Fréttablaðið - 16.03.2018, Qupperneq 26
Aukinn fókus er á fiskeldi innan þessa stóra
fyrirtækis og eru kaupin á Vaka ætluð til þess að
tryggja framgang á helstu mörkuðum.
Björg Ormslev Ásgeirsdóttir
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . m A R s 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RÍsLeNsKuR stRANdBúNAÐuR
Björg Ormslev Ásgeirsdóttir, mark-
aðsstjóri Vaka Fiskeldiskerfa ehf.
Við erum leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu á ákveðnum lausnum sem
snúa að talningu og stærðarmæl-
ingum á eldisfiski. Áherslan er á
iðnvætt fiskeldi, fyrst og fremst
laxeldi,“ segir Björg Ormslev
Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Vaka
Fiskeldiskerfa ehf.
Starfsemi Vaka skiptist í þróun,
framleiðslu og markaðssetningu á
vörum út um allan heim. Dóttur-
fyrirtæki Vaka eru í þremur
löndum, Noregi, Síle og Skotlandi
og þá eru umboðs- og þjónustu-
aðilar úti um allan heim. Búnaður
Vaka er seldur til yfir 60 landa en
Noregur, Skotland, Síle, Kanada
og Færeyjar eru helstu markaðir
fyrirtækisins.
Starfsmenn á Íslandi eru á
fjórða tug auk átján sem starfa
í dótturfélögum fyrirtækisins.
Björg segir frekari uppgang fram
undan á alþjóðlegum markaði.
Hluti af alþjóðlegu fyrirtæki
„Í nóvember 2016 keypti Pentair
Aquatic Systems öll hlutabréf í
Vaka og er Vaki því orðinn hluti
af stóru alþjóðlegu fyrirtæki,
sem starfar á nokkrum stórum
sviðum, meðal annars innan
iðnaðar, orku, matvæla og vatns-
meðhöndlunar hvers konar,“
segir Björg. „Aukinn fókus er á
fiskeldi innan þessa stóra fyrir-
tækis og eru kaupin á Vaka ætluð
til þess að tryggja framgang á
helstu mörkuðum. Það á sérstak-
lega við um í Noregi, Skotlandi
og Síle þar sem Vaki hefur verið
með starfsemi um árabil og er
með afar góða markaðsstöðu. Um
rúmlega 95% af tekjum okkar eru
vegna útflutnings en næstum allar
vörur okkar hafi verið þróaðar
í samvinnu við íslenska jafnt
sem erlenda fiskeldismenn og
hlökkum við til áframhaldandi
samstarfs.“
Vöruúrval eykst til muna
„Með nýjum eigendum eykst
vöruúrvalið hér heima til muna.
Til viðbótar við allar þær vörur
sem Vaki hefur þróað og selt um
árabil eins og fiskiteljara, stærðar-
mæla, flokkara, fiskidælur og
fóðurkerfi verður nú boðið upp á
Point4 súrefnissteina og eftirlits-
búnað margs konar, UV filtera,
vatnsdælur af öllum stærðum,
hreinsikerfi, loftun, ljós, ráðgjöf
og hönnun á heildarlausnum í
endurnýtingakerfum í fiskeldi,“
segir Björg. Áfram verði mikil
áhersla á markaðstengda vöru-
þróun og spennandi tímar séu því
fram undan hjá fyrirtækinu. „Við
starfsfólk Vaka horfum björtum
augum til aukinna umsvifa og
nýrra áskorana á næstu árum á
bæði innlendum og erlendum
mörkuðum.“
Nánari upplýsingar fyrir Vaka og
vörur þess má finna á www.vaki.is.
Vöxtur á alþjóðlegum markaði
Vaki Fiskeldiskerfi ehf. hefur einbeitt sér að hátæknibúnaði fyrir iðnvætt fiskeldi í yfir 30 ár. Umsvif
Vaka teygja sig um allan heim en Vaki er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Pentair Aquatic Systems.
Ann Cecilie Ursin
Hilling var í barn-
eignafríi þegar
hún fékk hug-
mynd að nýju
námi í fiskeldi.
Kennsla hefst í
haust og undir-
búningur er nú í
fullum gangi.
Ann Cecilie flutti til Patreks-fjarðar vorið 2016 þegar Gaute, eiginmaður hennar,
hóf störf hjá Arnarlaxi. Þau kunna
vel við sig í bænum og eru ánægð
með hversu alþjóðlegt samfélagið
er. „Hér býr fjöldi ungs fólks. Um
fjórðungur íbúa er yngri en 16 ára
og tíundi hver íbúi á leikskólaaldri.
Mér finnst þetta alveg frábært,“
segir Ann en þau hjónin eiga tvær
ungar dætur. Ann er frá Lofoten
í Norður-Noregi og hefur um
árabil starfað við fiskeldi en hún er
menntuð í sjávarútvegsfræðum.
með ömmu til Íslands
Ísland var Ann ekki alveg
ókunnugt þegar þau hjónin
fluttust hingað til lands. „Ég kom
hingað fyrst með ömmu minni
en þegar hún varð áttræð lang-
aði hana mest að fá Íslandsferð
í afmælisgjöf. Frænka mín var
með okkur í för og við keyrðum
hringinn í kringum landið. Ári
síðar kom ég hingað með sam-
nemendum mínum í masters-
námi í gæðum sjávarafurða. Við
heimsóttum fjölmörg sjávarút-
vegsfyrirtæki, t.d. Samherja á
Akureyri, Promens á Dalvík og
Síldarvinnsluna í Neskaupstað,“
segir hún.
Ann er mjög hrifin af Íslandi
og hún segir það draumi líkast
að hafa fengið tækifæri til að
flytja hingað. „Þetta er eins
og gott karma. Fyrir tíu árum
langaði mig mest af öllu til að
flytja til Íslands og hingað er
ég komin. Þetta er frábært land
og ég er smám saman að læra
íslensku. Íslendingar hafa góða
kímnigáfu og mér finnst þeir
vera listrænir, enda mikið um
góða tónlistarmenn hérna.“
menntun mikilvæg
Ann vinnur nú að spennandi
verkefni sem tengist fiskeldi. „Ég
sinni verkefnastjórnun og mitt
hlutverk er að leiða verkefni sem
snýr að menntun í fiskeldi fyrir
ungt fólk sem hefur lokið grunn-
skóla. Í barneignafríinu hafði ég
nægan tíma til að hugsa um hvað
mig langaði að gera og þannig
kviknaði hugmyndin að þessu
verkefni, sem ég kynnti fyrir
Vesturbyggð og Arnarlaxi. Henni
var vel tekið og þessir aðilar voru
tilbúnir að fjármagna verkefnið,
og er ég afar þakklát fyrir það,“
segir Ann.
Hún segir að menntun í fisk-
eldi sé afar mikilvæg, enda sýni
rannsóknir fram á að flest óhöpp
í þessum geira séu vegna mann-
legra mistaka. „Í þessu nýja námi
gefst nemendum m.a. kostur á
að læra sjávarlíffræði, tækni-
fræði, veðurfræði og hvernig afla
á gagna og vinna úr þeim. Námið
verður sett upp sem tveggja ára
bóklegt nám og verða heimsóknir
á vinnustaði og starfsnám þáttur
af náminu sem verður að hluta
til kennt í fjarnámi. Við erum í
samvinnu við Fjölbrautaskóla
Snæfellinga og Verkmennta-
skóla Austurlands, auk annarra
menntastofnana sem eru með
nám á sviði fiskeldis. Markmiðið
er að mennta fólk í fiskeldi til
framtíðar. Við erum einnig í
nánu samstarfi við skóla í Noregi,
Meloy VGS, sem hefur kennt
fagið í meira en tuttugu ár. Verk-
efnið hefur einnig verið kynnt
í Færeyjum og Færeyingar hafa
mikinn áhuga á að taka þátt í því.
Kennslan hefst í haust hér á landi
og á næsta ári í Færeyjum.“
Nýtt nám í fiskeldi
Ann kann vel við sig á Patreksfirði.
1
6
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
3
6
-B
5
1
0
1
F
3
6
-B
3
D
4
1
F
3
6
-B
2
9
8
1
F
3
6
-B
1
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K