Fréttablaðið - 16.03.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 16.03.2018, Síða 2
Veður Austlæg átt 8-15 m/s og víða rigning í dag, mest SA-lands og á Aust- fjörðum. Hiti 3 til 9 stig að deginum. Suðaustan 5-13 á morgun og léttir til fyrir norðan, en áfram rigning um landið S- og V-vert. sjá síðu 22 Enn á lífi Mikið úrval vandaðra grilla á tilboði PÁSKATILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Vönduð yfirbreiðsla fylgir Niðurfellanleg hliðarborð • Afl 10,5 KW Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Nr. 12934 PÁSKATILBOÐ 69.900 FULLT VERÐ 79.900 Grillin eru frá Þýskalandi samfélag Komin er út bókin „The Reykjavik Confessions“ eftir breska fréttamanninn Simon Cox, um Guð- mundar- og Geirfinnsmál. „Þessi mál eru bæði svo flókin og spennandi að mér fannst þau verð- skulda dýpri umfjöllun þannig að mig langaði ekki til að leggja frá mér málið,“ segir Simon, sem vann efnis- mikla umfjöllun um þessi íslensku sakamál sem birtist á vef BBC í maí 2014 og vakti mikla athygli bæði í Bretlandi og hér heima. Simon segir nýtt tilefni hafa komið þegar niðurstaða endurupptöku- nefndarinnar kom. Þungamiðja bókarinnar snýst um þann tíma sem sakborningarnir sex sátu í einangrun og stöðugar yfir- heyrslur stóðu yfir. „Þú myndir lesa bókina, vonandi eins og um skáld- sögu væri að ræða, en þetta er ekki skáldsaga heldur sönn saga,“ segir Simon og segir hana í sama stíl og bók Trumans Capote, Með köldu blóði (en. In Cold Blood). „Mig langaði að varpa ljósi á þann skrykkjótta feril sem endaði með því að þau voru öll fundin sek,“ segir Simon en tekur fram að eflaust sé efni bókarinnar mörgum Íslendingum kunnugt. „En fyrir lesendur annars staðar í heiminum fannst mér full ástæða til að gefa þessa dýpri innsýn en fyrri umfjöllunin náði að gera.“ Sagan er byggð á rannsóknum höf- undarins,  meðal annars uppruna- legum gögnum málsins og öðru efni sem út hefur komið. Mikið af efni er til um sakamálin á íslensku auk dóma sakadóms og Hæstaréttar; bæði rannsóknar- gögn lögreglunnar og síðari tíma rannsóknaraðila. Þá hefur nokkur fjöldi bóka komið út um málin að ógleymdri nánast stöðugri fjöl- miðlaumfjöllun um þau undanfarna áratugi. Það er því úr ýmsu að moða fyrir áhugasama rannsakendur. Símon talar hins vegar ekki íslensku. „Sumt hef ég fengið þýtt og annað lauslega þýtt. Ég hef líka fengið mikla hjálp frá Íslendingum sem legið hafa í rannsóknum á mál- unum og byggi líka á viðtölum við þá sakborninga sem ég hef fengið aðgang að.“ Simon segist mjög hafa reynt að nálgast rannsóknarlögreglumennina sem rannsökuðu málin á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. „Mig langar svo til að skilja hvað dreif þá áfram í rannsókninni og hvað það var sem leiddi þá að sínum niðurstöðum um sekt sakborninganna, það er ráð- gáta sem ég velti mikið fyrir mér,“ segir Simon. adalheidur@frettabladid.is Fréttamaður BBC með bók um Geirfinnsmál Breski fréttamaðurinn Simon Cox er höfundur nýrrar bókar um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Birti ítarlega umfjöllun um málin á vef BBC árið 2014. Væntan- leg endurupptaka málanna varð tilefni til að gera þeim betri skil á ensku. Bókin er gefin út af BBC Books í sam- starfi við Penguin Random House. Simon Cox fékk málið á heilann eins og margir aðrir. Mynd/ niCHole ReeS samfélag Mistök áttu sér stað þegar Barnavernd Reykjavíkur brást ekki á réttan hátt við tilkynn- ingu um meintan kynferðisbrota- mann árið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar sem lögð var fyrir á fundum borgar- ráðs og velferðarráðs Reykjavíkur- borgar í gær. Kemur þar einnig fram að verk- ferlar barnaverndar og velferðar- sviðs séu þó í samræmi við lög. Í fréttatilkynningu frá velferðar- sviði kemur fram að það taki undir niðurstöðurnar. Jafnframt hafi sviðið sett fram aðgerðaáætlun í tíu liðum sem á að stuðla að auknu öryggi barna og bæta ráðningaferli innan sviðsins og barnaverndar. Var samþykkt á fundi velferðar- ráðs að vísa til borgarráðs tillögu um aukafjárveitingu upp á 39,3 milljónir króna vegna áætlunar- innar fyrir árið 2018. „Okkur ber fyrst og fremst að standa með þolendum og aðstand- endum þeirra. Mikilvægt er að á alla sé hlustað og að þolendur séu teknir trúanlegir í hvívetna,“ var haft eftir Elínu Oddnýju Sigurðar- dóttur, formanni velferðarráðs, í tilkynningunni. „Við tökum niðurstöðu innri endurskoðunar mjög alvarlega og munum strax setja fullan kraft í úrbætur í málaflokknum,“ var enn fremur haft eftir formanninum í tilkynningunni. – þea Mikilvægt að trúa þolendum Okkur ber fyrst og fremst að standa með þolendum og aðstand- endum þeirra. Mikilvægt er að á alla sé hlustað og að þolendur séu teknir trúan- legir í hvívetna. stjórnmál Ingvar Jónsson, odd- viti framboðslista Framsóknar- flokks í borgarstjórnarkosning- unum í maí, hefur tekið við sem áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Fyrir Ingvari víkur Sævar Þór Jónsson sem áheyrnarfulltrúi. Þá hefur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi vikið sem varaáheyrnarfulltrúi í ráðinu til að rýma fyrir Aðal- steini Hauki Sverrissyni sem fulltrúa Framsóknar og flug- vallarvina. – gar Oddviti verður áheyrnarfulltrúi ingvar Jónsson. „Enn á lífi“ stóð á þessari peysu sem gestum Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur gafst kostur á að skoða á opnunarhátíð HönnunarMars sem fór þar fram í gær. Hátíðin fagnar í ár tíu ára afmæli. Við sama tilefni var opnuð í gær sýningin #endurvinnumálið sem og sýningar grafískra hönnuða undir merkjum FÍT. Á fyrrnefndu sýningunni gefst gestum kostur á að skoða hönnun úr áli sem áður var notað í sprittkerti. FRéttaBlaðið/Valli 1 6 . m a r s 2 0 1 8 f Ö s t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 6 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 6 -A B 3 0 1 F 3 6 -A 9 F 4 1 F 3 6 -A 8 B 8 1 F 3 6 -A 7 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.