Fréttablaðið - 08.03.2018, Side 46

Fréttablaðið - 08.03.2018, Side 46
Ástkær móðir okkar, Petrína Fransiska Jónsson Ninna, frá Kvívík í Færeyjum, andaðist á Sólvangi Hafnarfirði, laugardaginn 3. mars. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 13. mars kl. 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Gunnþór, Margrét Halldóra og Hjördís María Ingabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdafaðir og afi, Páll Kai Gunnarsson lést í Lundi í Svíþjóð 2. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram. Esther Þorgrímsdóttir Gunnar Karl Pálsson Cherilyn Huerto María Pálsdóttir Terry Calhoun Lísa Pálsdóttir Jón Árni Bjarnason og barnabörn. Guðmundur Gunnarsson Bjarma Didriksen Sigurður Daníel Gunnarsson Anna Sk. Gunnarsdóttir Oddur Gunnarsson Áslaug Jónsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hólmfríður Gestsdóttir Hraunbraut 32, Kópavogi, lést á Landakoti laugardaginn 3. mars. Kristrún Tómasdóttir Pétur Oddgeirsson Jóhanna Tómasdóttir Guðlaug Tómasdótir Steingrímur Sigurðsson Tómas Þórarinn, Arnar Oddgeir, Marta, Sindri Þór, Steinar Páll, Sara og Tómas Breki Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ævar Jóhannesson tækjafræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 3. mars síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 14. mars. Jóhannes Örn Ævarsson Sif Garðarsdóttir Sigríður Ævarsdóttir Benedikt Líndal Þórarinn H. Ævarsson Barbara Ómarsdóttir Ólöf Ævarsdóttir Björn Bögeskov Hilmarsson barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, ömmu og langömmu, Jónínu Ásdísar Kristinsdóttur (Stellu) Hlíðarhúsum 7. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir, 2. hæð suður, fyrir hlýja og góða umönnun. Jóna G. Alexandersdóttir Davíð Löve Sófus A. Alexandersson Guðrún Ágústsdóttir Áslaug Alexandersdóttir Þorgeir Kjartansson Kristín H. Alexandersdóttir Ásgeir J. Þorvaldsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn, sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Jóhann Jóhannsson tónskáld, sem lést í Berlín níunda febrúar sl. verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn níunda mars kl. 3 e.h. Þeim sem kynnu að vilja minnast Jóhanns skal bent á að stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni hans: http://johann-johannsson-memorial-fund.org/ Karólína Jóhannsdóttir, Edda Þorkelsdóttir, Jóhann Gunnarsson og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, Magnús Heimdal Magnússon Bryne, Noregi (áður til heimilis að Hagaflöt 8, Garðabæ) andaðist í Bryne 21. febrúar. Útförin fór fram 28. febrúar. Sissel Sørdal Magnússon og fjölskylda. Sigurveig Georgsdóttir hjúkrunarfræðingur lést 4. mars. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 9. mars kl. 11. Lárus Þorv. Guðmundsson Georg Kr. Lárusson Vala Agnes Oddsdóttir Ragnheiður Lárusdóttir Özur Lárusson Margrét Ása Sigfúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 1971 Bardagi aldarinnar fer fram; Joe Frazier sigrar Muham- mad Ali í hnefaleikum í Madison Square Garden. 1973 IRA stendur fyrir sprengjutilræðum í Whitehall og Old Bailey í London. 1973 Íbúar Norður-Írlands kjósa að vera áfram hluti af Bretlandi. Írskir þjóðernissinnar hvöttu fólk til að sniðganga kosningarnar. 1974 Charles de Gaulle-flugvöllur opnaður í París. 1979 Hollenska fyrirtækið Philips kynnir geisladiskinn opinberlega. 1980 Íslenska kvikmyndin Veiðiferðin frumsýnd. 1980 Fyrsta rokkhátíðin í Sovétríkjunum hefst í Tbilisi. 1983 Alþingi lögfestir „Lofsöng“ („Ó Guð vors lands“) sem þjóðsöng Íslendinga. 1983 IBM setur tölvuna IBM PC XT á markað. 1983 Ronald Reagan kallar Sovétríkin „heimsveldi hins illa“. 1985 Bílsprengja, sem beint er gegn íslamska klerkinum Sayyed Mohammad Hussein Fadlallah, springur í Beirút með þeim afleiðingum að 80 deyja. 1986 Japanska könnunarfarið Suisei flýgur fram hjá hala- stjörnu Halleys. 1990 Samtökin Stígamót stofnuð. 2008 Hljómsveitin Jakobínarína heldur sína síðustu tón- leika á Organ. Merkisatburðir Myndvefnaður,  útsaumur, skúlptúrar og fleiri tegundir textílverka einkenna sýn-ingu sem Þórey Aðalsteins- dóttir myndlistarkona er með í Galleríi Vest á Hagamel 67 í Reykjavík. Þar koma ýmis efni við sögu, svo sem mannshár og minkaskinn. „Ég er alltaf að leika mér og finnst það æðislega gaman. Aldurinn gefur manni aukið frelsi til að skapa það sem mann langar til,“ segir Þórey glað- lega. „Það var ekki fyrr en eftir sjötugt sem ég eignaðist vinnustofu til að vefa í. Stelpurnar mínar segja að það hafi verið kominn tími til.“ Eitt verkið tengist heilanum og færni mannsins, það er saumað. Annað svo- lítið svipað fjallar um kvenlíkamann og heitir Áfram konur. Sólarlag á norður- slóðum er ofið í vefstól, athygli vekur verk sem Þórey gerði úr fléttu sem hún fékk úr hári  Kristínar dóttur sinnar. Þar hefur hún líka blandað inn í minka- og kanínuskinni. „Það var æðisleg spenn- andi að búa þetta til,“ segir hún sann- færandi. Flest verkin eru unnin á síðustu mán- uðum, að sögn Þóreyjar. Þar á meðal Blóm í túni sem hún útskýrir svo: „Tengdasonur minn er leiðsögumaður og hann gaf mér fullt af sárabindum sem voru að úreldast og hann sagði við mig: „Ef þú getur ekki notað þetta þá getur það enginn. Heyrðu, ég litaði fullt af þessum sárabindum og þannig varð verkið Blóm í túni til.“   Sýningin í Galleríi Vest stendur út mars og er opin  frá  14 til  17 alla daga nema mánudaga. gun@frettabladid.is Aldurinn gefur aukið frelsi Þótt verkin á sýningunni tilheyri flest textíl eru þau unnin með margs konar tækni. Fréttablaðið/anton brink Myndlistarkonan Þórey Aðalsteinsdóttir opnaði nýlega sýningu í Galleríi Vest á Hagamel 67. Þar er hún aðallega með textíl- verk sem hún hefur unnið á síðustu misserum. 8 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r34 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð I ð tímamót 0 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 5 -2 6 B 4 1 F 2 5 -2 5 7 8 1 F 2 5 -2 4 3 C 1 F 2 5 -2 3 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.