fræðslu, móta stefnu
gegn stafrænu kynferðisofbeldi,
útfæra hugmyndir um styrkari
stöðu brotaþola og gera tillögur um
samræmd viðbrögð stjórnvalda við
#metoo. Sérstaklega skal hópurinn
líta til þeirrar margþættu mismun-
unar, sem konur af erlendum upp-
runa, konur sem ekki búa við efna-
hagslegt öryggi, fatlaðar konur og
hinsegin konur verða fyrir.
Þessi nefndarskipan kann að láta
lítið yfir sér en verkefnið er ærið. Því
á vanda af þessari stærðargráðu er
engin ein töfralausn og ekki dugir
einföld lagabreyting eða aðgerða-
áætlun. Hér þarf að taka bæði stór
og smá skref. Það er von mín að
þegar þessu kjörtímabili lýkur hafi
okkur miðað áfram. Til að mynda
verði fullgildingu Istanbúl-samn-
ingsins að fullu lokið, árangur af
auknu fjárframlagi til málaflokks-
ins – og pólitískri áherslu á hann –
verði augljós og að lögum hafi verið
breytt til að styrkja stöðu þolenda
kynferðisofbeldis. Þá hafi okkur tek-
ist að nýta #metoo til að breyta um
stefnu; til að skilja betur hvað það er
í menningu okkar og samfélagi sem
ýtir undir og viðheldur kynferðis-
legri og kynbundinni áreitni.
Stjórnvöld geta aldrei breytt
menningu ein og sér, en þau geta
troðið slóðina og stutt við bakið á
því baráttufólki sem hefur opnað
augu okkar fyrir því sem við vildum
ekki sjá. Gleðilegan alþjóðlegan
baráttudag kvenna!
Áfram veginn
Katrín
Jakobsdóttir
forsætis
ráðherra Hópnum er meðal annars
gert að vinna að heildar-
endurskoðun á forvörnum
og fræðslu, móta stefnu gegn
stafrænu kynferðis ofbeldi,
útfæra hugmyndir um
styrkari stöðu brotaþola og
gera tillögur um samræmd
viðbrögð stjórnvalda við
#metoo.
Starfsmannastefna Land-
spítalans sem er sú að ráða
einungis lækna í 100% starfs-
hlutfall við sjúkrahúsið er
ekki til þess fallin að laða
lækna heim úr sérnámi. Við
erum fámennt land og því er
nauðsynlegt fyrir suma sér-
greinalækna að halda sér við
faglega með því t.d. að starfa
hluta úr ári erlendis.
8 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
0
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
5
-0
4
2
4
1
F
2
5
-0
2
E
8
1
F
2
5
-0
1
A
C
1
F
2
5
-0
0
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K