Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 58
Basel Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Tungusófar • Sófasett • Stakir sófar • Hornsófar Roma VIÐ BÚUM TIL DRAUMASÓFANN ÞINN 900 útfærslur, engin stærðartakmörk og 3.000 tegundir af áklæðum N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Amadeus borðstofuhúsgögn Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Komið og skoðið úrvalið Verkfæralagerinn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæri í miklu úrvali ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. METABO Bútsög KS216 Verðmætaskápar Jeppatjakkur 2.25t 52cm. 16.995 frá 4.995 17.995 Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir Pantaðu tiltekt á appotek.is eða í síma 568 0990 Garðs Apótek - í leiðinni Fáðu lyfin send heim með póstinum Pantaðu sendingu á appotek.is Garðs Apótek - um land allt Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar 8 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r46 m e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð KvIKmynDIr Þrátt fyrir að ekkert vantaði upp á töffið hjá Charles Bronson og að hann hafi leikið í fjölda spennumynda náði hann ekki að verða aðalgæinn fyrr en hann lék arkitektinn Paul Kersey í Death Wish 1974, þá 53 ára gamall. Þá átti hann að baki klassískar harðhausamyndir eins og The Magni ficent Seven, The Great Escape og The Dirty Dozen. Í þeim myndum var hann þó aðeins einn í hópi allra helstu töffara þeirra tíma og barðist og drapst í skugga erki­ töffara á borð við Steve McQueen, Yul Brynner og Lee Marvin. Í Death Wish lék hann prúð­ mennið Paul Kersey, arkitekt og demókrata, sem lifði góðu lífi í New York ásamt eiginkonu og stálpaðri dóttur. Þessum örugga heimi hans er rústað á einni kvöldstund þegar skítalabbar ryðjast inn á heimilið, misnota og kvelja konurnar í lífi hans með þeim afleiðingum að eiginkonan deyr. Dagfarsprúði góðborgarinn umturnast, vopnast og leitar hefnda. Og rétt eins og fóstbróðir hans úr myndasögunum, The Punisher, lætur hann ekki staðar numið við þá sem réðust að fjölskyldu hans. Öllu úrþvætti skal skolað af götum borgarinnar með eigin blóði. Death Wish sló í gegn og fram­ haldsmyndirnar urðu fjórar þar sem Bronson þvældist á milli New York og Los Angeles og fargaði óþjóðalýð af aðdáunarverðri einurð og festu. Bronson lagði frethólkinn á hilluna í Death Wish V: The Face of Death árið 1994 og lést 2003, 81 árs að aldri. Paul Kersey er hins vegar ekki dauður úr öllum æðum og er upp risinn 24 árum síðar, holdgerður í Bruce Willis. Sá jaxl má muna sinn fífil fegri og hefur verið hálf aumur undanfarin ár. Willis er tíu árum eldri en Bronson var þegar hann lék Kersey í fyrsta sinn en eins og alltaf til stórræðanna líklegur. Kersey er að þessu sinni læknir en ekki arkitekt. Kannski undir áhrifum frá Eiðnum, eftir Baltasar Kormák, og þegar fautar ráðast á eiginkonu hans og dóttur rennur æði á manninn sem hefur helgað líf sitt því að bjarga öðrum. Og hann byrjar að drepa af miklum móð. Leikstjórinn Michael Winner var ekkert að finna upp hjólið þegar hann tefldi Bronson fram í Auga fyrir auga, eins og myndin hét þegar hún var sýnd í Háskólabíói 1975. Refsivöndurinn Frank Castle, The Punisher, steig að vísu fram í fyrsta skipti í myndasögum 1974 en þá höfðu sterkir menn (konur voru ekki gjaldgengar í þessum bransa í þá tíð) tekið málin í sínar hendur í nokkur ár í dægurmenningunni. Löggufanturinn Dirty Harry er þeirra þekktastur og byrjaði að freta niður glæpahyski með Magnum .44 1971. Tíðarandinn og vantrú á kerfið virtist á þessum árum kalla eftir sterka einstaklingnum sem bauð öllum birginn, máttlausum yfirvöldum og krimmunum. Og það er varla tilviljun að þessir gaurar eru allir að ganga í endurnýjun lífdaga þessi misserin. Gallinn við þessa uppvakninga er auðvitað að Hollywood er alltaf í endalausri mótsögn við sjálfa sig og því miður hlaða þessar kempur, sem eru þó í það minnsta bæði karlar og konur núna, undir þá hugmynd að vopnaður almenningur sé lausnin á öllum heimsins vanda. Við þurfum væntanlega ekki að bíða þess lengi að Mel Gibson eða Harrison Ford leiki kennara sem taka til í skól­ anum með árásarrifflum. Mörgum þótti nóg um ofbeldis­ upphafninguna í Death Wish á sínum tíma en sú mynd hreyfir varla við grunnskólakrökkum í dag. Hins vegar má ætla að Death Wish anno 2018 gangi mun lengra enda er leikstjórinn og Íslandsvinurinn Eli Roth þekktastur fyrir subbulegar hryllingsmyndir og ofbeldisklámið sem kennt er við Hostel. thorarinn@ frettabladid.is Ítarlegri umfjöllun um Death Wish og Eli Roth má nálgast á nýjum vef Fréttablaðsins, www.frettabladid. is, undir Lífið. Feigur smáborgari á vígaslóð Charles heitinn Bronson var einn helsti harðjaxl kvikyndanna löngu áður en Stallone, Schwarzenegger og Bruce Willis fóru að gera sig gildandi. Bronson átti langan feril að baki þegar hann festi sig endanlega í sessi með Death Wish 1974. Paul Kersey er hins vegar eKKi dauður úr öllum æðum og er uPP risinn 24 árum síðar, holdgerður í Bruce Willis. Charles Bronson kennir Bruce Willis fingramál í upprunalegu Death Wish. Þetta er eitthvað sem enginn krimmi vill sjá. Bruce Willis bregður sér í hlutverk sem Charles Bronson gerði ódauðlegt í Death Wish 1994. Ísleifur B. Þórhallsson, Quentin Tarantino og Eli Roth á blaðamannfundi í einni af mörgum Íslandsheimsóknum leikstjórans sem fékk hugmyndina að kvik- myndinni Cabin Fever, eftir sumardvöl í sveit á Íslandi í æsku. FRéTTaBLaðið/HaRi Bíó 0 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 4 -F A 4 4 1 F 2 4 -F 9 0 8 1 F 2 4 -F 7 C C 1 F 2 4 -F 6 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.