Fréttablaðið - 08.03.2018, Page 32
Knattspyrnumaðurinn Bojan Stefán Ljubicic úr Keflavík elskar að klæðast fallegum
jakkafötum og er helsta tískufyrir-
mynd hans af óvenjulegri gerðinni,
sjálfur UFC-bardagakappinn
Conor McGregor. „Hann setti á
fót fatamerkið August McGregor
á síðasta ári ásamt David Heil frá
fatamerkinu þekkta David August.
Jakka fatalína þeirra er mjög flott
og það er alltaf gaman að sjá hverju
hann klæðist fyrir viðburði.“
Blandaður stíll
Sem íþróttamaður klæðist hann
eðlilega oft íþróttafatnaði og hefur
því nokkuð blandaðan stíl að eigin
sögn. „Ég myndi segja að fatastíll
minn sé mjög fjölbreyttur, allt frá
jakkafötum yfir í íþróttafatnað.
Flottar yfirhafnir, t.d. frakkar,
og skór eru í uppáhaldi hjá mér.
Þannig er hefðbundinn hversdags
fatnaður hjá mér yfirleitt frakki,
gallabuxur og svo annaðhvort
strigaskór eða grófir skór við en það
fer svolítið eftir veðri.“
Bojan er 25 ára gamall og býr í
Keflavík þar sem hann spilar fót-
bolta með heimamönnum. „Utan
þess að spila fótbolta þá stunda ég
nám í sálfræði við Háskóla Íslands
og vinn einnig í herrafataverslun í
Leifsstöð. Helstu áhugamál mín eru
tíska, íþróttir og að vera í góðum
félagsskap.“
Áhuginn aukist
Tískuáhugi hans hefur aukist mikið
á undanförnum 3-4 árum að eigin
sögn. „Ég hef alltaf haft gaman af
því að fylgjast með tískunni en
síðustu árin hefur sá áhugi þróast í
að verða frekar stórt áhugamál hjá
mér. Þeir miðlar sem ég skoða helst
eru Instagram og Pinterst en þaðan
er fínt að fá hugmyndir til að mixa
saman við minn persónulega stíl.“
Fram undan er undirbúningur
fyrir komandi tímabil með Keflavík
í fótboltanum og að klára fyrsta
árið í sálfræðinni. „Stefnan er sett
á að klára BS-námið hérna heima
og taka svo master í íþróttasálfræði
erlendis. Svo væri draumur að opna
fatabúð eða jakkafatabúð,
annaðhvort hér heima eða
erlendis, og bara að njóta
og lifa lífinu.“
Hvaða flík hefur þú átt
lengst og notar enn þá?
Það eru Dr. Martens
skórnir mínir en þá
nota ég heilan hell-
ing við alls konar
samsetningar.
Hvaða litir eru
helst í uppáhaldi?
Ég klæðist oft
dökkbláum og gráum
fötum. Svo er ljós- og dökk
brúnn klæðnaður í miklu uppá-
haldi hjá mér sem og vínrauður og
mosagrænn.
Áttu minningar um gömul
tískuslys? Veit ekki hvort það sé
tískuslys en stutterma rúllukraga-
bolurinn var ekki alveg að gera
sig.
Áttu þér eina uppáhaldsflík?
Ætli það sé ekki dökkgrái frakk-
inn minn, geng í honum dagsdag-
lega. Hann er í miklu uppáhaldi
hjá mér því það er hægt að nota
hann á ýmsan hátt.
Bestu og verstu fatakaupin? Það
er klárlega dökkgrái frakkinn og
svo eru ljósbrúnu Dr. Martens
skórnir mínir ofarlega á listanum,
ég er búinn að ganga í þeim þó
nokkra kílómetra.
Hvað einkennir klæðnað ungra
karla í dag? Mér finnst ekkert
eitt einkenna fatastíl þeirra
heldur eru alls konar „trend“
í gangi. Margir blanda ólíkum
fötum saman og finna sinn
eigin stíl. Hettupeysur, striga-
skór og fínir frakkar fara t.d. vel
saman.
Eyðir þú miklu í föt miðað við
jafnaldra þína? Ég mundi ekki
segja það, frekar reyni ég að
kaupa eina og eina góða flík sem
ég get notað lengi, í staðinn fyrir
að kaupa föt sem ekki endast.
Notar þú fylgihluti? Ég elska að
vera með úr á mér, mér finnst
flott úr gera mikið fyrir heild-
arútlitið.
Dökkgrái frakkinn er uppáhaldsflík Bojans sem hann notar mikið við ólík tilefni. Gallajakkinn er frá Calvin Klein.
Vestið er
frá Ralph
Lauren
og trefill-
inn er frá
Sand. Bux-
urnar eru
frá Berskha
en skórnir
frá Hugo
Boss.
Framhald af forsíðu ➛
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flott föt,
fyrir flottar konur
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . m A R S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
0
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
5
-1
2
F
4
1
F
2
5
-1
1
B
8
1
F
2
5
-1
0
7
C
1
F
2
5
-0
F
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K